Gripinn með 13 kíló af hassi við komuna í Norrænu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2019 22:17 Norræna. Fréttablaðið/GVA Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var við komuna um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn. Var hann gripinn með þrettán kíló af hassi. Tollverðir lögðu hald á efnin en við rannsókn málsins hjá lögreglu hefur komið fram að maðurinn hafi verið fenginn til að fara með Norrænu til Íslands frá Danmörku til að sækja sendingu sem maðurinn segir hafa átt að innihalda peninga. Átti förinni svo að vera heitið með Norrænu til Færeyja. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa verið viðstaddur þegar efnunum var komið fyrir í töskunum sem hann átti að flytja, án þess að gera sér grein fyrir hvað væri verið að koma fyrir í töskunum. Áður sagðist maðurinn hafa áttað sig á því að ekki væri um peninga að ræða er hann fann hvað töskurnar sem hann átti að flytja voru þungar. Hann hafi engu að síður ákveðið að halda áfram för. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að rannsókn lögreglu sé á lokametrunum og að meðal annars að hún telji að búið sé að sanna aðild Íslendinga að málinu. Verið sé að reyna að finna út hverjir tengist málinu og þurfi lögregla nokkura daga í viðbót til þess. Þá sé lögreglan í samstarfi við dönsk lögregluyfirvöld vegna málsins. Farið var fram á farbann vegna þess að óttast var að maðurinn myndi reyna að flýja land enda hafi hann enga tengingu við Ísland. Þá sé hann undir sterkum grun að hafa framið afbrot sem að lögum geti varðað allt að tólf ára fangelsi. Héraðsdómur féllst á farbannskröfuna en úrskurður dómsins var kærður til Landsréttar sem komst að sömu niðurstöðu og héraðsdómur. Þarf maðurinn að sæta farbanni allt til miðvikudagsins 17. apríl. Dómsmál Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóm Reykjavíkur yfir erlendum karlmanni sem handtekinn var við komuna um borð í Norrænu þann 8. janúar síðastliðinn. Var hann gripinn með þrettán kíló af hassi. Tollverðir lögðu hald á efnin en við rannsókn málsins hjá lögreglu hefur komið fram að maðurinn hafi verið fenginn til að fara með Norrænu til Íslands frá Danmörku til að sækja sendingu sem maðurinn segir hafa átt að innihalda peninga. Átti förinni svo að vera heitið með Norrænu til Færeyja. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa verið viðstaddur þegar efnunum var komið fyrir í töskunum sem hann átti að flytja, án þess að gera sér grein fyrir hvað væri verið að koma fyrir í töskunum. Áður sagðist maðurinn hafa áttað sig á því að ekki væri um peninga að ræða er hann fann hvað töskurnar sem hann átti að flytja voru þungar. Hann hafi engu að síður ákveðið að halda áfram för. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að rannsókn lögreglu sé á lokametrunum og að meðal annars að hún telji að búið sé að sanna aðild Íslendinga að málinu. Verið sé að reyna að finna út hverjir tengist málinu og þurfi lögregla nokkura daga í viðbót til þess. Þá sé lögreglan í samstarfi við dönsk lögregluyfirvöld vegna málsins. Farið var fram á farbann vegna þess að óttast var að maðurinn myndi reyna að flýja land enda hafi hann enga tengingu við Ísland. Þá sé hann undir sterkum grun að hafa framið afbrot sem að lögum geti varðað allt að tólf ára fangelsi. Héraðsdómur féllst á farbannskröfuna en úrskurður dómsins var kærður til Landsréttar sem komst að sömu niðurstöðu og héraðsdómur. Þarf maðurinn að sæta farbanni allt til miðvikudagsins 17. apríl.
Dómsmál Lögreglumál Norræna Seyðisfjörður Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira