Fimm ár, svefnlausar nætur en vonandi endapunktur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. október 2023 16:53 Ragnhildur Eik segir blendnar tilfinningar fylgja niðurstöðu Landsréttar. Vísir/Vilhelm Ragnhildur Eik Árnadóttir, lögmaður og brotaþoli í máli Jóhannesar Tryggvasonar, segir að sér sé létt eftir tíðindi úr Landsrétti í dag. Dómur yfir Jóhannesi var þyngdur og hann dæmdur í átján mánaða fangelsi í stað tólf og til þess að greiða tvær milljónir króna í miskabætur. „Þetta er að sjálfsögðu léttir. Þessu fylgir að sumu leyti líka skrítin tilfinning. Þetta er spennufall, að sumu leyti smá tómleiki. Manni finnst eins og þetta ættu að vera einhverskonar endalok en eftir situr þetta allt saman í manni einhvern veginn,“ segir Ragnhildur í samtali við Vísi. Hún tekur fram að hún fagni niðurstöðu Landsréttar. Þetta hafi verið það sem hún vonaðist eftir, þó hún hafi samt alltaf líka óttast það versta. „Ég vona að ég geti sett ákveðinn punkt fyrir aftan þetta núna. Það eru fimm ár síðan ég kærði þetta og þetta er búið að vera rosalega langur tími, með rosalega mikilli baráttu,“ segir Ragnhildur. Hún segist vera eftir sig á þessari stundu. Dagarnir áður en dómur hafi verið kveðinn upp hafi verið sér erfiðir. „Ég hef aðallega átt erfitt með að sofa, svona þegar maður veit að þessi dómur er að koma. En ég vona að ég muni geta lokað á það og haldið áfram og að ég þurfi ekki að velta mér endalaust upp úr þessu eisn og þetta er búið að vera svolítið undanfarin ár,“ segir Ragnhildur. „Ég bjóst einhvern veginn við því að maður myndi hrópa húrra og að allt yrði frábært. Svo er allt í einu raunveruleikinn bara smá öðruvísi. Þannig að maður er kannski bara svolítið eftir sig. En nú ætla ég bara að njóta með fjölskyldunni og vona að þetta setji ákveðinn punkt í þetta fyrir mig.“ Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Telja Sigrúnu ekki hafa brotið siðareglur lögmanna Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður hafi í störfum sínum ekki gert á hlut Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna. 12. janúar 2023 15:35 Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. 6. mars 2022 15:33 „Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd“ Þolandi kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi. Hún segir að hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum valdi því að heill málaflokkur sé í myrkrinu. 27. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Þetta er að sjálfsögðu léttir. Þessu fylgir að sumu leyti líka skrítin tilfinning. Þetta er spennufall, að sumu leyti smá tómleiki. Manni finnst eins og þetta ættu að vera einhverskonar endalok en eftir situr þetta allt saman í manni einhvern veginn,“ segir Ragnhildur í samtali við Vísi. Hún tekur fram að hún fagni niðurstöðu Landsréttar. Þetta hafi verið það sem hún vonaðist eftir, þó hún hafi samt alltaf líka óttast það versta. „Ég vona að ég geti sett ákveðinn punkt fyrir aftan þetta núna. Það eru fimm ár síðan ég kærði þetta og þetta er búið að vera rosalega langur tími, með rosalega mikilli baráttu,“ segir Ragnhildur. Hún segist vera eftir sig á þessari stundu. Dagarnir áður en dómur hafi verið kveðinn upp hafi verið sér erfiðir. „Ég hef aðallega átt erfitt með að sofa, svona þegar maður veit að þessi dómur er að koma. En ég vona að ég muni geta lokað á það og haldið áfram og að ég þurfi ekki að velta mér endalaust upp úr þessu eisn og þetta er búið að vera svolítið undanfarin ár,“ segir Ragnhildur. „Ég bjóst einhvern veginn við því að maður myndi hrópa húrra og að allt yrði frábært. Svo er allt í einu raunveruleikinn bara smá öðruvísi. Þannig að maður er kannski bara svolítið eftir sig. En nú ætla ég bara að njóta með fjölskyldunni og vona að þetta setji ákveðinn punkt í þetta fyrir mig.“
Dómsmál Mál Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Telja Sigrúnu ekki hafa brotið siðareglur lögmanna Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður hafi í störfum sínum ekki gert á hlut Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna. 12. janúar 2023 15:35 Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. 6. mars 2022 15:33 „Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd“ Þolandi kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi. Hún segir að hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum valdi því að heill málaflokkur sé í myrkrinu. 27. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Telja Sigrúnu ekki hafa brotið siðareglur lögmanna Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður hafi í störfum sínum ekki gert á hlut Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna. 12. janúar 2023 15:35
Málskotsbeiðni meðhöndlarans hafnað Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni meðhöndlarans Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar um að áfrýja sex ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. 6. mars 2022 15:33
„Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd“ Þolandi kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi. Hún segir að hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum valdi því að heill málaflokkur sé í myrkrinu. 27. febrúar 2022 20:00