Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2024 12:31 Þórarinn Ingi er formaður atvinnuveganefndar, sem gerði breytingarnar á frumvarpinu. Vísir/Vilhelm Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Þetta var niðurstaða í máli Innness ehf. á hendur Samkeppniseftirlitinu. Tilefni málshöfðunar var sú að Samkeppniseftirlitið neitaði að verða við kröfu Innness um inngrip í háttsemi framleiðendafélaga. Samkeppnislögum kippt úr sambandi Með úrskurði í lok júlí þessa árs var kröfu Innness hafnað með vísan til þess að það væri ekki lengur á valdsviði Samkeppniseftirlitsins að grípa til íhlutunar gagnvart háttsemi framleiðendafélaga vegna undan-þáguheimilda sem settar hefðu verið með núgildandi búvörulögum. Breytingar á búvörulögum voru harðlega gangrýndar, sér í lagi vegna þess að með þeim var kjötafurðastöðvum gefin undanþága frá samkeppnislögum. Lögin gerðu til að mynda Kaupfélagi Skagfirðinga kleift að kaupa Kjarnafæði Norðlenska, án þess að kaupin kæmu til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Frumvarp þurfi að ræða þrisvar Í dómi Héraðsdóms Reykjvíkur, sem kveðinn var upp í dag, segir að í málinu hafi fyrst og fremst reynt á stjórnskipulegt gildi breytingarlaganna. Óumdeilt hafi verið með aðilum að lagasetning þessi hafi komið í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið myndi bregðast við erindi Inness frá 8. júlí 2024 um að láta málefni svonefndra framleiðendafélaga til sín taka í samræmi við heimildir þess samkvæmt samkeppnislögum. Úrlausnarefnið hafi fyrst og fremst verið hvort formskilyrði 44. greinar stjórnarskrárinnar hafi verið uppfyllt. Greinin hljómar svo: „Ekkert lagafrumvarp má samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi.“ Frumvarpið verði að vera það sama allan tímann Fræðimenn sem gefið hafa stjórnskipunarrétti gaum allt frá fjórða áratug 20. aldarinnar, frá því fyrir lýðveldisstofnun 1944, og til þessa árs hafi lýst þeirri afstöðu að þessum afdráttarlausa áskilnaði stjórnarskrárákvæðanna verði ekki fullnægt nema um sé að ræða sama frumvarpið við allar umræðurnar. Frumvarpinu megi ekki hafa verið breytt svo mjög í meðförum Alþingis að því hafi verið gjörbreytt eða á því gerðar svo gagngerar breytingar að í raun sé um nýtt frumvarp að ræða. Horft hafi verið til þess að við þær aðstæður hafi frumvarp ekki sætt þeirri meðferð af hálfu þingsins sem stjórnarskráin mæli fyrir um. Ótvírætt liggi fyrir að vissulega megi gera breytingar á frumvörpum eins og mýmörg dæmi séu um enda styðjist það við lög um þingsköp Alþingis. Þess verði á hinn bóginn að gæta að ákvæði stjórnarskrárinnar sé haft í heiðri. Upphaflegt frumvarp og breytingarnar eigi fátt sameiginlegt Í dóminum segir að þegar upphaflegt frumvarp til breytinga á búvörulögum og sá texti sem fól í sér þær breytingar á búvörulögum sem samþykkt voru á Alþingi eru borin saman blasi við að upphaflega frumvarpið og breytingar tillögur atvinnuveganefndar eigi fátt sameiginlegt annað en þingmálsnúmerið og heitið. „Þetta blasir sérstaklega við af fylgiskjali, sem er meðal dómskjala, er stefndi lét fylgja bréfi sem ritað var atvinnuveganefnd Alþingis 20. mars 2024. Í því skjali var allur sá texti sem upphaflega var í frumvarpinu og hafði verið felldur út vegna breytinga af hálfu nefndarinnar yfirstrikaður og nýr texti auðkenndur með rauðum lit. Við blasir að öllum texta frumvarpsins er laut að efni upphaflega frumvarpsins var skipt út og nýr settur í hans stað annars efnis.“ Hlaut aðeins eina umræðu Þegar horft sé til þessara gagngeru breytinga sem gerðar voru á frumvarpi matvælaráðherra blasi við sú ályktun að í raun hafi frumvarpið, sem útbýtt var á Alþingi 14. nóvember 2023, einungis hlotið eina umræðu á Alþingi. Annað eðlisólíkt frumvarp í samræmi við tillögur atvinnuveganefndar hafi svo verið rætt við tvær umræður, Áskildum fjölda umræðna samkvæmt 44. grein stjórnarskrárinnar hafi þannig ekki verið náð. Sú breyting sem gerð var á búvörulögum og samþykkt á Alþingi 21. mars og gefin út sem lög nr. 30/2024 hafi ekki verið sett á stjórnskipulegan hátt, þar sem hún stríði gegn stjórnarskrá og hafi af þeim sökum ekki lagagildi. Með vísan til þessarar niðurstöðu var ákvörðun Samkeppnieftilitsins þá þegar felld úr gildi. Leiðrétting: Upphaflega stóð við mynd af Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur að hún hafi verið matvælaráðherra þegar lögin voru samþykkt. Rétt er að hún tók við embætti þremur vikum eftir samþykkt laganna. Hún sat hins vegar í meirihluta atvinnuveganefnd þingsins með Þórarni Inga. Þá hefur fyrirsögn fréttarinnar verið breytt. Búvörusamningar Landbúnaður Alþingi Dómsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samkeppnismál Stjórnarskrá Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Segir Þórarin Inga hafa niðurlægt þingræðið Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sent inn erindi til forsætisnefndar/siðanefndar Alþingis þar sem hann kærir Þórarin Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins, formann atvinnuvegnefndar vegna afskipta hans af búvörulögum. Þórarinn Ingi megi teljast bullandi vanhæfur til að hafa afskipti af málinu vegna hagsmunatengsla. 4. september 2024 10:14 Stjórnsýslufræðingur segir Þórarinn Inga brotlegan við siðareglur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur blasa við að Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki, hafi brotið siðareglur þingsins, þá er hann mælti fyrir breytingu á búvörulögum. 11. júlí 2024 16:30 Búið að afvopna neytendur Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. 8. júlí 2024 20:22 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Þetta var niðurstaða í máli Innness ehf. á hendur Samkeppniseftirlitinu. Tilefni málshöfðunar var sú að Samkeppniseftirlitið neitaði að verða við kröfu Innness um inngrip í háttsemi framleiðendafélaga. Samkeppnislögum kippt úr sambandi Með úrskurði í lok júlí þessa árs var kröfu Innness hafnað með vísan til þess að það væri ekki lengur á valdsviði Samkeppniseftirlitsins að grípa til íhlutunar gagnvart háttsemi framleiðendafélaga vegna undan-þáguheimilda sem settar hefðu verið með núgildandi búvörulögum. Breytingar á búvörulögum voru harðlega gangrýndar, sér í lagi vegna þess að með þeim var kjötafurðastöðvum gefin undanþága frá samkeppnislögum. Lögin gerðu til að mynda Kaupfélagi Skagfirðinga kleift að kaupa Kjarnafæði Norðlenska, án þess að kaupin kæmu til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Frumvarp þurfi að ræða þrisvar Í dómi Héraðsdóms Reykjvíkur, sem kveðinn var upp í dag, segir að í málinu hafi fyrst og fremst reynt á stjórnskipulegt gildi breytingarlaganna. Óumdeilt hafi verið með aðilum að lagasetning þessi hafi komið í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið myndi bregðast við erindi Inness frá 8. júlí 2024 um að láta málefni svonefndra framleiðendafélaga til sín taka í samræmi við heimildir þess samkvæmt samkeppnislögum. Úrlausnarefnið hafi fyrst og fremst verið hvort formskilyrði 44. greinar stjórnarskrárinnar hafi verið uppfyllt. Greinin hljómar svo: „Ekkert lagafrumvarp má samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi.“ Frumvarpið verði að vera það sama allan tímann Fræðimenn sem gefið hafa stjórnskipunarrétti gaum allt frá fjórða áratug 20. aldarinnar, frá því fyrir lýðveldisstofnun 1944, og til þessa árs hafi lýst þeirri afstöðu að þessum afdráttarlausa áskilnaði stjórnarskrárákvæðanna verði ekki fullnægt nema um sé að ræða sama frumvarpið við allar umræðurnar. Frumvarpinu megi ekki hafa verið breytt svo mjög í meðförum Alþingis að því hafi verið gjörbreytt eða á því gerðar svo gagngerar breytingar að í raun sé um nýtt frumvarp að ræða. Horft hafi verið til þess að við þær aðstæður hafi frumvarp ekki sætt þeirri meðferð af hálfu þingsins sem stjórnarskráin mæli fyrir um. Ótvírætt liggi fyrir að vissulega megi gera breytingar á frumvörpum eins og mýmörg dæmi séu um enda styðjist það við lög um þingsköp Alþingis. Þess verði á hinn bóginn að gæta að ákvæði stjórnarskrárinnar sé haft í heiðri. Upphaflegt frumvarp og breytingarnar eigi fátt sameiginlegt Í dóminum segir að þegar upphaflegt frumvarp til breytinga á búvörulögum og sá texti sem fól í sér þær breytingar á búvörulögum sem samþykkt voru á Alþingi eru borin saman blasi við að upphaflega frumvarpið og breytingar tillögur atvinnuveganefndar eigi fátt sameiginlegt annað en þingmálsnúmerið og heitið. „Þetta blasir sérstaklega við af fylgiskjali, sem er meðal dómskjala, er stefndi lét fylgja bréfi sem ritað var atvinnuveganefnd Alþingis 20. mars 2024. Í því skjali var allur sá texti sem upphaflega var í frumvarpinu og hafði verið felldur út vegna breytinga af hálfu nefndarinnar yfirstrikaður og nýr texti auðkenndur með rauðum lit. Við blasir að öllum texta frumvarpsins er laut að efni upphaflega frumvarpsins var skipt út og nýr settur í hans stað annars efnis.“ Hlaut aðeins eina umræðu Þegar horft sé til þessara gagngeru breytinga sem gerðar voru á frumvarpi matvælaráðherra blasi við sú ályktun að í raun hafi frumvarpið, sem útbýtt var á Alþingi 14. nóvember 2023, einungis hlotið eina umræðu á Alþingi. Annað eðlisólíkt frumvarp í samræmi við tillögur atvinnuveganefndar hafi svo verið rætt við tvær umræður, Áskildum fjölda umræðna samkvæmt 44. grein stjórnarskrárinnar hafi þannig ekki verið náð. Sú breyting sem gerð var á búvörulögum og samþykkt á Alþingi 21. mars og gefin út sem lög nr. 30/2024 hafi ekki verið sett á stjórnskipulegan hátt, þar sem hún stríði gegn stjórnarskrá og hafi af þeim sökum ekki lagagildi. Með vísan til þessarar niðurstöðu var ákvörðun Samkeppnieftilitsins þá þegar felld úr gildi. Leiðrétting: Upphaflega stóð við mynd af Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur að hún hafi verið matvælaráðherra þegar lögin voru samþykkt. Rétt er að hún tók við embætti þremur vikum eftir samþykkt laganna. Hún sat hins vegar í meirihluta atvinnuveganefnd þingsins með Þórarni Inga. Þá hefur fyrirsögn fréttarinnar verið breytt.
Búvörusamningar Landbúnaður Alþingi Dómsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samkeppnismál Stjórnarskrá Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Segir Þórarin Inga hafa niðurlægt þingræðið Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sent inn erindi til forsætisnefndar/siðanefndar Alþingis þar sem hann kærir Þórarin Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins, formann atvinnuvegnefndar vegna afskipta hans af búvörulögum. Þórarinn Ingi megi teljast bullandi vanhæfur til að hafa afskipti af málinu vegna hagsmunatengsla. 4. september 2024 10:14 Stjórnsýslufræðingur segir Þórarinn Inga brotlegan við siðareglur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur blasa við að Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki, hafi brotið siðareglur þingsins, þá er hann mælti fyrir breytingu á búvörulögum. 11. júlí 2024 16:30 Búið að afvopna neytendur Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. 8. júlí 2024 20:22 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Segir Þórarin Inga hafa niðurlægt þingræðið Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur sent inn erindi til forsætisnefndar/siðanefndar Alþingis þar sem hann kærir Þórarin Inga Pétursson þingmann Framsóknarflokksins, formann atvinnuvegnefndar vegna afskipta hans af búvörulögum. Þórarinn Ingi megi teljast bullandi vanhæfur til að hafa afskipti af málinu vegna hagsmunatengsla. 4. september 2024 10:14
Stjórnsýslufræðingur segir Þórarinn Inga brotlegan við siðareglur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur blasa við að Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki, hafi brotið siðareglur þingsins, þá er hann mælti fyrir breytingu á búvörulögum. 11. júlí 2024 16:30
Búið að afvopna neytendur Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. 8. júlí 2024 20:22