
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 75-65 | 1-1 í einvíginu
KR vann frábæran sigur, 75-65, á Keflavík í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og jafnaði þar með einvígið 1-1. Sigrún Sjöfn Ámundardóttir gerði 19 stig fyrir KR og átti frábæran leik. Pálína Gunnlaugsdóttir og Jessica Ann Jenkins voru einu leikmenn Keflavíkur sem léku á pari en þær gerðu báðar 19 stig.