Bónus-deild kvenna

Bónus-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Unndór hættir með kvennalið Njarðvíkur

    Unndór Sigurðsson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari meistaraflokks kvenna en hann hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú tímabil eða síðan að meistaraflokkur kvenna var endurvakinn hjá félaginu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Metið hennar Olgu Færseth lifði af áhlaup Unnar Töru

    KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir átti frábær lokaúrslit þegar KR-konur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvennakörfunni. Unnur Tara skoraði 20 af 27 stigum sínum í seinni hálfleik í oddaleiknum og var á endanum aðeins einu stigi frá því að jafna metið yfir flest stig skoruð í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kristrún: Stolt í svona liði

    „Það er ekki hægt að segja neitt annað en maður er stoltur að vera í svona liði. Þetta voru flottir leikir og flottar viðureignir á móti Keflavík en við vorum bara óheppnar að þetta datt ekki með okkur í dag," sagði Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Hamars, eftir tap gegn KR í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Unnur Tara: Betra liðið tók þetta að lokum

    „Þetta er ólýsanlegt. Ég er mjög ánægð hvernig við komum til baka í þriðja leikhluta og æðislegt að klára þetta dæmi hér í kvöld," sagði Unnur Tara Jónsdóttir, leikmaður KR, eftir að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Tröllatvenna Juliu vó þungt er Hamar tryggði sér oddaleik

    Hamar vann 81-75 sigur á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í frábærum leik í Hveragerði í dag. KR gat orðið Íslandsmeistari með sigri en nú fer Íslandsbikarinn örugglega á loft á þriðjudaginn þar sem liðin spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Unnur Tara aðeins einu stigi frá stigameti Íslendings

    KR-ingurinn Unnur Tara Jónsdóttir átti frábæran leik í 83-61 sigri KR á Hamar í DHL-höllinni í gær í þriðja leik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Unnur Tara skoraði 33 stig í leiknum og hitti úr 13 af 19 skotum sínum sem er mögnuð skotnýting í svona mikilvægum leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt: Bættum vörnina í seinni hálfleik

    Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, er ekki byrjaður að fagna þó liðið sé komið í bílstjórasætið í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. KR vann Hamar örugglega í kvöld og er komið í 2-1 í einvíginu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sagan segir að sigurvegarinn í DHL-höllinni í kvöld verði meistari

    KR og Hamar mætast í kvöld þriðja leik sínum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Leikurinn fer fram í DHL-höll þeirra KR-inga og hefst klukkan 19.15. Staðan í einvíginu er 1-1 eftir að útiliðin hafa unnið tvo fyrstu leikina og skipts á því að rústa hvoru öðru í frákastabaráttunni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR-konur unnu sannfærandi sigur í Hveragerði og jöfnuðu einvígið

    KR-konur unnu til baka heimavallarréttinn með sannfærandi tólf stiga sigri á Hamar, 69-81 í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild kvenna í körfubolta í Hveragerði í kvöld. Staðan er þar með 1-1 í einvíginu en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.

    Körfubolti