
Stjarnan og Keflavík minnkuðu forskot KR á toppnum
Stjarnan og Keflavík minnkuðu bæði forskot KR í tvö stig á toppi Iceland Express deildar karla í körfubolta eftir heimasigri í kvöld. Stjarnan vann 80-71 sigur á ÍR en Keflavík burstaði botnlið FSu með 40 stigum, 136-96.