Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Svona komst lögreglan á snoðir um skútuna

Rannsóknarlögreglumaður, sem stjórnaði rannsókninni á skútumálinu svokallaða, útskýrði fyrir dómi á þriðjudag hvernig lögregla komst á snoðir um skútuna sem í fundust tæplega 160 kíló af hassi. Mennirnir voru handteknir í júní á þessu ári við Garðskagavita á Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

Flutningi þriggja ís­lenskra drengja til Noregs frestað

Flytja átti þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi í kvöld. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Fjölmennt lögreglulið var á vettvangi í kvöld á vegum sýslumanns og nokkuð umstang. Móðir drengjanna var handtekin en síðar sleppt og aðgerðinni frestað. 

Innlent
Fréttamynd

Skútumálið: Tapaði öllu með því að fara til Íslands

Jonaz Rud Vodder, einn sakborninga í skútumálinu svokallaða, segist sjá eftir því að hafa farið í verkefni til Íslands þar sem hann var beðinn um að kaupa og afhenda vistir til skipverjanna sem voru í skútunni sem var að flytja tæplega 160 kíló af hassi til Grænlands í júní á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Ók á 150 kíló­metra hraða og marga hringi í hring­torgum

Karlmaður hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Hann ók á 150 kílómetra hraða á klukkustund og beitti ýmsum brögðum til þess að komast undan laganna vörðum. Þá hrækti hann framan í lögregluþjón.

Innlent
Fréttamynd

Slösuð fyrir lífstíð eftir harkalegan árekstur í Ölfusi

Rúmlega sjötugur bandarískur karlmaður búsettur vestan hafs sætir ákæru fyrir að hafa sumarið 2021 ekið bíl Mazda CX-30 bíl í veg fyrir Chevrolet Malibu bíl á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar án þess að virða forgang sem gefin var til kynna með stöðvunarmerki.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af káfi í bú­staðar­ferð þar sem var orð gegn orði

Karlmaður hefur verið sýknaður af því að hafa þuklað á og kysst stúlku gegn vilja hennar í sumarbústaðarferð árið 2020. Fram kemur í dómi héraðsdóms Reykjavíkur að frásagnir beggja hafi verið trúverðugar en að ekki hafi tekist að færa nógu góðar sönnur fyrir brotinu og um væri að ræða orð gegn orði. 

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af ákæru um að brjóta á dóttur sinni yfir átta ára tímabil

Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Austurlands yfir manni sem var gefið að sök að nauðga og brjóta kynferðislega á dóttur sinni í nokkur skipti á árunum 2010 til 2018, þegar hún var sex til fjórtán ára gömul. Þessi brot áttu að hafa verið framin á heimili þeirra og í sumarbústað.

Innlent
Fréttamynd

Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leyni­hólfs

Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um nauðgun á gangstétt

Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir nauðgun sem átti sér stað um nótt árið 2021. Málið verður til umfjöllunar í Héraðsdómi Suðurlands.

Innlent
Fréttamynd

Grímur viðurkennir mistök lögreglu

Yf­ir­lög­regluþjónn viðurkennir að mistök hafi orðið þegar lögregla fann ekki blóðugan hníf, sem er líklegt morðvopn í manndrápsmáli sem varð í Drangahrauni þann sautjánda júní. Hnífurinn fannst í gær af dóttur hins látna á heimili þeirra, þar sem morðið var framið.

Innlent
Fréttamynd

Deila um leigutekjur Hreyfils fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni þriggja félaga sem eiga lóðina Fellsmúla 24-30 í Reykjavík í sameign með Hreyfli svf. um áfryjunarleyfi. Málið snýr að deilu félaganna um leigutekjur Hreyfils vegna hluta lóðarinnar, þar sem eldsneytisstöð Orkunnar hefur staðið um árabil.

Innlent