Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm í Landsréttarmálinu í mars Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 10:56 Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm í Landsréttarmálinu um miðjan mars. Vísir/EPA Þann 12. mars næstkomandi ræðst það hvort skipan dómara við hið nýja dómstig, Landsrétt, standist lög og ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu en þá kveður Mannréttindadómstóllinn í Strassburg upp dóm í málinu. RÚV greindi fyrst frá þessu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður manns sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot, vill að dómur umbjóðanda síns verði ómerktur í ljósi þess að ólöglega hefði verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur, dómara við Landsrétt, og fjögurra annarra. Hann segir að umbjóðandi sinn hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð af þessum sökum. Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Landsréttar í máli mannsins í maí á síðasta ári og staðfesti að Arnfríður hefði ekki verið vanhæf til að dæma í málinu. Vilhjálmur skaut málinu samstundis til Mannréttindadómstólsins en það þykir afar sjaldgæft hversu skjóta málsmeðferð málið hefur fengið en ástæðan fyrir er sögð alvarleg réttaróvissa sem gæti skapast vegna málsins. Íslenskir dómstólar hafa dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við hið nýja dómstig miskabætur og þá hefur íslenska ríkið greitt Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur. Arnfríður var ein þeirra fjögurra dómara af fimmtán sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði við Landsrétt þvert á tillögur hæfisnefndar. Þá var skipan dómara heldur ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Skipanin dómara í Landsrétt hefur verið harðlega gagnrýnd og varð meðal annars til þess að Samfylkingin og Píratar lögðu fram vantrauststillögu gegn Sigríði en hún stóð hana af sér. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00 Dómsmálaráðherra gaf skýrslu í Landsréttarmáli Þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu einnig skýrslu í máli tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt gegn íslenska ríkinu. 12. september 2018 14:00 Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Þann 12. mars næstkomandi ræðst það hvort skipan dómara við hið nýja dómstig, Landsrétt, standist lög og ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu en þá kveður Mannréttindadómstóllinn í Strassburg upp dóm í málinu. RÚV greindi fyrst frá þessu. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður manns sem dæmdur var í 17 mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot, vill að dómur umbjóðanda síns verði ómerktur í ljósi þess að ólöglega hefði verið staðið að skipan Arnfríðar Einarsdóttur, dómara við Landsrétt, og fjögurra annarra. Hann segir að umbjóðandi sinn hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð af þessum sökum. Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Landsréttar í máli mannsins í maí á síðasta ári og staðfesti að Arnfríður hefði ekki verið vanhæf til að dæma í málinu. Vilhjálmur skaut málinu samstundis til Mannréttindadómstólsins en það þykir afar sjaldgæft hversu skjóta málsmeðferð málið hefur fengið en ástæðan fyrir er sögð alvarleg réttaróvissa sem gæti skapast vegna málsins. Íslenskir dómstólar hafa dæmt þremur umsækjendum um stöðu dómara við hið nýja dómstig miskabætur og þá hefur íslenska ríkið greitt Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur. Arnfríður var ein þeirra fjögurra dómara af fimmtán sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra skipaði við Landsrétt þvert á tillögur hæfisnefndar. Þá var skipan dómara heldur ekki í samræmi við ráðleggingar sérfræðinga innan stjórnsýslunnar. Skipanin dómara í Landsrétt hefur verið harðlega gagnrýnd og varð meðal annars til þess að Samfylkingin og Píratar lögðu fram vantrauststillögu gegn Sigríði en hún stóð hana af sér.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00 Dómsmálaráðherra gaf skýrslu í Landsréttarmáli Þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu einnig skýrslu í máli tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt gegn íslenska ríkinu. 12. september 2018 14:00 Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Fagnar því að MDE vilji afgreiða Landsréttarmálið skjótt Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra segir íslensk stjórnvöld vinna að því að svara fyrirspurnum mannréttindadómstóls Evrópu. 29. júní 2018 14:00
Dómsmálaráðherra gaf skýrslu í Landsréttarmáli Þrír núverandi og fyrrverandi þingmenn gáfu einnig skýrslu í máli tveggja umsækjenda um dómaraembætti við Landsrétt gegn íslenska ríkinu. 12. september 2018 14:00
Ríkið dæmt til að greiða skaðabætur vegna skipanar dómara við Landsrétt Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða Jóni Höskuldssyni, héraðsdómara, fjórar milljónir króna í skaðabætur og 1,1 milljón króna í miskabætur vegna skipunar dómara við Landsrétt. 25. október 2018 13:47