Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Starfs­maður Búllunnar fékk skellinn í kjöt­málinu

Starfsmaður Búllunnar sem ákærður var fyrir tollalagabrot með því að veita rangar upplýsingar um innflutt kjöt þarf að greiða um fjörutíu milljónir í sekt vegna málsins. Sektin fellur þó niður haldi viðkomandi skilorð næstu tvö árin, meðal annars vegna þess að starfsmaðurinn var sú eina sem var látin svara til ábyrgðar fyrir málið, án þess þó að hafa haft af því nokkurn ávinning.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dómur stað­festur í Bræðra­borgar­stígs­málinu

Landsréttur hefur staðfest dóm yfir Marek Moszczynski vegna íkveikjunnar á Bræðraborgarstíg í júní fyrir tæpum tveimur árum síðan þar sem þrír létust. Dómurinn felur í sér að hann muni sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.

Innlent
Fréttamynd

Smyglaði 643 OxyContin töflum til landsins

Karlmaður var í dag sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á 643 töflum af ávana-og fíknilyfinu OxyContin. Maðurinn flutti efnin til landsins með flugi frá Varsjá í Póllandi en tollverðir fundu efnin við leit í farangri ákærða.

Innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur fellst á að taka fyrir mál Jóns Ár­sæls

Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Jóns Ársæls Þórðarsonar sem dæmdur var í Landsrétti til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt og sýndir voru í Ríkissjónvarpinu, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir tilraun til manndráps

Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir árás fyrir framan skemmtistaðinn 203 Club í miðborg Reykjavíkur. Annar þeirra er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Líklegt er að skrúfjárni hafi verið beitt.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn Ís­lensku óperunnar hefur greitt Þóru

Óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir segist ekkert hafa heyrt frá stjórn Íslensku óperunnar vegna dóms Landsréttar í máli þeirra. Stjórnin sagði í tilkynningu í gær að búið væri að greiða henni vangoldin laun og ræða við fulltrúa söngvara um framtíðina.

Innlent
Fréttamynd

Álag vegna fjarkennslu skuli greitt á hættustundu

Félagsdómur felldi á þriðjudag dóm í tvíþættu máli Félags grunnskólakennara gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fallist var á kröfu félagsins um 50 prósent fjarkennsluálag en kröfu um yfirvinnugreiðslu vegna tilfærslu á vinnutíma kennara innan sömu vinnuviku, á tímum hæsta neyðarstigs almannavarna, var hafnað.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenska óperan hyggst ekki á­frýja dómi Lands­réttar

Stjórn Íslensku óperunnar hefur ákveðið að una dómi Landsréttar í máli Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku óperunni. Fram kemur í tilkynningu frá stjórninni að óperan hafi þegar greitt Þóru og öðrum söngvurum sýningarinnar Brauðkaup Fígarós í samræmi við niðurstöðu dómsins. 

Innlent
Fréttamynd

Marxistar fá ekki ókeypis lóð frá borginni

Reykjavíkurborg var ekki skylt að úthluta Díamat, lífsskoðunarfélagi marxista, ókeypis lóð fyrir starfsemi sína. Félagið taldi að borgin hefði sett fordæmi með að úthluta nokkrum trúfélögum öðrum en þjóðkirkjunni lóðir án endurgjalds.

Innlent
Fréttamynd

Þórður Már og Sól­veig Guð­rún sýknuð af milljarða­kröfu

Þórður Már Jóhannesson og Sólveig Guðrún Pétursdóttir voru í dag sýknuð af 2,3 milljarða króna skaðabótakröfum félagsins Lyfjablóms ehf. Kröfurnar áttu rætur sínar að rekja til viðskipta frá árunum 2006 og 2007 en héraðsdómur taldi kröfurnar fallnar niður fyrir tómlætissakir þar sem ekki var hafist handa við málsókn fyrr en árið 2017. Lyfjablóm var dæmt til að greiða samtals tíu milljónir króna í málskostnað.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Karlmaður sem hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnabrot þarf að afplána dóminn eftir að Landsréttur taldi ekki rétt hjá héraðsdómi að skilorðsbinda refsinguna. Þá var sýknu hans af ákæru um peningaþvætti snúið við.

Innlent
Fréttamynd

Á­ætlað verð­mæti þýfisins 43 milljónir króna

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrítugan karlmann í átján mánaða fangelsi fyrir fjölda þjófnaðar- og fíkniefnabrota. Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir 28 þjófnaðarbrot þar sem áætlað verðmæti alls þýfisins nam ríflega 43 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta snýst fyrst og fremst um þolendur“

Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, sem var í dag sýknaður af stefnu Ingólfs Þórarinssonar, tónlistarmanns, um meiðyrði. Hann segir niðurstöðuna skipta mestu máli fyrir þolendur. Sýkna hans þýddi að segja mætti hlutina fullum fetum.

Innlent