Rotaðist en hélt leik áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2013 06:00 Justin Shouse á enn eftir að verða Íslandsmeistari og er greinilega tilbúinn að fórna sér til þess að ná því. Fréttablaðið/Valli Stjörnumenn og Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta á skírdag og mætast í fyrsta leik í Stykkishólmi á þriðjudaginn eftir páska. Annað árið í röð unnu Stjörnumenn oddaleik á móti Keflvíkingum en í báðum þessum leikjum hafa Garðbæingar þurft að koma til baka eftir að hafa lent meira en tíu stigum undir í seinni hálfleik. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, skoraði bara eina körfu í leiknum og var með framlag upp á 0 stig á tölfræðiblaðinu. Hann gekk ekki heill til skógar og var enn að glíma við eftirmál stríðsins á Sunnubraut fjórum dögum fyrr.Fór upp á spítala eftir sigurinn „Ég er svakalega ánægður að hafa náð að kreista þetta fram því ástandið á okkur var ekkert sérstakt. Justin fékk alveg svakalegt höfuðhögg á sunnudaginn og fékk þá heilahristing. Hann er svo klikkaður að hann lætur engan vita af þessu. Hann fór á spítala eftir leikinn á skírdag því hann fann þá enn fyrir þessu. Miðað við það með Jovan upp í stúku og Marvin á annarri löppinni þá er ég ofboðslega ánægður. Við vissum að þetta yrði erfitt og við yrðum bara að koma okkur í gegnum þetta einhvern veginn," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar um þennan magnaða sigur. Justin skoraði fimm mikilvæg stig á lokakaflanum. „Hann setti niður skuggaleg víti og jöfnunarkarfan hans var ákveðin yfirlýsing en það var eina karfan sem hann skoraði í leiknum," sagði Teitur en aðeins eitt af tíu skotum Justins í leiknum rataði rétta leið. Stjarnan á næst leik á móti Snæfelli í Hólminum á þriðjudaginn en missti Justin af einhverjum leikjum í undanúrslitunum vegna höfuðhöggsins? „Nei, hann missir ekki af leikjum. Hann er á batavegi og við hvílum hann fram að leik," segir Teitur og það var ljóst að „Floppavík"-viðtalið hans eftir tapið í leik tvö er nú komið í nýtt samhengi.Missti hausinn í leik tvö „Það er kannski ekkert skrýtið að hann hafi misst hausinn í Keflavík á sunnudaginn," sagði Teitur í léttum tón en bætir svo við: „Þetta er ekkert venjulegur maður. Hann rotast í leik en skiptir sér ekki út af. Hann lætur engan vita af því. Í fyrra á móti ÍR þá dettur hann með andlitið í gólfið eftir baráttu um bolta og það lendir einhver ofan á honum. Hann brýtur tennur og er með munninn fullan af blóði en skiptir sér samt ekki út af. Hann er svo klikkaður," segir Teitur og Justin Shouse fær mikið hrós frá mesta sigurvegaranum í sögu úrslitakeppni körfuboltans á Íslandi. „Þetta er langharðasti leikmaður sem ég hef komist í kynni við á ferlinum. Hann er ósérhlífinn. Hann langar alveg svakalega í Íslandsmeistaratitilinn og fórnar öllu fyrir hann," sagði Teitur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Stjörnumenn og Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta á skírdag og mætast í fyrsta leik í Stykkishólmi á þriðjudaginn eftir páska. Annað árið í röð unnu Stjörnumenn oddaleik á móti Keflvíkingum en í báðum þessum leikjum hafa Garðbæingar þurft að koma til baka eftir að hafa lent meira en tíu stigum undir í seinni hálfleik. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, skoraði bara eina körfu í leiknum og var með framlag upp á 0 stig á tölfræðiblaðinu. Hann gekk ekki heill til skógar og var enn að glíma við eftirmál stríðsins á Sunnubraut fjórum dögum fyrr.Fór upp á spítala eftir sigurinn „Ég er svakalega ánægður að hafa náð að kreista þetta fram því ástandið á okkur var ekkert sérstakt. Justin fékk alveg svakalegt höfuðhögg á sunnudaginn og fékk þá heilahristing. Hann er svo klikkaður að hann lætur engan vita af þessu. Hann fór á spítala eftir leikinn á skírdag því hann fann þá enn fyrir þessu. Miðað við það með Jovan upp í stúku og Marvin á annarri löppinni þá er ég ofboðslega ánægður. Við vissum að þetta yrði erfitt og við yrðum bara að koma okkur í gegnum þetta einhvern veginn," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar um þennan magnaða sigur. Justin skoraði fimm mikilvæg stig á lokakaflanum. „Hann setti niður skuggaleg víti og jöfnunarkarfan hans var ákveðin yfirlýsing en það var eina karfan sem hann skoraði í leiknum," sagði Teitur en aðeins eitt af tíu skotum Justins í leiknum rataði rétta leið. Stjarnan á næst leik á móti Snæfelli í Hólminum á þriðjudaginn en missti Justin af einhverjum leikjum í undanúrslitunum vegna höfuðhöggsins? „Nei, hann missir ekki af leikjum. Hann er á batavegi og við hvílum hann fram að leik," segir Teitur og það var ljóst að „Floppavík"-viðtalið hans eftir tapið í leik tvö er nú komið í nýtt samhengi.Missti hausinn í leik tvö „Það er kannski ekkert skrýtið að hann hafi misst hausinn í Keflavík á sunnudaginn," sagði Teitur í léttum tón en bætir svo við: „Þetta er ekkert venjulegur maður. Hann rotast í leik en skiptir sér ekki út af. Hann lætur engan vita af því. Í fyrra á móti ÍR þá dettur hann með andlitið í gólfið eftir baráttu um bolta og það lendir einhver ofan á honum. Hann brýtur tennur og er með munninn fullan af blóði en skiptir sér samt ekki út af. Hann er svo klikkaður," segir Teitur og Justin Shouse fær mikið hrós frá mesta sigurvegaranum í sögu úrslitakeppni körfuboltans á Íslandi. „Þetta er langharðasti leikmaður sem ég hef komist í kynni við á ferlinum. Hann er ósérhlífinn. Hann langar alveg svakalega í Íslandsmeistaratitilinn og fórnar öllu fyrir hann," sagði Teitur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira