Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Þór Þ. 93-90 | Skjálftarnir trufluðu ekki heimamenn sem lögðu toppliðið Grindavík vann sigur á Þór frá Þorlákshöfn í háspennuleik í Grindavík í kvöld. Heimamenn voru yfir nær allan leikinn en spennan undir lokin var mikil. Körfubolti 9. nóvember 2023 21:12
Leikdagsupplifun Nabblans: Graðkaði í sig borgara og hélt svakalega hálfleiksræðu Andri Már Eggertsson, Nabblinn, skellti sér til Keflavíkur á leikdegi og drakk í sig stemmninguna. Körfubolti 8. nóvember 2023 15:00
Álftanes með bestu vörn nýliða og næstbesta árangurinn Nýliðar Álftaness unnu í gær fjórða leik sinn á tímabilinu í Subway deild karla í körfubolta en því hafa aðeins sex aðrir nýliðar náð í fyrstu sex leikjunum sínum á þeim 28 tímabilum sem úrvalsdeild karla hefur verið spiluð með núverandi fyrirkomulagi. Körfubolti 7. nóvember 2023 15:00
Haukar sóttu sér bakvörð á Hlíðarenda Daði Lár Jónsson hefur samið við Hauka um að klára tímabilið með liðinu í Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 7. nóvember 2023 14:31
Umfjöllun og viðtöl: Álftanes - Hamar 86-79 | Eftir samstillt átak varð nýliðaslagurinn óvænt spennandi Álftanes tók á móti Hamri í nýliðaslag í kvöld. Um fyrsta leik sjöttu umferðar í Subway deild karla var að ræða. Lokatölur urður 86-79 Álftanesi í vil og er liðið komið með fjóra sigurleiki í byrjun móts en Hamar er enn án sigurs. Körfubolti 6. nóvember 2023 23:38
Kjartan Atli feginn: „Ég læri af þessu“ „Þetta hafðist. Þetta voru frábærir þrír leikhlutar en svo stífleiki í fjórða,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, eftir nauman sjö stiga sigur gegn Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-79. Hann var sýnilega feginn að hafa landað sigrinum. Körfubolti 6. nóvember 2023 23:09
Halldór og Hamar bíða eftir fyrsta sigri: Sterkir karakterar í klefanum Nýliðarnir í Subway deild karla í körfubolta mætast í kvöld í Forsetahöllinni á Álftanesi en það hefur verið ólíkt gengið hjá liðum Álftaness og Hamars í fyrstu fimm umferðunum í vetur. Körfubolti 6. nóvember 2023 16:00
Var að upplifa jarðskjálfta í fyrsta skipti: „Þurfum við að flýja?“ Jörð skelfur í Grindavík og eru íþróttirnar og leikmenn körfuboltaliðs félagsins ekki þeim undanskyldir. Mönnum gekk misvel að sofa í nótt. Körfubolti 4. nóvember 2023 07:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 89-86 | Keflvíkingar gerðu sitt besta til að kasta frá sér sigrinum Keflavík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-86. Keflvíkingar voru búnr að kasta frá sér 15 stiga forskoti, en gerðu nóg til að landa sigrinum. Körfubolti 3. nóvember 2023 23:46
Mate svekktur: Ef einhverjum líkar það ekki þá þarf hann bara að spila í öðru landi „Ég er svekktur, en ekki með að hafa tapað,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari Hauka, eftir tap liðsins gegn Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 3. nóvember 2023 21:43
Erlendu leikmenn Grindavíkur vel upplýstir: „Nóttin var ekkert eðlileg“ Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur í körfuboltanum, segir vel haldið utan um erlendu leikmennina í liðinu sem eru flestir að finna fyrir almennilegri jarðskjálftavirkni í fyrsta sinn á ævinni þessa dagana. Órói hefur gert vart um sig á svæðinu en Ólafur sjálfur er rólegur yfir stöðunni og svaf hann af sér skjálfta næturinnar. Körfubolti 3. nóvember 2023 13:01
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Álftanes 84-79 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu nýliðanna Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. Þórsarar bundu þar með enda á þriggja leikja sigurgöngu Álftaness, en eru nú sjálfir búnir að vinna fjóra deildarleiki í röð. Körfubolti 2. nóvember 2023 22:28
Umfjöllun: Hamar - Höttur 102-109 | Hvergerðingar enn í leit að fyrsta sigrinum Hamar tók á móti Hetti í Subway-deild karla í kvöld. Heimamenn voru fyrir leik, og eru enn, í leit að sínum fyrsta sigri eftir sigur gestanna frá Egilsstöðum. Körfubolti 2. nóvember 2023 21:55
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Tindastóll 77-92 | Íslandsmeistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Tindastóls eru komnir aftur á sigurbraut eftir sigur á Breiðablik í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 2. nóvember 2023 21:50
„Þá föttuðum við allt í einu að við þurfum að spila af krafti varnarlega“ Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var kampakátur þegar hann kom til tals við blaðamann eftir sigur Stjörnunnar gegn toppliði Vals í 5. umferð Subway deildar karla. Körfubolti 2. nóvember 2023 21:36
„Ef maður kemur sér að hringnum munu góðir hlutir gerast“ Jordan Semple var stigahæsti maður Þórsara er liðið vann nauman fimm stiga sigur gegn nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 2. nóvember 2023 21:23
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 87-95 | Gulir unnu eftir æsispennandi endi Njarðvíkingar tóku á móti nágrönnum sínum í Grindavík þegar flautað var til leiks í fimmtu umferð Subway-deildarinnar í Ljónagryfjunni í kvöld. Fór það svo að Grindavík stóð uppi sem sigurvegari eftir magnaðan endasprett heimamanna. Körfubolti 2. nóvember 2023 21:10
Umfjöllun: Valur - Stjarnan 77-86 | Sjóðheitir Stjörnumenn steyptu Val úr toppsætinu Valur tók á móti Stjörnunni í 5. umferð Subway deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 77-86 gestasigri eftir sterkan seinni hálfleik hjá Stjörnunni. Valsmenn missa þar af leiðandi toppsætið í deildinni. Körfubolti 2. nóvember 2023 18:31
Mögulega á heimleið væri ekki fyrir tvær til þrjár sekúndur Í Subway Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið skapaðist umræða um bandarískan leikmann Keflvíkinga, Remy Martin en hann átti afleitan fjórða leikhluta gegn Stjörnunni í 4. umferð deildarinnar. Sport 30. október 2023 12:31
„Svo þegar þeir fara að dæma þá koma einhverjir algjörlega út úr hött dómar“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var harðorður í viðtali eftir leik liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, var sammála ummælum Viðars um dómara leiksins. Körfubolti 29. október 2023 13:01
Körfuboltakvöld: Pétur fer yfir hvernig Keflavík ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson hefur verið magnaður það sem af er tímabili í Subway-deild karla í körfubolta. Í síðasta þætti Körfuboltakvölds var rætt við Pétur Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur, og farið yfir hvernig hann ætlaði að reyna stöðva Ægi Þór. Körfubolti 29. október 2023 08:00
Körfuboltakvöld um bekkjarglens Maté: „Settu báða Finnana á bekkinn“ „Hann endaði með 29 stig, níu þriggja stiga körfur. Þetta er alvöru skotmaður,“ sagði Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi Körfuboltakvölds, um Osku Simana Heinonen sem hóf óvænt leik Hauka og Hamars á varamannabekknum. Það og viðtal Maté Dalmay, þjálfara Hauka, var til umræðu í síðasta þætti. Körfubolti 28. október 2023 23:16
Fóru yfir frábæran feril Helga en Teitur fagnar því að fá loksins fersk egg Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Íslandsmeistara Tindastóls, lagði skóna á hilluna á dögunum eftir 22 ára feril með Stólunum. Strákarnir í Körfuboltakvöldi ræddu um magnaðan feril Helga í síðasta þætti og Teitur Örlygsson fagnar því að fá loksins fersk svartfuglsegg á ný. Körfubolti 28. október 2023 12:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Valur 75-84 | Valsmenn sóttu sigur á Krókinn Valur hafði betur gegn Íslandsmeisturum Tindastóls í Síkinu á Sauðárkróki í stórleik helgarinnar í Subway-deild karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 27. október 2023 22:15
Valsmenn geta unnið fimmta leikinn í röð í Síkinu í kvöld Fjórða umferð Subway deildar karla í körfubolta lýkur í kvöld með risaleik Íslandsmeistara Tindastóls og bikarmeistara Vals í Síkinu á Sauðárkróki. Það er óhætt að Valsmönnum hafi gengið vel í Síkinu síðustu tólf mánuði. Körfubolti 27. október 2023 14:31
Viðar Örn: Sáttur við frammistöðu Hattar en ekki dómaranna Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, lýsti ánægju með margt í leik síns liðs þrátt fyrir 83-84 tap fyrir Þór Þorlákshöfn á Egilsstöðum í kvöld. Hann var hins vegar ósáttari við dómara leiksins. Körfubolti 26. október 2023 22:52
Umfjöllun og viðtal: Höttur - Þór Þorl. 83-84 | Þriðji sigur Þórs í röð Þór Þorlákshöfn hefur unnið þrjá leiki í röð úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í kvöld var röðin komin að Hetti á Egilsstöðum sem Þór vann 83-84. Höttur gat jafnað með vítaskoti í lokin. Körfubolti 26. október 2023 22:15
„Fokkið þið ykkur, ég ætla að vera með 30 stiga mann á bekknum“ Það má svo sannarlega segja að Mate Dalmay, þjálfari Hauka, hafi verið hinn hressasti eftir sigur gegn sínum fyrrum lærisveinum í Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 26. október 2023 21:53
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 87-81 | Stjarnan með endurkomusigur í Garðabæ Eftir að hafa lent nítján stigum undir í fyrri hálfleik sneri Stjarnan taflinu við í seinni hálfleik og vann að lokum sex stiga sigur 87-81. Körfubolti 26. október 2023 21:52
„Grýtum frá okkur boltanum statt og stöðugt“ Eftir ágætan fyrsta leikhluta gegn Grindvíkingum fjaraði hratt undan leik Breiðabliks í kvöld og Blikar þurftu að lokum að sætta sig við 30 stiga tap, 115-85. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sáttur við hversu mörgum boltum hans menn töpuðu í kvöld. Körfubolti 26. október 2023 21:44
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti