Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Greenwood hand­tekinn fyrir að rjúfa skil­orð

    Mason Greenwood, leikmaður Manhester United hefur verið handtekinn á nýjan leik fyrir brot á skilorði. Greenwood var handtekinn í janúar en var sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hefur verið á skilorði síðan en braut það nýverið og var því handtekinn á nýjan leik.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Kanté missir að öllum líkindum af HM

    Það virðast litlar sem engar líkur á því að N‘Golo Kanté geta hjálpað Frakklandi að verja heimsmeistaratitil sinn í knattspyrnu þegar HM fer fram í Katar undir lok þessa árs. Talið er að miðjumaðurinn öflugi verði frá næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla aftan í læri.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ton­ey sá um Brig­hton

    Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Brentford vann 2-0 sigur á Brighton & Hove Albion þökk sé tveimur mörkum frá Ivan Toney. Sigurinn var merkilegur fyrir þær sakir að Brentford, heimalið kvöldsins, var aðeins 27 prósent með boltann.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Alexander-Arn­old fór sömu leið og Ari Freyr

    Trent Alexander-Arnold hefur verið með betri hægri bakvörðum heims að flestra mati undanfarin misseri. Hann var þó ekki alltaf bakvörður en færði sig þangað til að auka líkur sínar á að spila fyrir aðallið Liverpool.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Síminn braut ekki samkeppnislög með sölu enska boltans

    Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi ekki brotið gegn ákvæða sáttar við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport, í svonefndum Heimilispakka. 

    Viðskipti innlent
    Fréttamynd

    María útskrifaðist úr háskóla

    María Þórisdóttir, leikmaður Manchester United og norska fótboltalandsliðsins, nýtir tímann þegar hún er ekki inni á vellinum til að afla sér menntunar. Hún er nýútskrifuð með MBA-gráðu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Steve Bruce rekinn frá WBA

    Steve Bruce hefur stýrt sínum síðasta leik hjá West Bromwich Albion en enska b-deildarliðið ákvað að segja knattspyrnustjóranum upp störfum í morgun.

    Enski boltinn