Dagbjört hafnar því að hafa orðið manninum að bana Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir, sem er ákærð fyrir að bana tæplega sextugum karlmanni á heimili sínu í Bátavogi í Reykjavík í september í fyrra, neitar sök í málinu. Innlent 19. janúar 2024 13:39
Snuðuðu mann með heilaskaða um ellefu milljónir króna Tryggingafélagið TM mátti ekki skerða bætur til karlmanns sem slasaðist alvarlega á hestbaki. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi ósanngjarnt og óheiðarlegt af fyrirtækinu að bera fyrir sig kvittun fyrir fullnaðargreiðslu. Innlent 19. janúar 2024 09:04
Edda Björk komin til Íslands: „Ofboðslega þakklát fyrir allt fólkið mitt“ Edda Björk Arnardóttir er komin til Íslands. Eddu var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og flaug til Íslands samdægurs. Hún lenti seinnipartinn á Keflavíkurflugvelli og er nú á heimleið. Innlent 18. janúar 2024 17:46
Fylgir ráðum Sveins Andra og tekur aftur upp nafnið B5 Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B og Nýju vínbúðarinnar, upplýsir að skemmtistaðurinn muni notast við nafnið B5 á meðan deilt er um nafnið fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 18. janúar 2024 13:29
Trúnaðarupplýsingar fjölda fólks undir í málinu Formaður Lögmannafélags Íslands segir hart hafa verið gengið fram þegar lögregla fékk leyfi til að skoða öll gögn í síma lögmanns. Ósk hans um að vera viðstaddur þinghald var hafnað. Hann kallar eftir lagabreytingum. Innlent 18. janúar 2024 11:29
Leggjast yfir umdeilt gjald sem færðist aftur yfir á almenning Hæstiréttur ætlar að leggjast yfir deilur Landsvirkjunar við Landsnet um innheimtu Landsnets á svonefndu aflgjaldi. Héraðsdómur og Landsréttur hafa þegar úrskurðað gjaldið ólögmætt. Neytendur 18. janúar 2024 09:00
Má ekki vera viðstaddur mál lögmanns Eddu Bjarkar Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélags Íslands, mátti ekki vera viðstaddur þinghald í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ákvörðun var tekin um hvort lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fengi heimild til að skoða rafræn gögn í farsíma konu. Innlent 17. janúar 2024 18:45
Tekinn með dóp í Skeifunni en sagðist hafa grætt vel á vændi Karlmaður sem grunaður er um sölu og dreifingu fíkniefna sagðist í skýrslutöku hafa aflað mikils magns reiðufjár, sem fannst í fórum hans, með því að stunda vændi. Innlent 17. janúar 2024 15:44
Ákærður fyrir að brjótast inn í sumarhús og brenna það til kaldra kola Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir húsbrot og stórfelld eignaspjöll með því að brjótast inn í sumarhús og kveikja í því, með þeim afleiðingum að húsið brann til grunna. Innlent 17. janúar 2024 07:01
Talin hafa stolið lyfjum í vinnunni Kona, sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri, hefur verið ákærð fyrir að stela lyfjum af spítalanum. Innlent 16. janúar 2024 23:35
Dæmdur fyrir að ógna lífi dóttur, stjúpdóttur og barnsmóður sinnar Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot gegn dóttur, stjúpdóttur og barnsmóður sinni. Í ákæru segir að maðurinn hafi ógnað lífi, heilsu og velferð kvennanna, en mörg brota hans áttu sér stað á heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ. Innlent 16. janúar 2024 16:05
Hækkaði launin sín og lét fyrirtækið borga fyrir skilnaðinn Alessandro Era, Ítali sem kom að stofnun gæludýrafóðursverksmiðju hér á landi, hefur verið dæmdur til að greiða félagi á fimmta tug milljóna. Hann hækkaði til að mynda eigin laun um hálfa milljón á mánuði án heimildar og lét félagið greiða lögmannskostnað vegna eigin hjónaskilnaðar. Innlent 16. janúar 2024 14:16
Dæmdur fyrir að taka samfanga hálstaki Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt mann, sem afplánaði dóm á Sogni, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að ráðast á samfanga sinn með því að taka hann hálstaki og slegið hann með krepptum hnefa í andlitið. Innlent 15. janúar 2024 10:59
Sagt upp hjá Sinfó vegna orðsporsáhættu Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur verið dæmd til að greiða hljóðfæraleikara í sveitinni 3,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar árið 2022. Uppsögnin byggði á því að hann hefði verið borinn sökum um kynferðislega misnotkun og orðspor hljómsveitarinnar væri í hættu. Fimm ár voru þá liðin frá því rannsókn málsins var felld niður hjá héraðs- og ríkissaksóknara. Innlent 12. janúar 2024 07:00
Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. Innlent 11. janúar 2024 20:37
Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. Innlent 11. janúar 2024 17:30
Ákærðir fyrir að kýla mann og ræna hann Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og rán, með því að kýla mann á sextugsaldri í andlitið og ræna af honum síma og bíllyklum í félagi við annan mann. Innlent 11. janúar 2024 16:50
Ástarfundur á Ránargötu árið 1958 dregur dilk á eftir sér Karlmaður á sjötugsaldri hefur stefnt meintum systrum sínum og stjúpmóður til viðurkenningar þess að látinn maður sé faðir hans. Innlent 11. janúar 2024 13:25
Hafi reynt að fela dóp í stað þess að bjarga lífi konunnar Maður á þrítugsaldri, sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á Selfossi í apríl á síðasta ári, er talinn hafa spillt sönnunargögnum málsins áður en lögreglu var gert viðvart um andlátið. Innlent 10. janúar 2024 23:29
Útstunginn og blóðugur jógabolti lykilsönnunargagn Allt bendir til þess að Tómas Waagfjörð hafi reynt að verjast hnífaárás Steinþórs Einarssonar með jógabolta í íbúð á Ólafsfirði í október 2022. Steinþór hlaut átta ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Hann kannaðist ekkert við að jógabolti hefði komið við sögu í átökunum en boltinn var útstunginn og blóðugur. Innlent 10. janúar 2024 17:15
Dómari fór upp fyrir kröfur saksóknara og dómnum áfrýjað Verjandi Steinþórs Einarssonar, sem dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að verða Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október árið 2022, segir dóminn mikil vonbrigði og að honum verði áfrýjað. Athygli vekur að ákæruvaldið fór aðeins fram á fimm ára dóm. Innlent 10. janúar 2024 11:41
Átta ára fangelsi fyrir manndráp á Ólafsfirði Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður, hefur verið sakfelldur fyrir manndráp, með því að hafa stungið Tómas Waagfjörð, 47 ára, til bana á Ólafsfirði í október árið 2022. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi. Innlent 9. janúar 2024 16:45
Mátti reka ólétta konu Fyrirtæki, sem meðal annars rekur verslun í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum fyrrverandi starfsmanns, sem var rekin þegar hún var barnshafandi. Innlent 8. janúar 2024 17:01
Sættir sig ekki við bann eftir slóð gjaldþrota Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál manns sem var úrskurðaður í þriggja ára atvinnurekstrarbann í Landsrétti. Þrotabú einkahlutafélags sem maðurinn átti einn fór fram á bannið en lýstar kröfur í búið nema ríflega 300 milljónum króna. Viðskipti innlent 8. janúar 2024 14:30
Málskotsbeiðni hafnað og Björn fær ekki krónu Málskotsbeiðni Björns Þorlákssonar, í máli sem hann höfðaði á hendur ríkinu vegna uppsagnar hans úr starfi upplýsingafulltrúa Umhverfisstofnunar, hefur verið hafnað. Innlent 8. janúar 2024 11:18
Karl mátti ekki gefa konu sinni verðmætt aflandsfélag korter í þrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest riftun þrotabús Karls Emils Wernersson á ráðstöfun hans á hlutum í aflandsfélagi til Gyðu Hjartardóttur, sambýliskonu sinnar, skömmu áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Gyðu hefur verið gert að afhenda þrotabúinu hlutina, sem þrotabúið metur á ríflega 500 milljónir króna, að viðlögðum dagsektum. Innlent 6. janúar 2024 08:00
Ósátt með að maðurinn væri að rækta fíkniefni með annarri konu Par, karlmaður og kona, hafa hlotið fangelsisdóma í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna fíkniefnalagabrota og peningaþvættis vegna nokkurra mála. Innlent 5. janúar 2024 11:31
Fullnaðarsigur Slayer fimm árum eftir tónleikana í Laugardalnum Guðmundur Hreiðarsson Viborg og Félögin L Events ehf. og Lifandi Viðburðir ehf. þurfa að greiða þungarokkshljómsveitinni Slayer eftirstöðvar þóknunar sem sveitin var snuðuð um eftir að hún tróð upp á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sumarið 2018. Innlent 5. janúar 2024 11:08
Sprautaði kryddvökva úr heimagerðu vopni í andlit leigubílstjóra Karlmaður með langan sakaferill hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að brjóta á leigubílstjóra, sem og önnur minniháttar brot. Innlent 4. janúar 2024 14:34
Óboðinn í jarðarför fjölskyldumeðlims og var tilkynntur til lögreglu Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur úrskurðað að embætti ríkislögreglustjóra beri að veita manni aðgang að afriti símtals til neyðarlínunnar. Fyrir liggur að maðurinn er viðfang símtalsins, en í úrskurðinum kemur fram að hann hafi mætt óboðinn í jarðarför og dóttir hinnar látnu hafi tilkynnt hann til lögreglu vegna þess. Innlent 4. janúar 2024 13:28
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent