Forest skaust upp í annað sæti Ótrúlegt gengi Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni hélt áfram í dag er liðið vann 0-2 sigur gegn Everton. Fótbolti 29. desember 2024 17:12
Ófarir Spurs halda áfram Tottenham gengur flest í mót þessa dagana en liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Wolves á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 29. desember 2024 17:00
Enduðu árið með stæl Liverpool vann afar öruggan 0-5 sigur er liðið heimsótti West Ham í síðasta leik liðanna á árinu 2024. Enski boltinn 29. desember 2024 16:48
Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enginn virðist óhultur þegar Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í Manchester United, brýnir niðurskurðarhnífinn, ekki einu sinni góðgerðarsamtök félagsins. Enski boltinn 29. desember 2024 15:15
Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Preston lyfti sér upp í 13. sæti ensku B-deildarinnar með 3-1 sigri á Sheffield Wednesday í dag. Enski boltinn 29. desember 2024 14:32
„Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Declan Rice, leikmaður Arsenal, er bjartsýnn fyrir nýju ári og vonast til að liðið vinni titla árið 2025. Fótbolti 28. desember 2024 16:17
Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Forráðamenn enska liðsins Stoke hafa litla þolinmæði fyrir slæmu gengi liðsins og hafa nú rekið annan þjálfarann á tímabilinu. Fótbolti 28. desember 2024 15:44
Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Óhætt er að segja að það séu nokkur stór nöfn á listanum yfir þá leikmenn sem renna út á samningi í ensku úrvalsdeildinni næsta sumar. Fótbolti 28. desember 2024 14:17
Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Meiðslalisti Tottenham Hotspur lengist bara og lengist og í hlutfalli við listann eykst hausverkur þjálfara liðsins, Ange Postecoglou. Fótbolti 28. desember 2024 13:30
Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Markmannsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fylgdist vel með þegar Hákon Rafn Valdimarsson þreytti frumraun sína með Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fotbolta. Hann segir Hákon vera betri markvörð en keppinaut hans um markvarðarstöðu liðsins. Enski boltinn 28. desember 2024 11:31
Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka verður frá keppni í meira en tvo mánuði vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 5-1 sigri Arsenal gegn Crystal Palace. Fótbolti 28. desember 2024 10:48
Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon Rafn Valdimarsson varð í gær 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi. Fótbolti 28. desember 2024 08:02
Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Hákon Rafn Valdimarsson lék sinn fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Brentford er hann kom inn af varamannabekknum í markalausu jefntefli gegn Brighton & Hove Albion í kvöld. Fótbolti 27. desember 2024 21:27
Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Cristiano Ronaldo, fyrrverandi leikmaður Manchester United og einn besti knattspyrnumaður allra tíma, segir að landi hans hjá United muni koma liðinu á rétta braut. Fótbolti 27. desember 2024 21:05
Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Arsenal vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti nýliðum Ipswich í lokaleik 18. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Enski boltinn 27. desember 2024 19:46
Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Ruben Amorim, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, segist gera sér grein fyrir því að hann gæti átt í hættu á því að vera rekinn úr starfi ef liðið fer ekki að vinna leiki. Fótbolti 27. desember 2024 18:02
Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Curtis Jones, miðjumaður Liverpool, lék í gær sinn hundraðasta leik fyrir félagið og hélt upp það með marki í 3-1 sigri á Leicester. Jones hafði þó ekki hugmynd um áfangann fyrr en hans gamli stjóri benti honum á það. Enski boltinn 27. desember 2024 14:18
„Ég var að skjóta“ Matheus Cunha, leikmaður Wolves, segist hafa verið að skjóta þegar hann skoraði beint úr hornspyrnu gegn Manchester United í gær. Enski boltinn 27. desember 2024 12:47
Harmur hrokagikksins Haaland Norðmaðurinn Erling Haaland hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu, frekar en liðsfélagar hans í Manchester City. Enginn hefur klúðrað fleiri marktækifærum í ensku úrvalsdeildinni frá því að Norðmaðurinn lét hrokafull ummæli falla eftir jafntefli við Arsenal í haust. Enski boltinn 27. desember 2024 11:30
City ætlar að kaupa í janúar Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að félagið verði að reyna að bæta í leikmannahópinn þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður í næsta mánuði. Enski boltinn 27. desember 2024 10:02
Gary sem stal jólunum Fyrrum fótboltamaðurinn Gary Neville er ekki mikill aðdáandi hátíðanna í desember. Einkar kassalaga maðurinn kann illa við að breytingu á rútínu sinni, hatar kalkún og vakir aldrei til miðnættis á gamlárskvöld. Enski boltinn 27. desember 2024 09:30
Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Franski landsliðsmaðurinn Randal Kolo Muani, sem er úti í kuldanum hjá Paris Saint-Germain, er orðaður við ýmis félög, meðal annars Liverpool. Enski boltinn 27. desember 2024 08:32
Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki hafa hugmynd um hversu langan tíma það tekur fyrir Rauðu djöflana að verða betri. Enski boltinn 27. desember 2024 08:03
Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Ruben Amorim stýrði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni sjöunda sinn í gærkvöldi og tapaði 2-0. Þetta var fjórða deildartapið frá því að hann tók við, sem enginn í þjálfari í sögu félagsins hefur verið jafn fljótur að gera. Enski boltinn 27. desember 2024 06:48
Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Liverpool nýtti tækifærið og er nú með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur gegn Leicester. Heimamenn lentu snemma undir en höfðu annars völdin á vellinum mest allan leikinn. Enski boltinn 26. desember 2024 22:00
Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Aston Villa ætlar að áfrýja rauða spjaldinu sem framherjinn Jhon Duran fékk að líta í leik liðsins gegn Newcastle fyrr í dag. Þriggja leikja bann blasir við framherjanum. Enski boltinn 26. desember 2024 21:03
Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Wolverhampton Wanderers unnu 2-0 gegn Manchester United í átjándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrirliðinn Bruno Fernandes var rekinn af velli rétt áður en Úlfarnir tóku forystuna með marki beint úr hornspyrnu. Enski boltinn 26. desember 2024 19:31
Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Jason Daði Svanþórsson skoraði sitt annað deildarmark á tímabilinu í 2-1 sigri Grimsby gegn Harrogate. Enski boltinn 26. desember 2024 17:48
Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham, sem vann 2-0 gegn Burton og komst upp í efsta sæti ensku C-deildarinnar, stigi ofar og með leik til góða á liðið fyrir neðan. Enski boltinn 26. desember 2024 17:38
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti