Nefndi Biden aldrei á nafn í síðasta ávarpinu sem forseti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2021 21:57 Trump kveður. Í dag var síðasti heili dagur Donalds Trump í embætti forseta. Á morgun tekur Joe Biden við. Al Drago/Getty Donald Trump, sem lætur af embætti forseta Bandaríkjanna á morgun, segist munu „biðja fyrir velgengni“ Joes Biden, sem tekur við embættinu af honum á morgun. Hvíta húsið birti kveðjuávarp Trumps nú fyrir skömmu. Í ávarpinu fjallaði forsetinn fráfarandi meðal annars um árásina á þinghúsið í Washington-borg fyrr í þessum mánuði og sagðist sjálfur hafa verið óttasleginn að fylgjast með þegar æstur múgur braut sér leið inn í þinghúsið. Margir pólitískir andstæðingar forsetans hafa sakað hann um að hvetja til óeirðanna og hefur hann meðal annars verið ákærður í þinginu fyrir að hvetja til uppreisnar. „Pólitískt ofbeldi er árás á allt það sem okkur þykir vænt um sem Bandaríkjamönnum. Það má aldrei líðast. […] Nú þegar ég bý mig undir að afsala völdum mínum til nýrrar stjórnar, á hádegi á miðvikudag, vil ég að þið vitið að hreyfingin sem við komum af stað er rétt að byrja,“ sagði Trump. Mun biðja fyrir Biden Trump sagði þá að hann myndi biðja fyrir því að Joe Biden, sem hafði betur gegn honum í forsetakosningunum í nóvember síðastliðnum, yrði farsæll í embætti. Hann talaði þó aðeins um „eftirmann“ sinn eða „nýja ríkisstjórn“ en nefndi Biden sjálfan aldrei á nafn. Trump verður ekki viðstaddur innsetningarathöfn Bidens. Verður það í fyrsta skipti sem lifandi forseti verður ekki viðstaddur innsetningarathöfn eftirmanns síns í meira en 150 ár. Ávarp Trumps í heild sinni má sjá hér að neðan. Á hádegi á morgun, miðvikudaginn 20. janúar, verður Joe Biden svarinn í embætti og verður 46. forseti Bandaríkjanna. Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Biden flaug í dag með leiguflugi frá Delaware til Washington-borgar, þar sem innsetningarathöfnin fer fram. Áður en hann hélt af stað ávarpaði hann hóp stuðningsmanna sinna af tilefni þess að nú hafa yfir fjögur hundruð þúsund Bandaríkjamenn látið lífið af völdum Covid-19. „Þetta eru myrkir tímar. En þó má alltaf finna ljós,“ sagði Biden áður en hann hélt af stað frá Delaware. Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Washington „eins og herstöð“ í aðdraganda embættistöku Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. 25 þúsund þjóðvarðliðar eru þar við störf vegna embættistöku Joes Biden á morgun. 19. janúar 2021 18:31 Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. 19. janúar 2021 12:20 Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Í ávarpinu fjallaði forsetinn fráfarandi meðal annars um árásina á þinghúsið í Washington-borg fyrr í þessum mánuði og sagðist sjálfur hafa verið óttasleginn að fylgjast með þegar æstur múgur braut sér leið inn í þinghúsið. Margir pólitískir andstæðingar forsetans hafa sakað hann um að hvetja til óeirðanna og hefur hann meðal annars verið ákærður í þinginu fyrir að hvetja til uppreisnar. „Pólitískt ofbeldi er árás á allt það sem okkur þykir vænt um sem Bandaríkjamönnum. Það má aldrei líðast. […] Nú þegar ég bý mig undir að afsala völdum mínum til nýrrar stjórnar, á hádegi á miðvikudag, vil ég að þið vitið að hreyfingin sem við komum af stað er rétt að byrja,“ sagði Trump. Mun biðja fyrir Biden Trump sagði þá að hann myndi biðja fyrir því að Joe Biden, sem hafði betur gegn honum í forsetakosningunum í nóvember síðastliðnum, yrði farsæll í embætti. Hann talaði þó aðeins um „eftirmann“ sinn eða „nýja ríkisstjórn“ en nefndi Biden sjálfan aldrei á nafn. Trump verður ekki viðstaddur innsetningarathöfn Bidens. Verður það í fyrsta skipti sem lifandi forseti verður ekki viðstaddur innsetningarathöfn eftirmanns síns í meira en 150 ár. Ávarp Trumps í heild sinni má sjá hér að neðan. Á hádegi á morgun, miðvikudaginn 20. janúar, verður Joe Biden svarinn í embætti og verður 46. forseti Bandaríkjanna. Kamala Harris verður fyrsta konan til að gegna embætti varaforseta og fyrsti varaforsetinn af asískum uppruna. Biden flaug í dag með leiguflugi frá Delaware til Washington-borgar, þar sem innsetningarathöfnin fer fram. Áður en hann hélt af stað ávarpaði hann hóp stuðningsmanna sinna af tilefni þess að nú hafa yfir fjögur hundruð þúsund Bandaríkjamenn látið lífið af völdum Covid-19. „Þetta eru myrkir tímar. En þó má alltaf finna ljós,“ sagði Biden áður en hann hélt af stað frá Delaware.
Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Washington „eins og herstöð“ í aðdraganda embættistöku Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. 25 þúsund þjóðvarðliðar eru þar við störf vegna embættistöku Joes Biden á morgun. 19. janúar 2021 18:31 Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. 19. janúar 2021 12:20 Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Washington „eins og herstöð“ í aðdraganda embættistöku Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. 25 þúsund þjóðvarðliðar eru þar við störf vegna embættistöku Joes Biden á morgun. 19. janúar 2021 18:31
Skilur eftir sig „djúpríki“ Trump-liða Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, mun skilja eftir sig mikinn fjölda opinberra starfsmanna sem voru upprunalega pólitískt skipaðir í störf sín. Erfitt mun vera fyrir ríkisstjórn Joe Biden að koma þessum mönnum frá. 19. janúar 2021 12:20
Biden hyggst framlengja ferðabannið Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti ætlar að framlengja ferðabann sem hefur hindrað komu nærri allra farþega án bandarísks ríkisfangs sem hafa á síðustu 14 dögum verið í Brasilíu, Bretlandi, Írlandi eða þeim 26 ríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu. Ísland er þeirra á meðal. 19. janúar 2021 06:35