Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Gæsluvarðhald staðfest vegna meintrar nauðgunar

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni á sextugsaldri sem grunaður eru um að hafa nauðgað konu síðastliðinn föstudag. Maðurinn verður í gæsluvarðhaldi til 20. desember og á að gangast undir geðrannsókn á þessum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Sex ára fangelsi fyrir sveðjuárás

Hæstiréttur staðfesti í dag sex ára fangelsisdóm yfir Tindi Jónssyni fyrir tilraun til manndráps með því að hafa ráðist að mann vopnaður sveðju og höggvið í höfuð hans og líkama.

Innlent
Fréttamynd

Fangelsi og sekt fyrir ölvunarakstur og ranga skýrslugjöf

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í eins mánaðar fangelsi og til greiðslu 250 þúsund króna fyrir ölvunarakstur og fyrir að framvísa ökuskírteini annars manns þegar lögreglan hafði afskipti af honum. Þá var hann jafnfram sviptur ökuréttindum í fimm ár.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælendur fá skilorðsbundinn dóm

Héraðdsdómur Austurlands hefur dæmt sex breska ríkisborgara í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og tvo Breta í eins mánaðar fangelsi fyrir að hafa ruðst í heimildarleysi inn á skrifstofu verkfræðistofunnar Hönnunar á Reyðarfirði í sumar og gert þar tilraun til að svipta starfsmenn frelsi sínu.

Innlent
Fréttamynd

Fær 23 milljónir vegna mistaka í brjóstastækkunaraðgerð

Tveir læknar voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða konu rúmar tuttugu og þrjár milljónir króna í bætur vegna mistaka í aðgerð. Konan fór í brjóststækkunaraðgerð en á meðan á aðgerðinni stóð hætti hún að anda og fékk hjartastopp.

Innlent
Fréttamynd

Fékk snöru til að hengja sig með í jólagjöf

Karlmaður um fertugt var í dag dæmdur í tveggja mánaða fangelsik í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að reyna að aka á fyrrverandi eiginkonu sína. Maðurinn reyndi tvívegis að aka á konuna. Konan fékk jólagjöf frá manninum um síðustu jól en í pakkanum var snara til að hengja sig með.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir peningafölsun

Þrír karlmenn voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystara fyrir peningafölsun. Einn mannanna var einnig dæmdur fyrir þjófnað og annar fyrir vörslu fíkniefna. Þeir notuðu falsaðan fimm þúsund króna seðil í Bónusvídeó á Akureyri. Mennirnir eru á aldrinum sextán til tuttugu og eins árs.

Innlent
Fréttamynd

Rúmenar dæmdir fyrir hraðbankasvindl

Tveir Rúmenar voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að hafa sett upp leynilegan afritunarbúnað á hraðbanka til að afrita banka- og greiðslukortanúmera viðskiptavina. Annar mannanna fékk tólf mánaða fangelsisdóm en hinn átta.

Innlent
Fréttamynd

Landspítalinn sýknaður af skaðabótakröfu

Landspítali-Háskólasjúkrahús var í dag sýknað, í Héraðsdómi Reykjavíkur, af skaðabótakröfu konu sem taldi sig hafa hlotið skaða við mistök lækna er gerðu á henni brjósklosaðgerð.

Innlent
Fréttamynd

Ógnaði starfsfólki með öxi

Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir vopnað rán í lyfjaversluninni Apótekaranum. Fyrir viku var karlmaður á þrítugsaldri dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir vopnað rán í sama apótek.

Innlent
Fréttamynd

Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag árs fangelsisdóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot. Maðurinn hlaut dóminn í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars á þessu ári, fyrir að hafa haft samræði eða önnur kynferðismök við konu á meðan hún gat ekki spornað við verknaðinum, sökum ölvunar og svefndrunga. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða konunni 600.000 krónur í skaðabætur.

Innlent
Fréttamynd

Greiðir rúma hálfa milljón fyrir umferðarlagabrot

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt mann til að greiða 540 þúsund krónur í sekt fyrir margvísleg og ítrekuð umferðarlagabrot, sem hann framdi víðsvegar um Vestfirði í sumar. Mun þetta vera einhver hæsta sekt fyrir umferðarlagabrot sem um getur.

Innlent
Fréttamynd

Fékk þrjátíu daga í fangelsi fyrir að hafa fíkniefni innvortis

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á hassi. Maðurinn var handtekinn við komuna frá Spáni hingað til lands í lok ágúst en hann hafði 219,69 grömm af hassi innvortis. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða 92.190 krónur í sakarkostnað.

Innlent
Fréttamynd

Gekk ítrekað í skrokk á barnsmóður sinni

Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sjö mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárásir á fyrrum sambýliskonu sína og barnsmóður. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir húsbrot, brot á nálgunarbanni og fíkniefnalagabrot. Hann var sýknaður af vopnalagabroti.

Innlent
Fréttamynd

Fékk árs fangelsi fyrir árás á lögregluþjón

Karlmaður var í dag dæmdur í árs fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að ráðast á lögregluþjón við skyldustörf og veita honum áverka. Hann var jafnframt dæmdur fyrir vörslu fíkniefna og að til að sæta upptöku þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Fimm sinnum tekinn fullur á tæpum tveimur mánuðum

Hæstiréttur Íslands dæmi í dag karlmann á fimmtugsaldri í átján mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur. Maðurinn ók bifreið sinni undir áhrifum áfengis og var sviptur ökurétti fimm sinnum á tímabilinu frá 5. desember 2005 til 21. janúar 2006.

Innlent
Fréttamynd

Vilja breyta lögum ef þörf er á

Þingmenn Samfylkingarinnar hafa beðið um fund í allsherjarnefnd til að ræða alvarlegar ásakanir um að réttarstaða barna hafi verið fyrir borð borin með mistökum í lagasetningu og skýrslutökum í dómshúsi en ekki í Barnahúsi. Helgi I. Jónsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur vísar gagnrýni forstjóra Barnaverndarstofu til föðurhúsanna og segir umdeilt hvort Barnahús geti talist hlutlaus vettvangur fyrir skýrslutöku á börnum sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Vilja dómsmálaráðherra fyrir nefndina

Að ósk þriggja fulltrúa Samfylkingarinnar í alsherjanefnd mun nefndin koma saman, þriðjudaginn þann 5. september, til að funda um það ófremdarástand sem er í fangelsismálum landsins. Þar munu fulltrúarnir fara fram á að dómsmálaráðherra verði kallaður á fund nefndarinnar enda telji þeir hann ábyrgan fyrir ástandinu.

Innlent
Fréttamynd

Strokufanga leitað

Lögregla leitar enn fanga sem strauk úr læknisheimsókn á þriðjudag. Fanginn, sem var vistaður á Litla Hrauni, heitir Hilmar Ragnarsson og er 43 ára. Hann komst undan lögreglu með því að smeygja sér út um glugga á salerni. Hilmar er dökkhærður og grannvaxinn og var klæddur í dökka úlpu, dökkar buxur og ljósa skó. Þeir sem verða varir við hann eru beðnir að hringja í lögregluna í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Penguin kaupir Forðist okkur

Hin virta bókaútgáfa Penguin hefur gengið frá samningi við JPV um útgáfu á bókinni Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson. Penguin kaupir útgáfurétt fyrir bókina á ensku fyrir allan heiminn að Íslandi undanskildu. Forðist okkur kom út á síðasta ári, sett var upp leikrit eftir bókinni sem Hugleikur hlaut Grímuverðlaunin fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Fimm í haldi í strippbúllustríði

Fimm voru handteknir á skemmtistaðnum Bóhem í Reykjavík laust eftir miðnætti í gærkvöldi. Þeir héldu starfsfólki staðarins í gíslingu. Lögreglan auk sérsveitarmanna handtók mennina sem eru enn í haldi.

Innlent