Ragir við að fylgja Trump í annan slag um heilbrigðiskerfið Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa þó lítinn áhuga á að fylgja forsetanum í aðra lotu bardaga þar sem fyrsta lotan er sögð hafa spilað stóra rullu í því að flokkurinn missti meirihluta sinn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Erlent 29. mars 2019 12:30
Segir túlkun Barr á Mueller-skýrslunni bæði hrokafulla og yfirlætislega Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að samantekt William Barr dómsmálaráðherra á skýrslu Robert Mueller sé bæði hrokafull og yfirlætisleg. Hún krefst þess að Barr veiti þingmönnum aðgang að skýrslunni svo þeir geti lagt eigið mat á efni hennar. Erlent 28. mars 2019 22:48
Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Fjögurra blaðsíðna bréf dómsmálaráðherrans sem Trump skipaði er enn sem komið er það eina sem vitað er um niðurstöður rannsóknar Roberts Mueller. Erlent 28. mars 2019 16:44
Ákvörðun Trumps ergir Stjórnvöld í Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Barein, Katar, Kúveit og Íran fordæmdu í gær ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að viðurkenna fullveldi Ísraelsríkis yfir Gólanhæðum. Erlent 27. mars 2019 06:15
Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. Erlent 26. mars 2019 12:15
Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. Erlent 24. mars 2019 23:44
Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. Erlent 24. mars 2019 19:55
Pelosi segir ekki koma til greina að halda leynd yfir skýrslu Mueller Demókratar berjast fyrir því að gögn sem tengjast Rússarannsókninni verði gerð opinber. Erlent 23. mars 2019 22:00
Svona tókst Mueller og félögum að koma í veg fyrir leka úr rannsókninni Ótrúlegt þykir að lítið sem ekkert hafi lekið í fjölmiðla frá Robert Mueller og sérstöku rannsóknarteymi hans þau tvö ár sem teymi hans hefur rannsakað afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og mögulegum tengslum við framboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 23. mars 2019 16:00
Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. Erlent 22. mars 2019 23:45
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. Erlent 22. mars 2019 21:04
Trump dregur nýjar refsiaðgerðir skyndilega til baka Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að Trump telji ekki þörf á fleiri refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu vegna þess að honum líki vel við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Erlent 22. mars 2019 18:43
Segir guð mögulega hafa sent Trump til að bjarga Ísrael Trump hefur farið hart fram gegn Íran frá því hann tók við embætti forseta. Erlent 22. mars 2019 16:21
Maðurinn sem sendi andstæðingum Trump sprengjur játar sök Leiðtogar demókrata, fyrrverandi forstjóri CIA og leikarinn Robert De Niro voru á meðal þeirra sem maðurinn sendi rörsprengju í október. Erlent 21. mars 2019 23:03
Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. Erlent 21. mars 2019 21:00
Trump barmar sér yfir að hafa ekki fengið þakkir fyrir jarðarför McCain Bandaríkjaforseti virðist enn vera með böggum hildar yfir látnum öldungadeildarþingmanni repúblikana sem gagnrýndi hann og greiddi lykilatkvæði gegn honum. Erlent 20. mars 2019 20:59
Trump jós lofi yfir Bolsonaro í Hvíta húsinu Bandaríkjaforseti sagðist sérstaklega stoltur af því að brasilískur starfsbróðir hans talaði um falsfréttir. Erlent 19. mars 2019 23:45
Gillibrand tilkynnir formlega um forsetaframboð Bandaríska öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand hefur formlega boðið sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Gillibrand varð því fjórtandi frambjóðandinn sem sækist eftir tilnefningu Demókrataflokksins. Erlent 17. mars 2019 15:36
Trump beitir neitunarvaldi í fyrsta sinn í sinni valdatíð Ekki náðist meirihluti í þinginu til þess að koma í veg fyrir að forsetinn gæti beitt neitunarvaldi sínu. Erlent 15. mars 2019 21:07
Bandaríkjastjórn leggur refsiaðgerðir á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins Dómarar og saksóknarar við Alþjóðasakamáladómstólsins verða sviptir möguleikum á að ferðast og dvelja í Bandaríkjunum ef stríðsglæpir í Afganistan verða rannsakaðir. Erlent 15. mars 2019 16:18
Rússarannsóknin heldur áfram enn um sinn Óskað var eftir því að frestað yrði að ákvarða refsingu fyrrverandi aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump sem hefur unnið með saksóknurum síðasta rúma árið. Erlent 15. mars 2019 15:30
Repúblikanar á þingi fara gegn Trump Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í kvöld að fella niður neyðarástandsyfirlýsingu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, varðandi landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Erlent 14. mars 2019 21:00
Samþykktu samhljóða að krefjast birtingar Mueller-skýrslunnar Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun í dag um að krefjast þess að dómsmálaráðuneytið birti rannsóknarskýrslu Roberts Mueller þegar hún verður tilbúin. Erlent 14. mars 2019 16:16
Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. Erlent 14. mars 2019 13:44
Manafort dæmdur til lengri fangelsisvistar og ákærður fyrir fleiri brot Hluta dómsins fær Paul Manafort að afplána samhliða öðru fangelsisdómi sem hann hlaut í síðustu viku. Saksóknarar í New York hafa lagt fram fleiri ákærur á hendur honum. Erlent 13. mars 2019 16:18
Leiðtogi demókrata á móti því að kæra Trump Forseti fulltrúadeildarinnar segir Trump algerlega óhæfan til að gegna embætti forseta en að það sé ekki þess virði að kljúfa bandarísku þjóðina vegna hans. Erlent 12. mars 2019 12:14
Trump lýsir stuðningi við að flýta klukkunni Frumvarp um að taka upp sumartíma allt árið liggur fyrir Bandaríkjaþingi. Með því yrði klukkunni flýtt um eina klukkustund á veturna frá því sem nú er. Erlent 11. mars 2019 15:30
Trump leggur upp í annan slag við þingið um landamæramúr Tillögur Trump-stjórnarinnar fyrir fjárlög næsta árs voru lagðar fyrir Bandaríkjaþing í dag. Forsetinn krefst mikillar hækkunar fjárveitinga til landamæranna að Mexíkó. Erlent 11. mars 2019 13:07
Telja Norður-Kóreu vera að undirbúa eldflauga- eða gervihnattarskot Donald Trump segir að hann verði fyrir miklum vonbrigðum, komi í ljós að Norður-Kóreumenn séu að stunda vopnaprófanir á nýjan leik. Erlent 9. mars 2019 09:42
Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins segir af sér Bill Shine, sem gengt hefur embætti fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins hefur ákveðið að segja af sér Erlent 8. mars 2019 22:11