Vörumerkið Ísland Orðspor Íslands og Íslendinga er ekki sérlega beysið úti í heimi þessa dagana. Þetta er auðvitað vond staða. Mun verra er þó að sjálfstraust þjóðarinnar virðist vera sigið niður að sjávarmáli. Fastir pennar 10. desember 2008 06:00
Áttu nóg, áttu afgang? Landsins fjölsóttasti bloggari viðurkenndi það á mánudag: honum var þorrinn allur þróttur – svartsýnin sótti hann heim og settist upp í hans sálarranni. Bakþankar 10. desember 2008 06:00
Stóri bróðir enn á kreiki Frjálshyggjan hefur ýmsar ásjónur og sumar kannske nokkuð óvæntar. Frá ómunatíð hafa yfirvöld reynt að njósna sem vendilegast um þegna sína, sett á stofn leyniþjónustur ýmislegar og ráðið til þeirra menn með spæjarahæfileika. Fastir pennar 10. desember 2008 06:00
Tíminn nýtist til að undirbúa kosningar Slökkviliðsstarfi á vegum ríkisins er lokið að mestu og brunavaktin tekin við. Bankarnir hafa verið teknir yfir og búið að koma á gjaldeyrishöftum sem verja krónuna frekara falli í bili. Við tekur einkennilegt tómarúm þar sem algjör óvissa virðist ríkja um hvaða stefnu skuli taka til framtíðar hjá þjóðinni. Fastir pennar 10. desember 2008 00:01
Steinn í skó Ég stóð mig að því að slökkva á sjónvarpinu um daginn þegar einhver ráðalaus ráðamaðurinn sat fyrir svörum. Ég var orðin hundleið á kreppunni. Bakþankar 9. desember 2008 16:59
Sjávarútvegurinn Umræðan um Evrópusambandsaðildina getur enn þróast í tvær áttir. Hún getur dýpkað í breitt málefnalegt mat á heildarhagsmunum. Hitt getur líka gerst að hún einfaldist í farvegi yfirborðskenndra slagorða. Fastir pennar 9. desember 2008 16:56
Á aðventu Það glaðnar til í skammdeginu þegar aðventan gengur í garð. Hugvitsamlegar ljósaskreytingar sjást hvarvetna, bæði í úthverfum og miðbænum og jólalögin hljómahvar sem maður kemur. Jólabækurnar vekja áhuga og eftirvæntingu og yfirleitt uppselt á tónleika kóra og einsöngvara. Um leið og þetta er tími amstur og anna, er þetta tími tilhlökkunar, gleði og vinafunda. En einkum og sér í lagi er þetta, og á að vera, gæðatími barna og fjölskyldulífs. Fastir pennar 9. desember 2008 06:00
Samráð í stað einangrunar Viðvörunarbjöllurnar gullu með vaxandi þunga í aðdraganda bankahrunsins í haust. Þar voru hagfræðingar á ferð, bæði innlendir og erlendir, og einnig stjórnmálamenn og ýmsir aðrir sem gerðu sér grein fyrir því að íslenska fjármálaundrið væri ekki undur heldur nær því að vera tálsýn. Fastir pennar 8. desember 2008 07:00
Nýja manngildið Ekki dettur mér í hug að halda því fram að við séum öll samsek í hruninu en hitt er annað mál að samfélag okkar var sjúkt. Verðmætamatið var brenglað. Sameiginleg auðlind landsmanna sem nýtt hafði verið gegnum aldirnar af þjóðinni var afhent nokkrum fjölskyldum sem síðan tóku að rukka þá sem sjóinn vildu sækja fyrir aðgang. Þá var fjandinn laus. Fastir pennar 8. desember 2008 06:30
Góðu stelpurnar Það voru þrjár stelpur í hverfinu mínu sem aldrei virtust fara út úr húsi svo þær væru ekki að hjálpa mæðrum sínum. Þær fóru út með ruslið fyrir þær, skruppu út í búð eða sátu yfir systkinum sínum á rólóvöllunum. Bakþankar 8. desember 2008 06:00
Persónukjör er ekki leiðin áfram Persónukjör og einmenningskjördæmi virðist hávær krafa í hinu nýja Íslandi. Núverandi stjórnmálakerfi hafi brugðist, stjórnmálamennirnir og flokkarnir hafi brugðist og því verði að leita nýrra leiða til að velja stjórnmálafólk á hið háa Alþingi til að endurvekja traust á stjórnmálamönnum. Fastir pennar 7. desember 2008 08:00
Brennandi brunabíll Fyrir mánuði mætti ég í laugardagsmótmælin í fyrsta sinn. Við gengum frá Hlemmi niður á Austurvöll. Sturla Jónsson fór fyrir göngunni á vörubíl og Snorri Ásmundsson hrópaði í gjallarhorn af palli hans: „Vík burt ríkisstjórn! Vík burt ríkisstjórn!" Fastir pennar 7. desember 2008 06:00
Lygamöntrur Tungumálið er sennilega hættulegasta vopnið sem maðurinn hefur fundið upp. Með því virðist nefnilega vera hægt að svipta venjulegt fólk heilbrigðri skynsemi og telja því trú um nánast hvaða himinhrópandi vitleysu sem er. Bakþankar 7. desember 2008 06:00
Umhugsunarefni Orsakir og afleiðingar bankahrunsins hafa eðlilega beint athygli manna að stjórnkerfinu og skipulagi þess. Spurningar hafa vaknað hvort annars konar stjórnskipan gæti þjónað betur markmiðum nýrra tíma. Fastir pennar 6. desember 2008 06:30
Af fleytingum Jón Páll Jakobsson hóf útgerðar-sögu sína á Bíldudal aðeins fimm ára gamall. Ég væri ekki að minnast á þetta nema vegna þess að þá hófst mín útgerðarsaga líka. Þannig var mál með vexti að karl faðir hans hafði hent litlu bretti sem verið hafði við útidyrnar. Fengum við þá korkbúta hjá Runna rafvirkja og negldum undir en síðan var ýtt úr vör. Bakþankar 6. desember 2008 06:00
Gaffall Boðið var upp á nýja sýningu í leikhúsi fáránleikans í gær þegar formaður bankastjórnar Seðlabankans lék nýjum leik í pólitískri refskák bankastjórnarinnar gegn ríkisstjórni Fastir pennar 5. desember 2008 12:53
Komdu fagnandi Hrollvekjan Dýragrafreiturinn – Pet Cemetery – eftir Stephen King fjallar um grafreit sem er þeirri ónáttúru gæddur að þeir sem þar eru huslaðir, dýr og menn, ganga aftur og ekki eins og þeir áttu að sér að vera; einhver meinsemd hefur tekið sér bólfestu í þeim – einhver illska. Það er auðvitað ljótt að segja en sá grunur læðist að manni að eitthvað álíka hljóti að hafa hent Davíð Oddsson. Þegar pólitískur ferill Davíðs var borinn í grafhýsið við Kalkofnsveg undir fallegum minningarorðum héldum við að þar með væri þetta búið, einum kafla væri lokið og annar að hefjast. Aldeilis ekki. Davíð er snúinn aftur og skæðari en nokkru sinni áður. Er Seðlabankinn nokkuð reistur á fornu kumli? Bakþankar 5. desember 2008 07:00
Skotsilfur Egils Umræðan um starfsmanna- og launamál RÚV tók áhugaverða litla beygju í vikunni. Egill Helgason ákvað að opinbera eigin launakjör á vefsíðu sinni til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þau eru um 800 þúsund á mánuði, auk jakkafata, síma og frírra áskrifta að helstu fjölmiðlum. Bakþankar 4. desember 2008 07:00
Stjórnarskipti? Hvernig? Krafan um tafarlaus stjórnarskipti nú þarf ekki að valda stjórnarkreppu, nema stjórnmálaflokkarnir kjósi að framkalla slíka kreppu. Ef ríkisstjórnin segir af sér á morgun, getur forseti Íslands með samþykki þingsins skipað utanþingsstjórn, samdægurs ef því væri að skipta, og hún tæki þá strax við framkvæmdarvaldinu, þar með talið sambandið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Skipun slíkrar stjórnar myndi veita svigrúm til að fresta kosningum um óákveðinn tíma, væri það talið æskilegt eins og sakir standa. Fastir pennar 4. desember 2008 06:00
Uppsagnarbréf í pósti Æ fleiri safnast nú í hóp hinna atvinnulausu. Daglega berast tilkynningar um uppsagnir og samdráttarverkir gerast nú harðir í samfélaginu. Brátt fer að reyna á hversu vel samfélagsvefurinn er ofinn til að taka á móti þeim vanda. Framundan eru myrkustu mánuðir ársins, nú reynir á hina kristilegu samlíðan sem við státum okkur svo af á tyllidögum, nú reynir á þá siðmennt sem hefur verið grunnur samfélagsins frá því landið byggðist. Fastir pennar 4. desember 2008 04:00
Grasrótin tekur við sér Í krísufræðunum þykir mikilvægt að uppfylla nokkur grunnskilyrði þegar hamfarir ríða yfir. Meðal þess sem skiptir hvað mestu máli er annars vegar heiðarleg og hröð upplýsingagjöf og hins vegar að virkja fólk til góðra verka með því að láta ganga út skýr skilaboð um hvernig hægt er að leggja hönd á plóg við ófyrirséðar erfiðar aðstæður. Fastir pennar 3. desember 2008 07:00
Í ilmvatnsskýi Við lifum á merkilegum tímum. Landsmenn flykkjast út á götur og mótmæla og það þykir lítið ef aðeins nokkur hundruð manns mæta á mótmæli. Gamlir mótmælahundar vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið; hvort þeir eiga að fagna auknum liðsauka við mótmæli eða finnast sem verið sé að kássast upp á þeirra júffertu. Bakþankar 3. desember 2008 05:00
Orrustan um Ísland Þetta var klassískur Davíð. Stefna hans hafði beðið algjört og varanlegt skipbrot. Með hann við stýrið lá þjóðarskútan brotin í spón upp við klett og íslenska þjóðin ekki bara rúin inn að skinni heldur fordæmd og fyrirlitin í öllum þeim löndum sem hún hefur þráð viðurkenningu hjá allt frá því að hún fór fyrst að tifa óstyrkum fótum. Fastir pennar 3. desember 2008 04:00
Góðærisbörn og kreppubörn Ég eignaðist son minn um svipað leyti og Björgólfur eignaðist Landsbankann. Þeir eiga það sameiginlegt, guttinn og bankinn, að hafa ekki tamið sér mikla hógværð. Fyrsta sunnudag í aðventu bökuðum við mæðginin til dæmis smákökur. Hann söng hástöfum við baksturinn, sagðist vera besti bakari í heimi og hlakkaði ægilega til að segja öðrum frá meistaratöktum sínum. Bakþankar 2. desember 2008 06:00
Ekki benda á mig Það er ekki lengur hægt að láta menn komast upp með þann hálfsannleik að fjármálakreppan sem valdið hefur íslensku hagkerfi stórfelldum skakkaföllum sé eins og fellibylur sem kemur að utan og að hending ein valdi því að hann orsaki meiri skaða á einum stað en öðrum. Fastir pennar 2. desember 2008 06:00
Launamunur kynja er úreltur Konur á Íslandi eru með 16,3 prósentum lægri laun en karlar eftir að tekið hefur verið tillit til vinnutíma, starfs, menntunar, aldurs, atvinnugeira og þess hvort fólk er sjálfstætt starfandi eða launþegar. Þetta er óásættanleg staðreynd á árinu 2008. Fastir pennar 2. desember 2008 06:00
Gott að muna í kreppu Rétt fyrir og eftir jól bregst ekki að á hverju ári eiga börnin mín afmæli. Án þess að hafa fræðilega rannsókn til stuðnings tel ég einsýnt að margt fólk eigi sinn persónulega fengitíma eins og hver annar búfénaður og hafi þannig sterka tilhneigingu til að eignast börnin sín á einni og sömu árstíðinni. Vegna þess að mér er ýmislegt betur gefið en hagsýni eiga allar dæturnar afmæli um þessar mundir. Einmitt á mesta útgjaldatíma ársins. Kreppa eða ekki kreppa. Bakþankar 1. desember 2008 06:15
Stjórnmálamenn kenna öðrum um Ég get ekki tekið ábyrgð á framferði bankamanna," segir Geir H. Haarde forsætisráðherra í viðtali við amerísku fréttaveituna AP um helgina. Í viðtali Kastljóssins lýsti formaður bankastjórnar Seðlabankans þeirri skoðun að þjóðin ætti ekki að bera kostnað af skuldum "óreiðumanna" í útlöndum. Smám saman er verið að stilla saman strengi. Bankamenn skulu bera ábyrgð á stöðu efnahagsmála hér. "Ég tel mig ekki persónulega ábyrgan," segir Geir við AP. Sökin er annarra, segja þessir háu herrar siglandi hraðbyri með þjóðina í umhverfi hafta, fátæktar og mögulega dollarabúða. Fastir pennar 1. desember 2008 06:00
Alla söguna takk Krafan um að rannsóknin á hruni bankanna nái líka yfir aðdraganda einkavæðingar þeirra er sanngjörn. Í raun er bráðnauðsynlegt að Alþingi taki af öll tvímæli um að sá kafli verði hluti af starfslýsingu fyrirhugaðrar rannsóknarnefndar. Fastir pennar 30. nóvember 2008 06:00
Mamma Mia Ég man eftir því að hafa velt því fyrir mér þegar ég var lítil hvor væri meiri pæja, Agnetha Fältskog eða Anni-Frid Lyngstad. Þá bjó ég í Svíþjóð og söngkonur Abba þóttu afbragð annarra kvenna. Bakþankar 30. nóvember 2008 06:00