Réttindi sjóðfélaga óljós í bili Árni Sæberg skrifar 30. nóvember 2023 23:08 Lífeyrissjóður verslunarmanna er til húsa í Húsi Verslunarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórn Lífeyrissjóð verslunarmanna segir viðbúið að dómi héraðsdóms um ólögmæti eignafærslu milli kynslóða, með mismikilli lækkun mánaðarlegra greiðslna eftir aldri, verði áfrýjað. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild Lífeyrissjóðs verslunarmanna, LV, þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um síðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Innherji fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms í dag. Í tilkynningu á vef sjóðsins segir að markmiðið með breytingunum hafi verið að mæta hækkandi lífaldri sjóðfélaga, þar sem spáð sé að ævi yngri sjóðfélaga lengist meira en þeirra sem eldri eru. Þessi spá byggi á lífslíkutöflum sem gefnar eru út af Félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga og staðfestar af fjármála- og efnahagsráðherra. Breytingarnar vandlega undirbúnar Samþykktabreytingarnar hafi verið vandlega undirbúnar af stjórnendum og stjórn LV í samráði við tryggingastærðfræðing sjóðsins og lögmannsstofur, sem og með samtali við stjórnvöld. Breytingarnar hafi verið samþykktar af stjórn og í framhaldi af því af fulltrúaráði LV á ársfundi í mars árið 2022 og svo hlotið samþykki fjármála- og efnahagsráðherra í framhaldi af því. Fleiri sjóðir fóru sömu leið Stjórn LV muni nú yfirfara dóminn og taka ákvörðun um næstu skref. Í ljósi rýni sjóðsins með fjölda ráðgjafa sem og staðfestingar ráðuneytisins á samþykktabreytingunum sé viðbúið að horft verði til þess að áfrýja dómnum og óska eftir flýtimeðferð. Fyrir liggi að meirihluti lífeyrissjóðakerfisins hafi farið áþekka leið varðandi aldursháða lækkun áunninna réttinda vegna hækkandi lífaldurs. „Því er mikilvægt fyrir alla sjóðfélaga og lífeyriskerfið í heild sinni að lyktir þess byggi á traustum grunni.“ Bein áhrif dómsins á réttindi og lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga muni ráðast af endanlegri niðurstöðu dómstóla. Lífeyrissjóðurinn muni innan tíðar veita nánari upplýsingar um næstu skref. Lífeyrissjóðir Dómsmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag var fallist á kröfur stefnanda sem er sjóðfélagi í sameignardeild Lífeyrissjóðs verslunarmanna, LV, þar sem krafist var ógildingar á tilteknu ákvæði samþykktabreytinga sem tóku gildi um síðastliðin áramót. Breytingarnar fólu í sér að áunnin réttindi sjóðfélaga í sameignardeild voru umreiknuð þannig að mánaðarlegar greiðslur lækkuðu mismikið eftir aldri. Innherji fjallaði ítarlega um niðurstöðu héraðsdóms í dag. Í tilkynningu á vef sjóðsins segir að markmiðið með breytingunum hafi verið að mæta hækkandi lífaldri sjóðfélaga, þar sem spáð sé að ævi yngri sjóðfélaga lengist meira en þeirra sem eldri eru. Þessi spá byggi á lífslíkutöflum sem gefnar eru út af Félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga og staðfestar af fjármála- og efnahagsráðherra. Breytingarnar vandlega undirbúnar Samþykktabreytingarnar hafi verið vandlega undirbúnar af stjórnendum og stjórn LV í samráði við tryggingastærðfræðing sjóðsins og lögmannsstofur, sem og með samtali við stjórnvöld. Breytingarnar hafi verið samþykktar af stjórn og í framhaldi af því af fulltrúaráði LV á ársfundi í mars árið 2022 og svo hlotið samþykki fjármála- og efnahagsráðherra í framhaldi af því. Fleiri sjóðir fóru sömu leið Stjórn LV muni nú yfirfara dóminn og taka ákvörðun um næstu skref. Í ljósi rýni sjóðsins með fjölda ráðgjafa sem og staðfestingar ráðuneytisins á samþykktabreytingunum sé viðbúið að horft verði til þess að áfrýja dómnum og óska eftir flýtimeðferð. Fyrir liggi að meirihluti lífeyrissjóðakerfisins hafi farið áþekka leið varðandi aldursháða lækkun áunninna réttinda vegna hækkandi lífaldurs. „Því er mikilvægt fyrir alla sjóðfélaga og lífeyriskerfið í heild sinni að lyktir þess byggi á traustum grunni.“ Bein áhrif dómsins á réttindi og lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga muni ráðast af endanlegri niðurstöðu dómstóla. Lífeyrissjóðurinn muni innan tíðar veita nánari upplýsingar um næstu skref.
Lífeyrissjóðir Dómsmál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira