Þór og Skallagrímur áfram Þór frá Akureyri og Skallagrímur í Borgarnesi tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Poweradebikarsins í körfubolta. Borgnesingar lögðu Stjörnuna naumlega á heimavelli 87-84 eftir framlengdan leik og Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Keflvíkinga suður með sjó 90-80. Körfubolti 20. september 2007 23:25
Poweradebikarinn hefst í kvöld Nú er körfuboltavertíðin hér heima að hefjast á fullu og í kvöld verða spilaðir tveir fyrstu leikirnir í Poweradebikarnum í karlaflokki. Keflavík fær Þór Akureyri í heimsókn og Skallagrímur og Stjarnan eigast við í Borgarnesi. Leikirnir hefjast klukkan 19:15. Annað kvöld fara fram tveir leikir þar sem ÍR mætir Fjölni og Hamar tekur á móti Tindastól. Körfubolti 20. september 2007 18:20
Auðvelt hjá ÍR og KR Tveir leikir fóru fram á Reykjavíkurmótinu í körfubolta í gærkvöldi og voru þeir ekki sérlega spennandi. KR-ingar völtuðu yfir Fjölni á útivelli 111-72 og ÍR vann sannfærandi sigur á Val 91-61 í Seljaskóla. Körfubolti 12. september 2007 09:41
Á alveg eins von á að vera bara á Íslandi "Ég fékk dálítið af fyrirspurnum frá öðrum félögum en ég gaf það alltaf til kynna að KR væri fyrsti kostur hjá mér," sagði landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon í samtali við Vísi.is í dag - skömmu eftir að hann handsalaði samning um að leika með Íslandsmeisturum KR í körfubolta í vetur. Körfubolti 10. september 2007 16:40
Reykjavíkurmótið hófst í gær Reykjavíkurmótið í körfuknattleik hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum. ÍR-ingar lögðu Fjölni 95-92 þar sem ÍR tryggði sér sigurinn á síðustu sekúndum leiksins og KR-ingar unnu auðveldan sigur á Valsmönnum í Vodafone-höllinni 101-73. ÍR og Valur mætast í Seljaskóla í kvöld og Fjölnir tekur á móti KR í Grafarvogi. Leikirnir hefjast klukkan 19:15. Körfubolti 10. september 2007 12:45
Blikar lögðu Keflvíkinga Reykjanesmótið í körfubolta hófst með látum í gærkvöldi og þá fóru fram fjórir leikir, en mótinu lýkur á sunnudag. Breiðablik gerði sér lítið fyrir og lagði Keflavík í Vogum 86-81 þar sem Tony Cornett skoraði 42 stig fyrir Blika og Kristján Rúnar Sigurðsson 21. Jón Norðdal Hafsteinsson skoraði 15 stig fyrir Keflvíkinga. Körfubolti 7. september 2007 14:39
Reykjanesmótið í körfu hefst í dag Í dag hefst hið árlega Reykjanesmót í körfubolta og verður þetta stærsta mótið frá upphafi. KR-ingar taka nú þátt í mótinu í fyrsta sinn og þeir verða í eldlínunni í einum af þeim fjórum leikjum sem fram fara í kvöld. Grindavík og Haukar mætast í Sandgerði klukkan 19:00 og klukkan 20:30 mætast Reynir og Njarðvík á sama stað. Í Vogum leika svo Keflavík og Breiðablik klukkan 18:30 og KR og Stjarnan klukkan 20:15. Körfubolti 6. september 2007 14:35
Viljum hafa sem flesta KR-inga úti Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR hefur ekki áhyggjur af því þótt önnur félög á Íslandi séu að bera víkjurnar í Jakob Örn Sigurðarson og Helga Már Magnússon. Ef að þeir verða heima þá spila þeir með KR. Körfubolti 18. ágúst 2007 07:30
Benedikt bjartsýnn á komandi tímabil Benedikt Guðmundsson þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta, segir í samtali við Vísi.is að hann sé bjartsýnn á komandi leiktímabil. Benedikt segir undirbúningstímabilið vera komið á fullt og að liðin séu að undirbúa sig fyrir komandi átök. KR-ingar hafa fengið til sín nýja útlendinga sem að lofa góðu. Körfubolti 9. ágúst 2007 17:35
Spilar með KR í vetur ef ekkert breytist Helgi Már Magnússon, landsliðsmaður í körfubolta, gæti vel hugsað sér að spila með Íslandsmeisturum KR á næsta tímabili ef hann fær ekki freistandi tilboð erlendis frá. Körfubolti 4. ágúst 2007 07:30
Samdi við þýskt úrvalsdeildarlið Körfuknattleiksmaðurinn Jeb Ivey hefur samið við þýska félagið Goettingen. Félagið er nýliði í úrvalsdeildinni þar í landi. Ivey hefur verið einn besti leikmaður landsins undanfarin ár en hann hafði þegar ákveðið að fara frá Njarðvík. Körfubolti 21. júlí 2007 00:15
Keflvíkingar semja við Úkraínumann Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningi við 21 árs gamlan Úkraínumann að nafni Denis Ikovlev um að leika með liðinu í Express deildinni næsta vetur. Ikovlev lék með liði Nevada-Reno í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í fyrra og ku vera góður skotmaður. Þetta kemur fram á vef Keflavíkur í dag. Körfubolti 10. júlí 2007 16:58
Fjölnir og ÍBH Landsmótsmeistarar í körfubolta Karlalið Fjölnis og kvennalið ÍBH urðu í dag Landsmótsmeistarar í körfubolta í fyrsta skipti eftir sigra í úrslitaleikjum gegn liðum Keflavíkur. Kvennalið ÍBH vann öruggan sigur í sínum úrslitaleik, en framlengja þurfti karlaleikinn. Körfubolti 8. júlí 2007 18:45
Leikmaður Grindavíkur féll á lyfjaprófi Eftur viðureign Grindavíkur og Skallagríms þann 16. mars síðastliðinn í úrslitum Íslandsmótsins voru tekin lyfjapróf af fjórum leikmönnum liðanna. Einn þeirra, Sigurður F. Gunnarsson, leikmaður Grindavíkur, féll á lyfjaprófinu en hann viðurkenndi að hafa reykt kannabis sex dögum fyrir umræddan leik. Körfubolti 21. júní 2007 19:30
Zdravevski semur við KR Íslandsmeistarar KR í körfubolta hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin næsta vetur en félagið hefur náð samkomulagi við Makedóníumanninn Jovan Zdravevski hjá Skallagrími um að leika með liðinu næsta vetur. Í dag framlengdu KR-ingar svo samninga þeirra Fannars Ólafssonar og Pálma Sigurgeirssonar um þrjú ár. Körfubolti 22. maí 2007 17:24
Verð áfram í Keflavík Magnús Þór Gunnarsson hefur samið við Keflavík til eins árs en hann skoðaði það einnig vandlega að ganga til liðs við Snæfell. „Ætli Keflavíkurhjartað hafi ekki slegið hraðar en Snæfellshjartað að þessu sinni,“ sagði Magnús við Fréttablaðið. Körfubolti 15. maí 2007 00:01
Skrifaði undir hjá Blikum Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá hefur Breiðablik ráðið Einar Árna Jóhannsson, fyrrum þjálfara Njarðvíkur, sem þjálfara hjá sér. Einar Árni skrifaði undir samning við Blika í gær en hann mun þjálfa meistaraflokk félagsins ásamt að vera yfirþjálfari unglingaflokka hjá félaginu. Körfubolti 12. maí 2007 11:45
Einar Árni ráðinn þjálfari Breiðabliks Einar Árni Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur í körfuknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Breiðabliks. Greint var frá þessu á blaðamannafundi í dag. Körfubolti 11. maí 2007 16:06
Arnar Freyr og Jón Norðdal framlengja við Keflavík Leikstjórnandinn Arnar Freyr Jónsson hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Keflavíkur en hann hefur leikið með liðinu síðan árið 2000. Félagi hans Jón Norðdal Hafsteinsson hefur einnig framlengt við Keflvíkinga. Þetta kom fram á vef Keflavíkur í dag. Körfubolti 9. maí 2007 16:23
Teitur Örlygsson tekur við Njarðvík Teitur Örlygsson verður næsti þjálfari Njarðvíkinga í körfubolta. Teitur tekur við af Einari Árna Jóhannssyni sem hafði verið með liðið síðustu þrjú ár. Teitur skrifar undir tveggja ára samning við Njarðvíkinga á næstu dögum og sagðist í samtali við Víkurfréttir vera mjög spenntur fyrir verkefninu. Körfubolti 9. maí 2007 15:57
Mikill halli á rekstri KKÍ Fjármálastaða körfuknattleikssambands Íslands er fjarri því að vera í lagi sagði formaður sambandsins á ársþingi þess sem nú stendur yfir á Flúðum. Rekstrarhalli sambandsins á síðasta ári voru 14 milljónir króna. Körfubolti 5. maí 2007 18:56
Ég er opinn fyrir öllu Landsliðsfyrirliðinn og fyrirliði Keflavíkur, Magnús Þór Gunnarsson, segir ekki víst að hann verði áfram í herbúðum Keflvíkinga næsta vetur en Magnús er samningslaus. Körfubolti 5. maí 2007 10:45
Einar Árni hættur að þjálfa Njarðvík Nýkjörinn þjálfari ársins, Einar Árni Jóhannsson hjá Njarðvík, sagði starfi sínu lausu hjá félaginu í gær. Einar hefur þjálfað Njarðvíkinga í þrjú ár og gerði þá að Íslandsmeisturum í fyrra. Körfubolti 3. maí 2007 12:23
Stjarnan í úrslit Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum deildarbikarsins í handbolta með því að leggja Íslandsmeistara Vals 31-17 í öðrum leik liðanna. Framarar knúðu fram oddaleik gegn HK með 36-24 sigri í kvöld. Þau mætast í oddaleik í Digranesi á sunnudaginn. Handbolti 27. apríl 2007 21:38
Sigurður væntanlega áfram með Keflavík Þjálfaramál Keflvíkinga í körfuboltanum ráðst í kvöld eða fyrramálið. Sigurður Ingimundarsson verður væntanlega áfram þjálfari liðsins. Ný stjórn tók við á aðalfundi deildarinnar í gærkvöldi. Birgir Már Bragason tók við formennsku. Birgir staðfesti í samtali við Vísi að körfuknattleiksdeildin ætti í viðræðum við Sigurð. Körfubolti 27. apríl 2007 19:21
Ítarleg úttekt á tölfræðinni í IE deildinni Síðustu daga hefur verið að safnast inn á heimasíðu Körfuknattleikssambandsins ítarleg úttekt á efstu mönnum í öllum tölfræðiþáttum í Iceland Express deildinni í vetur. Þar kemur fram að Damon Baley frá Þór Þorlákshöfn var stigahæsti leikmaður deildarinnar með rúm 24 stig að meðaltali í leik. Stigahæsti Íslendingurinn var Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík með rúm 22 stig að meðaltali. Körfubolti 26. apríl 2007 16:22
Lykilmenn Grindavíkur framlengja samninga Nafnarnir Páll Axel Vilbergsson og Páll Kristinsson, landsliðsmenn í körfubolta, hafa skrifað undir nýja samninga við lið Grindavíkur í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Páll Axel samdi til þriggja ára en Páll Kristinsson skrifaði undir tveggja ára samning. Þá er ljóst að Friðrik Ragnarsson verður áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Körfubolti 21. apríl 2007 14:10
Ummæli leikmanna KR eftir sigurinn á Njarðvík Leikmenn KR voru að vonum hátt stefndir eftir að þeir höfðu tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld. Flestir töluðu þeir um að áhorfendur og karakterinn í liðinu hefði skilað því sigrinum. KR-ingur númer eitt, Einar Bollason, skrifaði sigurinn að mestu á Benedikt Guðmundsson þjálfara og sagði hann þann besta á landinu. Körfubolti 16. apríl 2007 23:31
Benedikt þakkaði stuðningsmönnunum "Þetta var auðvitað magnaður leikur og sama uppskrift og í síðustu leikjum þar sem við erum að elta allan tímann en komum svo sterkir inn í lokin. Það gildir að vera yfir þegar flautað er af," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR eftir að hans menn lönduðu Íslandsmeistaratitlinum í kvöld. Körfubolti 16. apríl 2007 22:55
KR-ingar Íslandsmeistarar KR tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir dramatískan 83-81 sigur á Njarðvík í framlengdum fjórða leik liðanna í vesturbænum . KR hafði aldrei forystu í venjulegum leiktíma, en hafði betur frá fyrstu mínútu í framlengingunni og vann því einvígið 3-1. Tyson Patterson hjá KR var kosinn verðmætasti leikmaðurinn í úrslitaeinvíginu. Körfubolti 16. apríl 2007 21:58