Stakk reiðufé sem greitt var með beint í eigin vasa Karlmaður á fertugsaldri var á þriðjudaginn dæmdur 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað úr verslun sem hann starfaði í. Maðurinn stakk reiðufé sem viðskiptavinir greiddu með beint í sinn eigin vasa. Innlent 6. október 2022 08:10
Ákærður vegna skotárásarinnar við Miðvang Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna skotárásar við Miðvang í Hafnarfirði í lok júní. Tveir brotaþolar í málinu krefjast átta milljóna króna í miskabætur. Innlent 5. október 2022 21:25
Tæplega áratugsgömul sýkna í Exeter-máli endurreist með frávísun Hæstaréttar Hluta svonefnds Exeter-máls sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur var vísað frá Hæstarétti í dag. Niðurstaðan þýðir að sýknudómur í héraði yfir fyrrverandi forstjóra MP bank stendur óhaggaður. Innlent 5. október 2022 18:25
Dæmd fyrir hundruð þúsunda króna strikamerkjasvindl Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu og karl í sextíu daga og þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa stolið vörum úr verslun Ikea í Garðabæ með því að hafa tekið strikamerki af ódýrari vörum og sett á dýrari vörur. Innlent 5. október 2022 13:01
Með fimm kíló af amfetamíni í frystikistu á heimili sínu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann, Garðar Ingvar Þormar, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot og vopnalagabrot. Innlent 5. október 2022 11:07
Einn sakborninganna hlaut dóm fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum Karlmaðurinn sem er í gæsluvarðhaldi og með stöðu sakbornings vegna manndráps á Ólafsfirði í gær var dæmdur í eins árs fangelsi, meðal annars fyrir tvær líkamsárásir, árið 2020. Sá látni hlaut fangelsisdóm fyrir stunguárás fyrir hátt í tuttugu árum. Innlent 4. október 2022 18:29
Sparkaði í líkama og sló ítrekað í andlit starfsmanns Krónunnar Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 45 daga fangelsi fyrir líkamsárás með því að hafa veist með ofbeldi að starfsmanni verslunar Krónunnar í Rofabæ í Reykjavík í janúar 2021. Maðurinn sparkaði í líkama starfsmannsins og sló hann ítrekað með krepptum hnefa í andlit. Innlent 4. október 2022 14:34
Átján mánuðir fyrir að flytja inn fjórtán þúsund töflur Karlmaður var á dögunum dæmdur til átján mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að flytja inn fjórtán þúsund töflur sem innihéldu virka efnið fúbrómazólam. Innlent 3. október 2022 19:42
Ákærður fyrir fjárdrátt í tengslum við kvikmyndina Grimmd Anton Ingi Sigurðsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Grimmd, hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Honum er gefið að sök að hafa ráðstafað miðasölutekjum upp á milljónir króna með ólögmætum hætti. Innlent 2. október 2022 10:10
„Viljum við búa í þannig samfélagi?“ Stjórnarformaður Snarrótarinnar segir að rafbyssuvæðing kunni að auka öryggi lögreglunnar, en ekki almennings. Ekki sé hægt að snúa til baka af þeirri braut ef lögregla vígbýst. Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir tímasetningu áforma dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir. Innlent 1. október 2022 23:01
„Væri lélegasti glæpamaður sögunnar ef hann hefur vitað af fyrirhuguðu morði“ Verjandi Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu, var harðorður í garð lögreglu og saksóknara í málflutningi sínum fyrir Landsrétti í dag. Hann segir lögreglu hafa falið vitnisburði sem sýni fram á sakleysi Murats. Innlent 30. september 2022 14:59
Segir verknað Claudiu ekki hafa leitt til morðsins í Rauðagerði Verjandi Claudiu Carvalho, sem er ákærð fyrir samverknað í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021, segir ekkert benda til að hún hafi vitað af ætlunum til morðs áður en það var framið. Innlent 30. september 2022 14:05
Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. Innlent 30. september 2022 11:47
Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. Innlent 30. september 2022 11:08
Bakveikur slökkviliðsmaður á rétt á bótum eftir þrekpróf Fyrrverandi slökkviliðsmaður sem starfaði hjá slökkviliði Isavia á rétt á bótum eftir að hafa orðið fyrir meiðslum er hann þreytti þrekpróf árið 2015 starfs síns vegna. Innlent 30. september 2022 10:26
Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. Innlent 30. september 2022 10:04
Ákærð fyrir að refsa leikskólabörnum líkamlega Kona sem starfaði á leikskóla hefur verið ákærð fyrir að hafa beitt börn á leikskólanum andlegum og líkamlegum refsingum og ógnunum. Innlent 29. september 2022 14:18
Dæmdur fyrir ítrekuð brot gegn barnungri frænku en gengur laus á Íslandi Karlmaður sem var dæmdur í sex ára fangelsi í heimalandi sínu í Evrópu fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnungri frænku sinni hefur verið úrskurðaður í farbann. Lögregla fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum en dómstólar hér á landi höfnuðu kröfunni. Innlent 28. september 2022 15:06
Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. Innlent 28. september 2022 13:45
Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. Innlent 28. september 2022 11:25
Þrotabú Wow air fær ekki krónu frá Skúla og félögum Skaðabótakröfu þrotabús Wow air gegn Títan Fjárfestingafélagi, félagi Skúla Mogensen, Skúla sjálfum og fjórum stjórnarmönnum Wow air hefur verið vísað frá héraðsdómi. Þrotabúið fór fram á tæplega hálfan milljarð króna í skaðabætur en þarf að greiða 14,1 milljón króna í málskostnað. Viðskipti innlent 27. september 2022 19:09
Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. Innlent 23. september 2022 22:31
Réðst í heimildarleysi inn á heimili konu og nauðgaði Landsréttur hefur staðfest átján mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hafa ruðst í heimildarleysi inn á heimili konu og nauðgað henni þar sem hún lá sofandi í sofa íbúðarinnar. Innlent 23. september 2022 17:01
Dæmdur fyrir að valda höfuðkúpubroti við skemmtistað Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa veist að og hrint manni fyrir utan skemmtistað í nóvember 2018 með þeim afleiðingum að maðurinn skall með hnakka í götuna og höfuðkúpubrotnaði. Innlent 23. september 2022 13:45
Á þriðja ár í fangelsi fyrir fíkniefna-, valdstjórnar- og sóttvarnalagabrot Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Reyni Örn Guðrúnarson í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir ýmis fíkniefna- og umferðarlagabrot og brot gegn valdstjórninni. Hann var einnig sakfelldur fyrir að brjóta sóttvarnalög með því að hunsa fyrirmæli um einangrun þegar hann var smitaður af Covid-19. Innlent 22. september 2022 17:30
Fangelsisdómurinn yfir Escobar staðfestur Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir kólumbíska fótboltamanninum Andrés „Manga“ Escobar. Íslenski boltinn 22. september 2022 15:52
Slayer-dómur til kasta Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni K2 Agency Limited, umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer, um að taka fyrir dóm Landsréttar þar sem aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice voru sýknaðir af hluta af kröfu um greiðslu skuldar við sveitina. Innlent 22. september 2022 13:18
Fara fram á hámarksfangelsisdóm í saltdreifaramálinu Ákæruvaldið fer fram á hámarksfangelsisdóm yfir þeim sem ákærðir eru fyrir innflutning á fíkniefnum í saltdreifara og umfangsmikla kannabisræktum. Farið er fram á tveggja ára fangelsi á einn mann sem sá um fræðilega hlið ræktunarinnar. Innlent 22. september 2022 12:56
Opnað á umfjöllun um tjón Eyvindartungubænda Landsréttur hefur úrskurðað að mál bænda að Eyvindartungi í Bláskógabyggð gegn Vegagerðinni, sem höfðað var vegna aurskriðu sem féll á lóð þeirra við veginn um Lyngdalsheiði, skuli tekið til efnislegrar meðferðar í héraði. Héraðsdómur Suðurlands hafði áður vísað málinu frá dómi. Innlent 22. september 2022 11:30
Erla hafi logið upp á þá án aðstoðar lögreglu Magnús Leópoldsson, einn þeirra sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 105 daga eftir að hafa verið bendlaður við hvarf Geirfinns Einarssonar árið 1976, segir niðurstöðu Endurupptökudóms vera hárrétta. Hann segir Erlu hafa logið um aðild hans að málinu án þess að vera undir pressu frá lögreglunni. Innlent 22. september 2022 10:31