Cristiano Ronaldo vill 83 milljóna bætur fá lögmanni konunnar frá Las Vegas Máli Cristiano Ronaldo og konunnar frá Las Vegas sem kærði hann fyrir nauðgun er ekki alveg lokið þótt að dómari hafi vísað kærumáli konunnar frá. Nú vilja lögmenn Ronaldo fá bætur. Enski boltinn 30. júní 2022 08:31
Umboðsmaður Rooneys gæti verið í veseni eftir að hafa borgað laun leikmanna Paul Stretford, umboðsmaður knattspyrnuþjálfarans Wayne Rooney, sætir nú rannsókn af hálfu enska knattspyrnusambandsins, FA, eftir að hann var sakaður um að hafa borgað leikmönnum og starfsfólki Derby County laun í laumi. Enski boltinn 29. júní 2022 23:30
Lukaku genginn í raðir Inter á nýjan leik Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er genginn í raðir Inter Milan á nýjan leik. Leikmaðurinn hefur verið lánaður frá Chelsea til Inter, aðeins tæpu ári eftir að hann fór í hina áttina fyrir metfé. Enski boltinn 29. júní 2022 19:46
Liverpool strákurinn kom enska 19 ára landsliðinu í úrslitaleikinn England og Ísrael munu spila til úrslita um Evrópumeistaratitil nítján ára landsliða en undanúrslitaleikirnir fóru fram í gær. Enski boltinn 29. júní 2022 14:31
Maguire fékk frí frá fyrstu æfingum United til að njóta hveitibrauðsdaganna Manchester United hóf í vikunni æfingar undir stjórn nýja knattspyrnustjórans Erik ten Hag. Það voru þó ekki allir leikmenn liðsins mættir á svæðið til að sýna sig og sanna fyrir nýja stjóranum. Enski boltinn 29. júní 2022 10:31
Beðið eftir að Arsenal staðfesti endanlega Gabriel Jesus Gabriel Jesus kláraði læknisskoðun hjá Arsenal og allt er klárt milli Manchester City og Arsenal samkvæmt heimildum eins mesta skúbbara fótboltans í dag. Enski boltinn 29. júní 2022 07:42
Hafa safnað yfir 20 þúsund undirskriftum til að mótmæla styrktaraðila Everton Yfir 20 þúsund manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem nýjum aðalstyrktaraðila Everton er mótmælt. Enska úrvalsdeildarfélagið mun bera auglýsingu frá veðmálafyrirtæki framan á treyjum sínum á næsta tímabili og það hefur farið heldur illa í stupningsmenn félagsins. Enski boltinn 29. júní 2022 07:01
Fullyrðir að Chelsea og Leeds séu búin að ná samkomulagi um kaupin á Raphinha Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano fullyrðir á Twitter-síðu sinni að Chelsea og Leeds séu búin að ná samkomulagi um kaupin á brasilíska kantmanninum Raphinha. Enski boltinn 28. júní 2022 23:01
United nálægt því að stela Malacia af Lyon Manchester United virðist vera búið að ranka við sér á félagaskiptamarkaðnum, allavega ef marka má heimildir fótboltavéfréttarinnar Fabrizio Romano. Enski boltinn 28. júní 2022 16:30
Stórstjarnan lék sér með strákum á ströndinni Það syttist óðum í það að Erling Haaland mæti í ensku úrvalsdeildina en þessa dagana nýtur hann síðustu daganna í sumarfríinu áður en hann mætir í vinnuna hjá Manchester City. Enski boltinn 28. júní 2022 15:30
Chelsea gæti náð í tvo leikmenn Manchester City Raheem Sterling er ekki eini leikmaður Manchester City sem gæti verið á leiðinni til Chelsea ef marka má enska fjölmiðla. Enski boltinn 28. júní 2022 09:31
Hefur óþol fyrir kjaftæði, segir það sem honum finnst og er með einkar þétt handaband Grétar Rafn Steinsson var á dögunum ráðinn til enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur þar sem hann mun hafa umsjón með frammistöðu leikmanna liðsins. Enski boltinn 28. júní 2022 07:01
Newcastle að ganga frá kaupunum á Botman Það virðist nær klappað og klárt að hollenski miðvörðurinn Sven Botman verði leikmaður Newcastle United. Talið er að hann muni kosta félagið í kringum 37 milljónir evra. Enski boltinn 27. júní 2022 21:16
Spurs ætlar að plokka skrautfjaðrirnar af Everton Þrátt fyrir að hafa náð í nokkra sterka leikmenn í sumar er Tottenham ekki hætt á félagaskiptamarkaðnum. Enski boltinn 27. júní 2022 15:30
Petr Cech hættur hjá Chelsea Það eru umrótatímar hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea eftir að nýir eigendur tóku yfir félagið. Enski boltinn 27. júní 2022 08:46
Segja að Barcelona hafi viljað fá Harry Maguire sem hluta af sölunni á De Jong Manchester United leitar þessa dagana leiða til að fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong frá spænska félaginu Barcelona en félögin hafa enn ekki náð saman. Enski boltinn 27. júní 2022 08:01
Tilboð Clowes í Derby samþykkt Tilboð David Clowes í Derby County hefur verið samþykkt og hann vonast til að klára kaupin á félaginu næstkomandi miðvikudag. Enski boltinn 26. júní 2022 23:15
West Ham kaupir Areola frá París Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United hefur fest kaup á franska markverðinum Alphonse Areola. Hann kemur frá París Saint-Germain en markvörðurinn var á láni hjá West Ham á síðustu leiktíð. Enski boltinn 26. júní 2022 15:32
Chelsea boðið að bera víurnar í Ronaldo Forráðamönnum Chelsea hefur verið boðið að gera tilboð í Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United, ef marka má frétt Telegraph. Fótbolti 25. júní 2022 21:30
West Ham gerir Lingard tilboð West Ham United hefur gert enska sóknartengiliðnum Jesse Lingard samningstilboð. Það er Skysports sem greinir frá þessu. Fótbolti 25. júní 2022 20:00
Pogmentary fær verstu mögulegu einkunn á IMDB The Pogmentary, ný heimildarmynd um lífshlaup franska fótboltamannsins Paul Pogba er með verstu mögulegu einkunn á kvikmyndavefnum IMDb þar sem mögulegt er að afla upplýsinga um kvikmyndir og gefa þeim einkunn. Fótbolti 25. júní 2022 18:00
Mike Riley hættir sem yfirmaður dómaramála í enska boltanum Mike Riley mun segja starfi sínu sem yfirmaður dómaramála í ensku úrvalsdeildinni lausu á næsta tímabili. Enski boltinn 25. júní 2022 15:01
AC Milan hefur áhuga á Ziyech sem hefur óskað eftir sölu frá Chelsea Marokkóski knattspyrnumaðurinn Hakim Ziyech hefur óskað eftir sölu frá Chelsea ef marka má erlenda miðla. Þá eru Ítalíumeistarar AC Milan sagðir hafa áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. Enski boltinn 25. júní 2022 12:46
Nýliðarnir fá nígerískan landsliðsmann fyrir metfé Nottingham Forest, nýliðar í ensku úrvalsdeildinni, hafa fengið nígeríska landsliðsmanninn Taiwo Awoniyi til liðs við félagið frá Union Berlin fyrir metfé. Enski boltinn 25. júní 2022 10:30
Búast við því að Ronaldo verði áfram hjá United þrátt fyrir fréttir af pirringi Þrátt fyrir fréttir af pirringi Cristiano Ronaldo yfir metnaðarleysi Manchester United á leikmannamarkaðinum er búist við því að portúgalska stórstjarnan verði áfram í herbúðum félagsins á næsta tímabili. Enski boltinn 25. júní 2022 08:00
Arsenal og Manchester City ná samkomulagi um kaupin á Jesus Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greindi frá því í gærkvöldi að Arsenal og Manchester City væru búin að ná munnlegu samkomulagi um kaupverð á brasilíska framherjanum Gabriel Jesus. Enski boltinn 25. júní 2022 07:00
Englandsmeistararnir ná samkomulagi við Leeds um kaupin á Phillips Englandsmeistarar Manchester City hafa náð samkomulagi við Leeds United um kaupin á miðjumanninum Kalvin Phillips. Enski boltinn 24. júní 2022 23:31
Rooney hættir sem þjálfari Derby Knattspyrnustjórinn Wayne Rooney hefur beðið forráðamenn enska C-deildarliðsins Derby County að hann vilji losna undan skyldum sínum sem þjálfari aðalliðsins. Enski boltinn 24. júní 2022 19:01
Ten Hag hafði ekki áhuga á að vinna með Rangnick Ein stærsta ástæðan fyrir því að Ralf Rangnick yfirgaf Manchester United var sú að Erik ten Hag, nýr knattspyrnustjóri liðsins, vildi ekki vinna með honum. Enski boltinn 24. júní 2022 14:30
Ronaldo íhugar að yfirgefa Man United vegna metnaðarleysis á leikmannamarkaðnum Stórstjarnan Cristiano Ronaldo er langt því frá ánægður með metnaðarleysi Manchester United á leikmannamarkaðnum. Félagið á enn eftir að festa kaup á sínum fyrsta leikmanni síðan Erik ten Hag tók við. Enski boltinn 24. júní 2022 09:01