Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Árni Sæberg skrifar 1. desember 2023 02:04 Nokkuð stór hópur fólks hefur safnast saman við fangelsið á Hólmsheiði og von er á fleirum. Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar, segir í samtali við Vísi að um tuttugu bílum hafi verið lagt við og á afleggjaranum við fangelsið. Markmiðið sé fyrst og fremst að vekja athygli stjórnvalda á máli Eddu Bjarkar og því að til standi að afhenda hana norskum yfirvöldum í skjóli nætur. Í gærkvöldi var greint frá því að fangelsinu hefði borist símtal frá stoðdeild Ríkislögreglustjóra um að Edda Björk yrði sótt í fangelsið í kvöld og í framhaldinu flutt til Noregs. Ragnheiður segir fjölskylduna ekki geta haft neitt samband við Eddu Björk síðan um klukkan 22 í gærkvöldi, enda ljúki símatíma fangelsisins þá. Heimildir hennar innan úr fangelsinu hermi að til standi að flytja Eddu Björk klukkan 05 í nótt. Gera allt til þess að hindra flutninginn Ragnheiður segir að lögregluþjónar hafi verið á vettvangi fyrr í nótt og sagt viðstöddum að færa þyrfti bílana af veginum til þess að sjúkrabíll gæti komist um veginn. Enginn sjúkrabíll sé þó kominn og lögregluþjónarnir séu nú á bak og burt. Aðspurð segir hún hópinn munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt í nótt. Hann muni til að mynda ekki hika við að þvera veginn með bílum sínum ef til þess ráðs þarf að grípa. Hópurinn mun loka veginum, ef þess þarf. Þá segir hún að í ofanálag við þá tuttugu bíla og farþega þeirra sé von á fleirum. Fólk muni helst koma á fimmta tímanum þegar gert er ráð fyrir flutningnum úr fangelsinu. Eru ekki bjartsýn Ragnheiður segir þó að um friðsamleg mótmæli sé að ræða og að þeim sé fyrst og fremst ætlað að vekja athygli stjórnvalda á málinu. Aðstandendur hennar skilji einfaldlega ekki málsmeðferðina og hvers vegna ákvörðun um að flytja Eddu Björk í nótt hafi verið tekin. Þá sé einnig óskiljanlegt að sú ákvörðun virðist hafa verið tekin af stoðdeild Ríkislögreglustjóra en ekki Ríkissaksóknara, sem fer með afhendingu eftirlýstra manna til erlendra yfirvalda. Verjandi Eddu hafi í kvöld og í nótt haft samband við bæði héraðsdóm og Ríkislögreglustjóra, sem hvorugur hafi kannast við að hafa tekið ákvörðunina. Jóhannes Karl Sveinsson, verjandi Eddu Bjarkar, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann hefði gert kröfu til þess héraðsdómara, sem kvað upp gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Eddu, að hann úrskurði þegar í stað, á grundvelli laga um meðferð sakamála, að Edda Björk yrði ekki afhent úr varðhaldinu fyrr en Landsréttur hefur úrskurðað í málinu. Ragnheiður segir að af gefinni reynslu séu aðstandendur Eddu Bjarkar ekki bjartsýnir á það að stjórnvöld geri nokkuð í málinu, þrátt fyrir mótmælin. „Það er ótrúlegt að enginn skuli hafa tekið upp hanskann fyrir hana og börnin hennar miðað við allt sem hefur gengið á.“ Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. 29. nóvember 2023 23:03 Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar, segir í samtali við Vísi að um tuttugu bílum hafi verið lagt við og á afleggjaranum við fangelsið. Markmiðið sé fyrst og fremst að vekja athygli stjórnvalda á máli Eddu Bjarkar og því að til standi að afhenda hana norskum yfirvöldum í skjóli nætur. Í gærkvöldi var greint frá því að fangelsinu hefði borist símtal frá stoðdeild Ríkislögreglustjóra um að Edda Björk yrði sótt í fangelsið í kvöld og í framhaldinu flutt til Noregs. Ragnheiður segir fjölskylduna ekki geta haft neitt samband við Eddu Björk síðan um klukkan 22 í gærkvöldi, enda ljúki símatíma fangelsisins þá. Heimildir hennar innan úr fangelsinu hermi að til standi að flytja Eddu Björk klukkan 05 í nótt. Gera allt til þess að hindra flutninginn Ragnheiður segir að lögregluþjónar hafi verið á vettvangi fyrr í nótt og sagt viðstöddum að færa þyrfti bílana af veginum til þess að sjúkrabíll gæti komist um veginn. Enginn sjúkrabíll sé þó kominn og lögregluþjónarnir séu nú á bak og burt. Aðspurð segir hún hópinn munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt í nótt. Hann muni til að mynda ekki hika við að þvera veginn með bílum sínum ef til þess ráðs þarf að grípa. Hópurinn mun loka veginum, ef þess þarf. Þá segir hún að í ofanálag við þá tuttugu bíla og farþega þeirra sé von á fleirum. Fólk muni helst koma á fimmta tímanum þegar gert er ráð fyrir flutningnum úr fangelsinu. Eru ekki bjartsýn Ragnheiður segir þó að um friðsamleg mótmæli sé að ræða og að þeim sé fyrst og fremst ætlað að vekja athygli stjórnvalda á málinu. Aðstandendur hennar skilji einfaldlega ekki málsmeðferðina og hvers vegna ákvörðun um að flytja Eddu Björk í nótt hafi verið tekin. Þá sé einnig óskiljanlegt að sú ákvörðun virðist hafa verið tekin af stoðdeild Ríkislögreglustjóra en ekki Ríkissaksóknara, sem fer með afhendingu eftirlýstra manna til erlendra yfirvalda. Verjandi Eddu hafi í kvöld og í nótt haft samband við bæði héraðsdóm og Ríkislögreglustjóra, sem hvorugur hafi kannast við að hafa tekið ákvörðunina. Jóhannes Karl Sveinsson, verjandi Eddu Bjarkar, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann hefði gert kröfu til þess héraðsdómara, sem kvað upp gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Eddu, að hann úrskurði þegar í stað, á grundvelli laga um meðferð sakamála, að Edda Björk yrði ekki afhent úr varðhaldinu fyrr en Landsréttur hefur úrskurðað í málinu. Ragnheiður segir að af gefinni reynslu séu aðstandendur Eddu Bjarkar ekki bjartsýnir á það að stjórnvöld geri nokkuð í málinu, þrátt fyrir mótmælin. „Það er ótrúlegt að enginn skuli hafa tekið upp hanskann fyrir hana og börnin hennar miðað við allt sem hefur gengið á.“
Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. 29. nóvember 2023 23:03 Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Vill svör um afhendingu ríkisborgara vegna máls Eddu Bjarkar Diljá Mist Einarsdóttir hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um handtöku og afhendingu íslenskra ríkisborgara. Tilefnið er mál Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem var handtekin í gær og til stendur að afhenda norskum yfirvöldum. 29. nóvember 2023 23:03
Mál Eddu Bjarkar ratar í pontu Alþingis Tómas A. Tómasson Flokki fólksins beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hann vildi fá að vita eitt og annað um handtöku Eddu Bjarkar Arnardóttur, en forræðisdeila hennar hefur verið mjög í fréttum undanfarna daga. 29. nóvember 2023 15:55
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent