Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. mars 2019 12:11 Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir áður en aðalmeðferðin hófst í morgun. Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins á hendur Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þær risu úr sætum og mótmæltu í flugvél Icelandair að morgni fimmtudagsins 26. maí 2016, að þeirra mati, ólögmætri brottvísun hælisleitandans Eze Okafor úr landi. Flugvélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Eze til Nígeríu en Jórunn og Ragnheiður sögðu líf Eze vera í raunverulegri hættu vegna ofsókna hryðjuverkahópsins Boko Haram. Fjallað var ítarlega um efni ákærunnar á Vísi í morgun. Fullur salur fólks hlýddi á aðalmeðferðina sem fór fram í sal 101 í Héraðsdómi en bekkirnir voru fjölskipaðir vinum, aðstandendum og félögum kvennanna í baráttunni fyrir réttindum hælisleitenda. Blaðamaður náði tali af Ragnheiði og Jórunni áður en aðalmeðferð hófst. Ragnheiður sagðist vera stressuð fyrir deginum og jafnframt hissa á að þetta væri allt saman að gerast í ljósi þess að það eru tæp þrjú ár liðin frá því atburðirnir gerðust. Hún segist hafa fengið áfall þegar ákæran barst bæði vegna þess hversu langur tími hafði liðið frá atburðunum en einnig vegna alvarleika ákæranna. Ragnheiður sagði að á þessum þremur árum sem hafi liðið frá atburðunum hafi mikið vatn runnið til sjávar í málaflokknum og að samfélagið sé mun meðvitaðra um réttindi hælisleitenda og viðhorfin að breytast. Hún bendir á að hælisleitendur sjálfir séu farnir að láta í sér heyra. Það sé breyting frá því sem áður var. Jórunn sagði að það veiti henni mikinn styrk að sjá að vinir sínir og félagar í baráttunni mættu til að sýna þeim stuðning. Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira
Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins á hendur Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þær risu úr sætum og mótmæltu í flugvél Icelandair að morgni fimmtudagsins 26. maí 2016, að þeirra mati, ólögmætri brottvísun hælisleitandans Eze Okafor úr landi. Flugvélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Eze til Nígeríu en Jórunn og Ragnheiður sögðu líf Eze vera í raunverulegri hættu vegna ofsókna hryðjuverkahópsins Boko Haram. Fjallað var ítarlega um efni ákærunnar á Vísi í morgun. Fullur salur fólks hlýddi á aðalmeðferðina sem fór fram í sal 101 í Héraðsdómi en bekkirnir voru fjölskipaðir vinum, aðstandendum og félögum kvennanna í baráttunni fyrir réttindum hælisleitenda. Blaðamaður náði tali af Ragnheiði og Jórunni áður en aðalmeðferð hófst. Ragnheiður sagðist vera stressuð fyrir deginum og jafnframt hissa á að þetta væri allt saman að gerast í ljósi þess að það eru tæp þrjú ár liðin frá því atburðirnir gerðust. Hún segist hafa fengið áfall þegar ákæran barst bæði vegna þess hversu langur tími hafði liðið frá atburðunum en einnig vegna alvarleika ákæranna. Ragnheiður sagði að á þessum þremur árum sem hafi liðið frá atburðunum hafi mikið vatn runnið til sjávar í málaflokknum og að samfélagið sé mun meðvitaðra um réttindi hælisleitenda og viðhorfin að breytast. Hún bendir á að hælisleitendur sjálfir séu farnir að láta í sér heyra. Það sé breyting frá því sem áður var. Jórunn sagði að það veiti henni mikinn styrk að sjá að vinir sínir og félagar í baráttunni mættu til að sýna þeim stuðning.
Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira
Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15