Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Óþrifnaður við gosstöðvarnar

Mörg hundruð manns leggja leið sína að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli á hverjum degi þrátt fyrir að nokkuð sé liðið frá goslokum. Klósettskortur á svæðinu hefur verið til vandræða þar sem þreyttir göngugarpar hafa gert þarfir sínar úti í náttúrunni og skilið ummerkin eftir.

Innlent
Fréttamynd

Fær hótel­nætur endur­greiddar eftir höfnun í móttökunni

Fyrirtæki sem rekur hótel hérlendis hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum andvirði fjögurra hótelnótta eftir að hafa meinað honum að dvelja á hótelinu þegar hann mætti til dvalarinnar. Fyrirtækið vísaði þar til þess að upplýsingar hefðu borist um að viðskiptavinurinn væri með Covid-19.

Neytendur
Fréttamynd

„Þetta er orðið virkilega alvarlegt“

Ástandið á Kirkjufelli í Grundarfirði er orðið virkilega alvarlegt að sögn bæjarstjóra á staðnum. Í vikunni varð þar þriðja dauðsfallið á aðeins fjórum árum. Bæjarstjóri segir nauðsynlegt að tækla vandann enda sé staðan óviðunandi. Það sé þó ekki endilega raunhæft að loka fjallinu alveg.

Innlent
Fréttamynd

Neitað um gistingu vegna Co­vid og fékk endur­greitt

Hóteli hefur verið gert að endurgreiða ferðamanni rúmar 340 evrur vegna gistingar. Hótelið neitaði manninum um gistingu vegna þess að hann var smitaður af kórónuveirunni. Á þeim tímapunkti hafði öllum sóttavarnaraðgerðum verið aflétt. 

Innlent
Fréttamynd

Farþegatekjur Icelandair 54 milljarðar og aldrei verið meiri á einum fjórðungi

Icelandair skilaði rekstrarhagnaði (EBIT) upp á 92,7 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 12,3 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi og jókst hann um 11,2 milljarða frá sama tímabili í fyrra. Forstjóri flugfélagsins segir að með því að skila svo góðu uppgjöri á þessum tímapunkti á grundvelli sterkrar tekjumyndunar sýni „augljóslega að viðskiptalíkan félagsins sé að sanna gildi sitt.“

Innherji
Fréttamynd

Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“

Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stokkað upp í stjórn Berjaya Iceland Hotels og Tryggvi Þór hættir

Ráðist hefur verið breytingar á stjórn hótelkeðjunnar Berjaya Iceland Hotels, sem áður hét Icelandair Hotels, og Tryggvi Þór Herbertsson, stjórnarformaður félagsins í meira en tvö ár, er farinn úr stjórninni. Nýr stjórnarformaður fyrirtækisins er dóttir malasíska auðjöfursins Vincent Tan og þá hefur annar Íslendingur verið fenginn inn í stjórnina í stað Tryggva Þórs.

Innherji
Fréttamynd

Er­lend korta­velta aldrei verið meiri í septem­ber­mánuði

Velta erlendra greiðslukorta hér á landi í septembermánuði hefur aldrei verið hærri en í ár. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum frá Seðlabankans um greiðslumiðlun sem birtar voru í dag. Velta erlendra greiðslukorta hér á landi var tæplega 27,7 milljarðar króna í mánuðinum.

Innherji
Fréttamynd

Haganesvík langt frá því að vera eitthvert Disneyland

Líf hefur færst á ný í eyðiþorpið Haganesvík í Fljótum. Bandaríska lúxushótelið að Deplum breytti gömlu verslunarhúsi í hljóðupptökuver og gömlu sláturhúsi í íþróttasal - allt fyrir efnaða ferðamenn til að stytta sér stundir.

Innlent
Fréttamynd

Enn til skoðunar að skrá Íslandshótel í Kauphöll

Það er enn til skoðunar að skrá Íslandshótel, stærstu hótelkeðju landsins, í Kauphöllina, þrátt fyrir að miklar lækkanir á hlutabréfamörkuðum. Þetta segir Davíð T. Ólafsson, forstjóri samstæðunnar, aðspurður í samtali við Innherja. „Það hefur ekki breyst.“

Innherji
Fréttamynd

Keyrði í fyrsta sinn í snjó­komu í gær

Paul Dao, bandarískur ferðamaður sem nú er staddur á Akureyri, hafði aldrei nokkurn tímann keyrt í snjókomu fyrr en í gær. Nú vinnur hann að því að endurskipuleggja dvöl sína á landinu en hann er veðurtepptur fyrir norðan.

Innlent
Fréttamynd

Fékk ís­lenskt nafn og ævin­týra­lega fæðingar­sögu

Frönsk kona sem hefur setið föst á Íslandi í tvo mánuði eftir að hafa misst vatnið óvænt í ferðalagi fæddi fyrirbura á Landspítalanum í síðustu viku. Hún hefur nú gefið honum íslenskt millinafn og er staðráðin í að sýna honum Ísland einn daginn.

Innlent