Umfjöllun: Taugar Snæfells sterkari í Vesturbænum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. apríl 2010 18:20 Mynd/Daníel Mynd/Daníel Snæfell er komið í lykilstöðu í einvíginu gegn KR eftir annan sigur í DHL-höllinni. Að þessu sinni með fjórum stigum, 77-81. Það var troðfullt í DHL-höllinni, eða Hamborgarahöllinni eins og gárungarnir eru farnir að kalla heimavöll KR, þegar leikurinn hófst eftir nokkra seinkun vegna vandræða með stigatöfluna. Það róaði ekki leikmenn liðanna sem mættu æstir til leiks og slógust um hvern einasta bolta á vellinum. Morgan Lewis í miklum ham í liði KR en Jón Ólafur sterkastur í liði Snæfells. Liðin héldust í hendur lungann úr leikhlutanum en Snæfell skrefi framar og leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhlutann, 19-23. Bæði líð spiluðu agressíva og sterka vörn og báðum liðum gekk illa að skora. Það var ekkert ókeypis inn í teig og þriggja stiga hittni beggja liða var sorglega léleg. Samtals hittu liðin úr þremur af 20 þriggja stiga skotum í hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum en Snæfell nýtti sér ein af mörgum mistökum Tommy Johnson til þess að skora síðustu stig leiksins. Snæfell fimm stigum yfir í hálfleik, 35-40. Þetta var furðulegur leikur að mörgu leyti. Lykilleikmenn beggja liða að spila frekar illa og kappið var klárlega að bera fegurðina ofurliði að þessu sinni. Martins Berkins kann greinilega vel við sig í DHL-höllinni því hann fór að setja niður þrista og Hlynur Bæringsson var drjúgur sem fyrr. Hjá KR voru lykilmenn ekki að finna sig eins og svo oft áður og sérstaklega saknar KR enn almennilegs framlags frá Brynjari. Stuðningsmenn KR, Miðjan, reyndi sitt besta til þess að syngja sína menn í gang, jákvæður stuðningur sem var til fyrirmyndar. Þessi stuðningur fór vel í Tommy Johnson sem byrjaði að spila eins og maður um leið og hann fann stuðning úr stúkunni. Sú rispa stóð reyndar afar stutt yfir. KR skrefi á undan þegar aðeins einn leikhluti var eftir, 65-62. Leikmenn virtust vera að fara á taugum í lokaleikhlutanum því aðeins voru skoruð 5 stig á fyrstu 5 mínútum leikhlutans. Boltinn vildi bara ekki fara ofan í körfuna. Þá tók Berkins upp á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur og koma Snæfelli yfir. Þessar tvær körfur svo gott sem unnu leikinn er upp var staðið. KR hitti ekkert og var aðeins búið að skora 7 stig í leikhlutanum þegar mínúta var eftir. KR fékk tvö tækifæri í lokin til þess að jafna eða sigra leikinn en Morgan Lewis brást bogalistin í bæði skiptin. KR þarf því að fara í Hólminn á mánudag og sækja annan sigur. Annars eru meistararnir komnir í frí. KR-Snæfell 77-81 KR: Morgan Lewis 29/10 fráköst, Finnur Atli Magnússon 13/6 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 10/4 fráköst, Fannar Ólafsson 9/5 fráköst, Tommy Johnson 7, Pavel Ermolinskij 7/11 fráköst/9 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 2. Snæfell: Hlynur Bæringsson 19/15 fráköst/3 varin skot, Martins Berkis 15/4 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 10, Sean Burton 10/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Páll Fannar Helgason 5, Sigurður Á. Þorvaldsson 3/6 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
Snæfell er komið í lykilstöðu í einvíginu gegn KR eftir annan sigur í DHL-höllinni. Að þessu sinni með fjórum stigum, 77-81. Það var troðfullt í DHL-höllinni, eða Hamborgarahöllinni eins og gárungarnir eru farnir að kalla heimavöll KR, þegar leikurinn hófst eftir nokkra seinkun vegna vandræða með stigatöfluna. Það róaði ekki leikmenn liðanna sem mættu æstir til leiks og slógust um hvern einasta bolta á vellinum. Morgan Lewis í miklum ham í liði KR en Jón Ólafur sterkastur í liði Snæfells. Liðin héldust í hendur lungann úr leikhlutanum en Snæfell skrefi framar og leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhlutann, 19-23. Bæði líð spiluðu agressíva og sterka vörn og báðum liðum gekk illa að skora. Það var ekkert ókeypis inn í teig og þriggja stiga hittni beggja liða var sorglega léleg. Samtals hittu liðin úr þremur af 20 þriggja stiga skotum í hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum en Snæfell nýtti sér ein af mörgum mistökum Tommy Johnson til þess að skora síðustu stig leiksins. Snæfell fimm stigum yfir í hálfleik, 35-40. Þetta var furðulegur leikur að mörgu leyti. Lykilleikmenn beggja liða að spila frekar illa og kappið var klárlega að bera fegurðina ofurliði að þessu sinni. Martins Berkins kann greinilega vel við sig í DHL-höllinni því hann fór að setja niður þrista og Hlynur Bæringsson var drjúgur sem fyrr. Hjá KR voru lykilmenn ekki að finna sig eins og svo oft áður og sérstaklega saknar KR enn almennilegs framlags frá Brynjari. Stuðningsmenn KR, Miðjan, reyndi sitt besta til þess að syngja sína menn í gang, jákvæður stuðningur sem var til fyrirmyndar. Þessi stuðningur fór vel í Tommy Johnson sem byrjaði að spila eins og maður um leið og hann fann stuðning úr stúkunni. Sú rispa stóð reyndar afar stutt yfir. KR skrefi á undan þegar aðeins einn leikhluti var eftir, 65-62. Leikmenn virtust vera að fara á taugum í lokaleikhlutanum því aðeins voru skoruð 5 stig á fyrstu 5 mínútum leikhlutans. Boltinn vildi bara ekki fara ofan í körfuna. Þá tók Berkins upp á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur og koma Snæfelli yfir. Þessar tvær körfur svo gott sem unnu leikinn er upp var staðið. KR hitti ekkert og var aðeins búið að skora 7 stig í leikhlutanum þegar mínúta var eftir. KR fékk tvö tækifæri í lokin til þess að jafna eða sigra leikinn en Morgan Lewis brást bogalistin í bæði skiptin. KR þarf því að fara í Hólminn á mánudag og sækja annan sigur. Annars eru meistararnir komnir í frí. KR-Snæfell 77-81 KR: Morgan Lewis 29/10 fráköst, Finnur Atli Magnússon 13/6 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 10/4 fráköst, Fannar Ólafsson 9/5 fráköst, Tommy Johnson 7, Pavel Ermolinskij 7/11 fráköst/9 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 2. Snæfell: Hlynur Bæringsson 19/15 fráköst/3 varin skot, Martins Berkis 15/4 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 10, Sean Burton 10/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Páll Fannar Helgason 5, Sigurður Á. Þorvaldsson 3/6 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira