Umfjöllun: Dramatískur sigur hjá Stjörnunni Henry Birgir Gunnarsson í Ásgarði skrifar 14. apríl 2011 20:55 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Valli Það verður ekkert af því að KR sópi Stjörnunni í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Stjörnumenn svöruðu fyrir sig á heimavelli í kvöld, unnu leikinn, 107-105, og jöfnuðu þar með einvígið í 1-1. Jovan Zdraveski hefur oft gert það gott í svörtu sokkunum í Ásgarði og hann mætti heldur betur tilbúinn í gær. Raðaði niður körfunum, reif niður sóknarfráköst og gerði KR-ingum almennt lífið leitt. Á sama tíma voru KR-ingar kaldir fyrir utan þriggja stiga línuna en skotin þeirra voru afar léleg. Dómarar síðasta leik voru arfaslakir en þeir Sigmundur Herbertsson og Björgvin Rúnarsson voru með allt aðra og betri línu. Leikurinn fékk því að fljóta. Leiddir af Jovan í stuði voru heimamenn í ágætri stöðu eftir fyrsta leikhlutann, 26-20. Marcus Walker lifnaði við í öðrum leikhluta og hreinlega tók yfir leikinn. Einn og óstuddur kom hann KR inn í leikinn og síðan yfir. Liðin héldust í hendur út annan leikhlutann og þegar flautað var til leikhlés munaði aðeins tveimur stigum á liðinum, 54-52. Jovan var bestur hjá Stjörnunni með 17 stig í hálfleiknum og Justin ágætur með 10. Marcus Walker var í sérflokki hjá KR og skoraði 24 stig í hálfleiknum. KR var alls ekki að spila vel og algjörlega Walker að þakka að liðið var inn í leiknum í hálfleik. Spennan hélt áfram í þriðja leikhluta. Stjarnan var með frumkvæðið en KR elti. Aldrei munaði miklu á liðunum en bæði lið að hitta vel og mikið skorað. Þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan enn með tveimur stigum, 81-79. Það voru gríðarlega mikil og hörð átök í fjórða leikhluta og lá við að syði upp úr. Skal engan undra þar sem það var mikið undir. Sem fyrr var Stjarnan skrefi á undan en KR neitaði að láta sig hverfa. Þegar þrjár mínútur voru eftir fékk Jovan sína fimmtu villu og Pavel jafnaði með þriggja stiga skoti, 97-97 og allt á suðupunkti. Þegar ein mínúta var eftir skoraði Daníel afar huggulegu körfu fyrir Stjörnuna með sniðskoti. 104-99 og KR með bakið upp við vegginn. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, tók þá leikhlé. Brynjar Þór skoraði þá úr þriggja stiga skoti langt fyrir utan. 104-102. Walker fékk í kjölfarið sína fimmtu villu og Shouse fór á línuna. Hann var öruggur þar og setti niður bæði skotin. KR gafst ekki upp og Brynjar minnkaði muninn á ný þegar 32 sekúndur voru eftir, 106-104. Fannar Helgason fór næst á línuna fyrir Stjörnuna og klúðraði báðum skotunum. Stjörnumenn brutu á Brynjari þegar 16 sekúndur voru eftir. Brynjar klúðraði fyrra vítinu en setti það seinna niður. 106-105. KR setti Lindmets næst á línuna þegar 11 sekúndur voru eftir. Hann setti niður annað skotið. KR fékk tækifæri til þess að jafna eða klára leikinn. Pavel tók þriggja stiga skot sem misheppnaðist algjörlega. Var langt frá. Garðbæingar fönguðu eins og óðir væru í kjölfarið sætum sigri. Stjarnan-KR 107-105 (54-52)Stjarnan: Jovan Zdravevski 25/8 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 22/5 fráköst/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 19/7 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 15/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 11, Fannar Freyr Helgason 10, Kjartan Atli Kjartansson 3, Guðjón Lárusson 2.KR: Marcus Walker 34/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 32, Finnur Atli Magnússon 13/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/14 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 6/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Sjá meira
Það verður ekkert af því að KR sópi Stjörnunni í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Stjörnumenn svöruðu fyrir sig á heimavelli í kvöld, unnu leikinn, 107-105, og jöfnuðu þar með einvígið í 1-1. Jovan Zdraveski hefur oft gert það gott í svörtu sokkunum í Ásgarði og hann mætti heldur betur tilbúinn í gær. Raðaði niður körfunum, reif niður sóknarfráköst og gerði KR-ingum almennt lífið leitt. Á sama tíma voru KR-ingar kaldir fyrir utan þriggja stiga línuna en skotin þeirra voru afar léleg. Dómarar síðasta leik voru arfaslakir en þeir Sigmundur Herbertsson og Björgvin Rúnarsson voru með allt aðra og betri línu. Leikurinn fékk því að fljóta. Leiddir af Jovan í stuði voru heimamenn í ágætri stöðu eftir fyrsta leikhlutann, 26-20. Marcus Walker lifnaði við í öðrum leikhluta og hreinlega tók yfir leikinn. Einn og óstuddur kom hann KR inn í leikinn og síðan yfir. Liðin héldust í hendur út annan leikhlutann og þegar flautað var til leikhlés munaði aðeins tveimur stigum á liðinum, 54-52. Jovan var bestur hjá Stjörnunni með 17 stig í hálfleiknum og Justin ágætur með 10. Marcus Walker var í sérflokki hjá KR og skoraði 24 stig í hálfleiknum. KR var alls ekki að spila vel og algjörlega Walker að þakka að liðið var inn í leiknum í hálfleik. Spennan hélt áfram í þriðja leikhluta. Stjarnan var með frumkvæðið en KR elti. Aldrei munaði miklu á liðunum en bæði lið að hitta vel og mikið skorað. Þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan enn með tveimur stigum, 81-79. Það voru gríðarlega mikil og hörð átök í fjórða leikhluta og lá við að syði upp úr. Skal engan undra þar sem það var mikið undir. Sem fyrr var Stjarnan skrefi á undan en KR neitaði að láta sig hverfa. Þegar þrjár mínútur voru eftir fékk Jovan sína fimmtu villu og Pavel jafnaði með þriggja stiga skoti, 97-97 og allt á suðupunkti. Þegar ein mínúta var eftir skoraði Daníel afar huggulegu körfu fyrir Stjörnuna með sniðskoti. 104-99 og KR með bakið upp við vegginn. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, tók þá leikhlé. Brynjar Þór skoraði þá úr þriggja stiga skoti langt fyrir utan. 104-102. Walker fékk í kjölfarið sína fimmtu villu og Shouse fór á línuna. Hann var öruggur þar og setti niður bæði skotin. KR gafst ekki upp og Brynjar minnkaði muninn á ný þegar 32 sekúndur voru eftir, 106-104. Fannar Helgason fór næst á línuna fyrir Stjörnuna og klúðraði báðum skotunum. Stjörnumenn brutu á Brynjari þegar 16 sekúndur voru eftir. Brynjar klúðraði fyrra vítinu en setti það seinna niður. 106-105. KR setti Lindmets næst á línuna þegar 11 sekúndur voru eftir. Hann setti niður annað skotið. KR fékk tækifæri til þess að jafna eða klára leikinn. Pavel tók þriggja stiga skot sem misheppnaðist algjörlega. Var langt frá. Garðbæingar fönguðu eins og óðir væru í kjölfarið sætum sigri. Stjarnan-KR 107-105 (54-52)Stjarnan: Jovan Zdravevski 25/8 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 22/5 fráköst/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 19/7 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 15/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 11, Fannar Freyr Helgason 10, Kjartan Atli Kjartansson 3, Guðjón Lárusson 2.KR: Marcus Walker 34/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 32, Finnur Atli Magnússon 13/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/14 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 6/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti