Orðnir vinir aftur eftir árás vegna fyrrverandi kærustu Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2023 13:27 Árásin átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var maðurinn blóðugur í andliti og vankaður. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið átta mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfellda líkamsárás gagnvart öðrum manni, vini sínum til margra ára sem hafði byrjað með fyrrverandi kærustu árásarmannsins. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið hinn manninn ítrekað í höfuðið með hnúajárni eða öðru álíka höggvopni. Fyrir vikið hafi brotaþolinn hlotið skurð á hnakka og sár á vinstra eyra. Atvik málsins áttu sér stað í ágúst árið 2020 í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var árásin yfirstaðin. Fram kemur að maðurinn hafi verið blóðugur í andliti og virtist vankaður, en gat þó tjáð lögreglu um árásina. „Þú ert fokking dauður“ Unnusta brotaþolans varð vitni að árásinni, en hún tjáði lögreglu að árásarmaðurinn og brotaþolinn hefðu verið bestu vinir áður fyrr. Sjálf hefði hún áður verið kærasta árásarmannsins, en þegar hann hafi komist að því að hún og brotaþoli væru saman hefði hann brugðist illa við. Hann hefði hótað brotaþola líkamsmeiðingum og lífláti og síðan framið umrædda árás. Í dómnum lágu fyrir skilaboð sem maðurinn sendi brotaþola. Þau voru: „Þú ert fokking dauður“. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness, en árásarmaðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi tók árásarmaðurinn undir lýsingu unnustunnar. Hann sagðist hafa verið í mjög mikilli neyslu og reiður út í brotaþola, sem væri vinur hans til margra ára, og hefði byrjað með fyrrverandi kærustu sinni. Hann hafi rekist á hann og misst stjórn á skapi sínu og framið árásina. Samkvæmt framburði árásarmannsins sló hann brotaþolann í andlitið fyrir utan strætisvagn. Brotaþolinn reyndi þá að koma sér undan en árásarmaðurinn haldið áfram að slá hann. Brotaþolinn hafi hlaupið inn í ótilgreint hús og maðurinn á eftir honum sem hafi slegið hann tvisvar til þrisvar sinnum í viðbót. Orðnir vinir aftur Bæði árásarmaðurinn og brotaþolinn héldu því fram fyrir dómi að þeir hefðu náð sáttum. Brotaþolinn sagði árásarmanninn góðan vin sinn og árásarmaðurinn sagði þá hittast reglulega. Þá kom fram fyrir dómi að unnusta brotaþolans væri ekki lengur í sambandi með honum. Stóð í kaupum og sölu á hnúajárnum Aðspurður út í notkun hnúajárns við árásina sagðist árásarmaðurinn ekki kannast við það, en bar fyrir sig að hann myndi illa eftir atvikum. Í lögregluskýrslu hélt unnustan því fram að á meðan hún og árásarmaðurinn hafi verið saman hafi hann stundað kaup og sölu á hnúajárnum. Læknir sem hafði metið brotaþola eftir árásina sagði að mögulega hefði árásarmaðurinn notast við verkfæri. Og ólíklegt væri að áverkarnir væru eftir hnefahögg. Jafnframt var myndbandsupptaka á meðal sönnunargagna málsins, en þar virtist árásarmaðurinn halda á einhverskonar verkfæri. Í ljósi þess að maðurinn játaði að hafa framið árásina taldi héraðsdómur það sannað. Hins vegar var stærsta ágreiningsmálið varðandi það hvort hnúajárni hafi verið beitt. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu í ljósi framburðar læknisins, myndbanda og ljósmynda sem lágu fyrir í málinu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn átta mánaða fangelsisdóm og þá er honum einnig gert að greiða brotaþola 100 þúsund krónur og aðrar 100 þúsund krónur vegna málskostnaðs vegna bótakröfu. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið hinn manninn ítrekað í höfuðið með hnúajárni eða öðru álíka höggvopni. Fyrir vikið hafi brotaþolinn hlotið skurð á hnakka og sár á vinstra eyra. Atvik málsins áttu sér stað í ágúst árið 2020 í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var árásin yfirstaðin. Fram kemur að maðurinn hafi verið blóðugur í andliti og virtist vankaður, en gat þó tjáð lögreglu um árásina. „Þú ert fokking dauður“ Unnusta brotaþolans varð vitni að árásinni, en hún tjáði lögreglu að árásarmaðurinn og brotaþolinn hefðu verið bestu vinir áður fyrr. Sjálf hefði hún áður verið kærasta árásarmannsins, en þegar hann hafi komist að því að hún og brotaþoli væru saman hefði hann brugðist illa við. Hann hefði hótað brotaþola líkamsmeiðingum og lífláti og síðan framið umrædda árás. Í dómnum lágu fyrir skilaboð sem maðurinn sendi brotaþola. Þau voru: „Þú ert fokking dauður“. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness, en árásarmaðurinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm.Vísir/Vilhelm Fyrir dómi tók árásarmaðurinn undir lýsingu unnustunnar. Hann sagðist hafa verið í mjög mikilli neyslu og reiður út í brotaþola, sem væri vinur hans til margra ára, og hefði byrjað með fyrrverandi kærustu sinni. Hann hafi rekist á hann og misst stjórn á skapi sínu og framið árásina. Samkvæmt framburði árásarmannsins sló hann brotaþolann í andlitið fyrir utan strætisvagn. Brotaþolinn reyndi þá að koma sér undan en árásarmaðurinn haldið áfram að slá hann. Brotaþolinn hafi hlaupið inn í ótilgreint hús og maðurinn á eftir honum sem hafi slegið hann tvisvar til þrisvar sinnum í viðbót. Orðnir vinir aftur Bæði árásarmaðurinn og brotaþolinn héldu því fram fyrir dómi að þeir hefðu náð sáttum. Brotaþolinn sagði árásarmanninn góðan vin sinn og árásarmaðurinn sagði þá hittast reglulega. Þá kom fram fyrir dómi að unnusta brotaþolans væri ekki lengur í sambandi með honum. Stóð í kaupum og sölu á hnúajárnum Aðspurður út í notkun hnúajárns við árásina sagðist árásarmaðurinn ekki kannast við það, en bar fyrir sig að hann myndi illa eftir atvikum. Í lögregluskýrslu hélt unnustan því fram að á meðan hún og árásarmaðurinn hafi verið saman hafi hann stundað kaup og sölu á hnúajárnum. Læknir sem hafði metið brotaþola eftir árásina sagði að mögulega hefði árásarmaðurinn notast við verkfæri. Og ólíklegt væri að áverkarnir væru eftir hnefahögg. Jafnframt var myndbandsupptaka á meðal sönnunargagna málsins, en þar virtist árásarmaðurinn halda á einhverskonar verkfæri. Í ljósi þess að maðurinn játaði að hafa framið árásina taldi héraðsdómur það sannað. Hins vegar var stærsta ágreiningsmálið varðandi það hvort hnúajárni hafi verið beitt. Dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu í ljósi framburðar læknisins, myndbanda og ljósmynda sem lágu fyrir í málinu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn átta mánaða fangelsisdóm og þá er honum einnig gert að greiða brotaþola 100 þúsund krónur og aðrar 100 þúsund krónur vegna málskostnaðs vegna bótakröfu.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira