Búist við að Guardiola muni sleppa beislinu af Haaland Enskir fjölmiðlar gera fastlega ráð fyrir því að Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, muni hafa Erling Haaland í framlínu liðsins gegn Liverpool í leik dagsins um Samfélagsskjöldinn. Fótbolti 30. júlí 2022 08:01
„Væri gaman að vinna hann einu sinni“ Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir leik dagsins við Manchester City, vera félagi sínu mikilvægan. Samfélagsskjöldurinn er eini enski bikarinn sem Klopp hefur ekki tekist að vinna á stjóratíð sinni í Bítlaborginni. Fótbolti 30. júlí 2022 07:01
Laporte ekki með á morgun Spænski varnarmaðurinn Aymeric Laporte verður ekki með Manchester City þegar liðið mætir Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn á morgun. Hann mun ekki snúa aftur fyrr en í september. Fótbolti 29. júlí 2022 22:00
Jóhann Berg enn frá er Burnley vann fyrsta leik Jóhann Berg Guðmundsson var utan hóps Burnley sem vann Huddersfield í fyrstu umferð ensku Championship-deildarinnar í kvöld. Fótbolti 29. júlí 2022 21:01
Fyrrverandi fyrirliði og stjóri Arsenal látinn Terry Neill, fyrrverandi fyrirliði og knattspyrnustjóri Arsenal, er látinn, áttatíu ára að aldri. Enski boltinn 29. júlí 2022 15:31
Klopp hefur áhyggjur og bætir við æfingaleik eftir að tímabilið er byrjað Tímabilið hjá Liverpool hefst formlega á morgun þegar liðið mætir Englandsmeisturum Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Knattspyrnustjóri Liverpool hefur einhverjar áhyggjur af undirbúningi liðsins. Enski boltinn 29. júlí 2022 10:30
„Cristiano Ronaldo færi í Liverpool ef hann ætti möguleika á því“ Cristiano Ronaldo reynir nú allt til þess að komast frá Manchester United og í lið sem spilar í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Enski boltinn 29. júlí 2022 09:00
Ein af þremur nauðgunarákærum úrvalsdeildarleikmannsins felld niður Lögreglan í Bretlandi hefur hætt rannsókn sinni á einni af meintum nauðgunum enska úrvalsdeildarleikmannsins sem var handtekinn fyrr í sumar. Enski boltinn 29. júlí 2022 07:31
Klopp tekur af öll tvímæli um framtíð Firmino Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir ekkert til í því sem fram hefur komið í ítölskum fjölmiðlum síðustu daga að Roberto Firmino sé að nálgast vistaskipti til Juventus. Fótbolti 28. júlí 2022 22:03
Enn pattstaða hjá Ronaldo og Manchester United Fundarhöld Cristiano Ronaldo og teymisins í kringum hann og forráðamönnum Manchester United skilaði engri niðurstöðu að sögn Skysports. Fótbolti 28. júlí 2022 17:37
Rúnar Alex gæti verið á leið í Íslendinganýlenduna Rúnar Alex Rúnarsson er orðaður við ríkjandi meistara í Danmörku, FC Københaven í frétt sem birtist á Tipsbladet í dag. Fótbolti 28. júlí 2022 17:27
Liverpool neyðist líklega til að nota þriðja markvörðinn í leiknum um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn rúllar af stað um helgina þegar keppni í ensku B-deildinni hefst annað kvöld. Á sunnudaginn munu svo Liverpool og Manchester City keppa um fyrsta titil tímabilsins, Samfélagsskjöldinn. Enski boltinn 28. júlí 2022 16:31
Leikmenn Villa sektaðir fyrir að koma ekki með afmælisköku Leikmenn Aston Villa þurfa að hegða sér reglum samkvæmt, annars bíða þeirra háar sektir. Þetta má glöggt sjá á lista yfir sektir sem þeir þurfa að greiða sem hefur ratað á veraldarvefinn. Enski boltinn 28. júlí 2022 15:00
Gerrard tók fyrirliðabandið af landsliðsmiðverðinum sínum Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, ákvað að gera breytingu á fyrirliða liðsins fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 28. júlí 2022 13:01
Sonur gamla körfuboltamannsins í Val og Breiðabliki í ensku úrvalsdeildina Bandaríski landsliðsmaðurinn Chris Richards hefur fært sig úr þýsku bundesligunni yfir í ensku úrvalsdeildina. Enski boltinn 28. júlí 2022 10:00
Hver er „slátrarinn frá Amsterdam“ sem Man. United borgaði níu milljarða fyrir? Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, náði loksins í sinn mann í gær þegar United gekk frá kaupunum á Lisandro Martinez frá hollenska félaginu Ajax. Enski boltinn 28. júlí 2022 09:31
Stuðningsmannaklúbbur Atletico Madrid vildi alls ekki fá Cristiano Ronaldo Framtíð Cristiano Ronaldo hefur verið upp í lofti síðustu vikur eftir að það lak út að hann vildi spila með liði sem væri með í Meistaradeildinni. Þar verður lið Manchester United ekki á komandi leiktíð. Enski boltinn 28. júlí 2022 08:01
Gamlir leikmenn á háum launum voru að drepa Arsenal Edu Gaspar, yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, segir að eldri leikmenn félagsins á himinháum launum voru á góðri leið með að gera útum Arsenal. Enski boltinn 28. júlí 2022 07:01
Liverpool tapaði lokaleiknum í Austurríki Þrátt fyrir mikla yfirburði tókst Liverpool ekki að leggja austuríska liðið RB Salzburg af velli í síðasta vináttuleik liðsins fyrir næsta leiktímabil. Lokatölur voru 1-0 fyrir Salzburg. Fótbolti 27. júlí 2022 20:30
United staðfestir komu Martínez Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United staðfesti í dag komu argentínska varnarmannsins Lisandro Martínez fá Ajax. Enski boltinn 27. júlí 2022 15:45
West Ham kaupir hávaxinn ítalskan landsliðsframherja Enska úrvalsdeildarliðið West Ham hefur gengið frá kaupum á hinum stæðilega ítalska framherja Gianluca Scamacca. Enski boltinn 27. júlí 2022 09:01
Ekkert til í því að Ronaldo sé á leið til Atlético Madrid Enrique Cerezo, forseti spænska fótboltafélagsins Atlético Madrid, segir ekkert til í þeim sögusögnum að portúgalski landsliðsframherjinn Cristiano Ronaldo sé á leið til félagsins. Fótbolti 26. júlí 2022 23:03
Hyggjast taka harðar á ólátum áhorfenda Enska knattspyrnusambandið og enska úrvalsdeildin hafa kynnt nýjar reglur sem ætlað er að temja ólátahegðun áhorfenda. Töluvert var um að stuðningsmenn stormuðu inn á velli á Englandi í lok leikja á síðustu leiktíð. Fótbolti 26. júlí 2022 12:45
Ronaldo ræðir við Ten Hag um framtíð sína í dag Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo mun setjast niður með nýráðnum knattspyrnustjóra Manchester United, Erik ten Hag, í dag til að ræða um framtíð sína hjá Manchester United. Enski boltinn 26. júlí 2022 07:32
Reading kynnir nýja umhverfisvæna knattspyrnutreyju úr plastflöskum Knattspyrnufélagið Reading á Englandi hefur vakið athygli fyrir nýju knattspyrnutreyju sína fyrir næsta leiktímabil. Treyjan er alfarið búin til úr endurunnum plastflöskum og getur sjálf verið endurunnin í framtíðinni. Ítalski fataframleiðandinn Macron sér um að framleiða treyjurnar. Fótbolti 26. júlí 2022 06:56
Manchester United ætlar ekki að selja Martial þrátt fyrir áhuga frá Ítalíu Það er ekki langt um liðið síðan Manchester United reyndi að gera allt til að losa Anthony Martial af launaskrá sinni en í dag er staðan önnur þar sem franski framherjinn virðist vera að ganga í gegnum endurnýjaða lífdaga hjá félaginu. Enski boltinn 25. júlí 2022 23:31
Guardiola: Haaland þarf meiri tíma Það tók Erling Haaland ekki nema 12 mínútur að skora fyrsta markið sitt í treyju Manchester City þegar liðið vann 1-0 sigur á Bayern München á undirbúningstímabili liðanna í Bandaríkjunum. Fótbolti 25. júlí 2022 23:00
Stuðningsmenn Atletico mótmæla hugsanlegri komu Ronaldo Cristiano Ronaldo er sagður vera á leið frá Manchester United og hefur verið orðaður við hin ýmsu lið víðs vegar um Evrópu í allt sumar. Nú síðast var hann orðaður við Atletico Madrid en stuðningsmenn Atletico tóku þó ekki vel í þann orðróm og blésu til mótmæla á samfélagsmiðlum. Enski boltinn 25. júlí 2022 22:31
Gary Neville hvetur Frenkie de Jong til að lögsækja Barcelona Gary Neville, sparkspekingur hjá Skysports, telur að Frenkie de Jong og aðrir leikmenn Barcelona ættu að sækja lagalegan rétt sinn gagnvart félaginu vegna vangreiddra launa. Fótbolti 25. júlí 2022 18:16
Manchester United kynnir nýjan framherja til leiks Manchester United tilkynnti í dag að félagið hefði samið við spænska landsliðsframherjann Lucia Garcia sem kemur til félagsins frá Athletic Bilbao. Fótbolti 25. júlí 2022 14:34