Ferrari hótar að hætta í Formúlu 1 Stjórn Ferrari kemur saman á morgun til að skoða framtíð fyrirtækisins í Formúlu 1. Forseti Ferrari hefur þegar hótað að draga lið sitt úr Formúlu 1, en nýjar reglur varðandi rekstrarkostnað taka gildi á næsta ári. Fleiri lið eru að skoða stöðu sína. Formúla 1 11. maí 2009 16:59
Button: Sæki til sigurs í öllum mótum Jenson Button vann sinn fjórða sigur í fimm mótum í Barcelona í gær og um aðra helgi keppir hann á heimavelli í Mónakó. Þó Button sé breskur að uppruna býr hann í skattaparadísinni Mónakó. Formúla 1 11. maí 2009 07:30
Barrichello sár að tapa fyrir Button Rubens Barrichello var svekktur að tapa fyrir liðsfélaga sínum Jenson Button í Formúlu 1 mótinu í Barcelona í dag. Brawn liðið breytti keppnisáætlun sinni, þannig að Button stóð uppi sem sigurvegari í stað Barrichello sem hafði náð forystu. Formúla 1 10. maí 2009 20:50
Enn einn sigurinn hjá Button Bretinn Jenson Button vann sinn fjórða sigur í Formúlu 1 kappakstrinum á tímabilinu í dag er hann bar sigur úr býrum í spænska kappakstrinum í Barcelona. Formúla 1 10. maí 2009 13:54
Barist til sigurs í Barcelona Jenson Button á Brawn bíl er fremstur á ráslínu í Formúlu 1 kappaksrinum í Barcelona í dag. Ross Brawn eigandi liðsins egir liðið verði að halda vöku sinni, þó það sé efst í stigamótinu. Formúla 1 10. maí 2009 07:01
Button stal ráspólnum af Vettel Bretinn Jenson Button á Brawn stal ráspólnum af Sebastian Vettel á síðustu sekúndum tímatökunnar í Barcelona. Button varð 0.1 sekúndu á undan Vettel eftir mjög harða og spennandi tímatölku. Formúla 1 9. maí 2009 13:11
Ferrari stal senunni á lokaæfingu Felipe Massa og Kimi Raikkönen náðu besta tíma á lokaæfingu keppnisliða á Barcleona brautiinni á Spání morgun. Munaði aðeins 89/1000 úr sekúndu á köppunum tveimur. Þeir virðast komnir aftur með stæl eftir slakt gengi á árinu. Formúla 1 9. maí 2009 10:03
Alonso öflugur á heimavelli Fernando Alonso frá Spáni náði þriðja besta aksturstímanum á æfingum á Barcelona brautinni í gær og ekur í tímatökum í dag. Hann var annar á ráslínu í fyrra og heimamenn heimta frambærilega árangur. Alonso er í guðttölu á Spáni eftir tvo meistaratitla á ferlinum. Formúla 1 9. maí 2009 07:18
Rosberg og Nakajima fljótir á Spáni Williams ökumennirnir Nico Rosberg og Kazuki Nakajima náðu besta aksturstíma á seinni æfingu keppnisliða í Barcelona í dag, en heimamaðurinn Fernando Alonso á Renault náði þriðja besta tíma. Enn og aftur eru Ferrari og McLaren hvergi nærri toppnum. Formúla 1 8. maí 2009 13:41
Ferrari og McLaren verða að vinna Ferrari og McLaren liðin verða að taka til hendinni í Formúlu 1 mótinu á Spáni um helgina. Fimmta mót ársins verður ræst af stað á sunnudag og liðin tvö hafa ekki unnið mót, né hafa ökumenn liðsins komist á verðlaunapall. Formúla 1 8. maí 2009 10:14
Button byrjar vel á Spáni Bretinn Jenson Button á Brawn bíl byrjaði fyrstu æfingu Formúlu 1 liða vel. Hann náði besta tíma og var 0.355 sekúndum á undan Jarno Trulli á Toyota. Formúla 1 8. maí 2009 09:35
Íslenskar poppstjörnur prófa Formúlu 1 Tvær af skærustu söngstjörnum landsins spretta úr spori í Formúlu 1 ökuhermum í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld. Það eru Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson sem mun reyna með sér á Barcelona brautinni, en keppt verður á henni um helgina. Formúla 1 7. maí 2009 09:43
Sonur Max Mosley fannst látinn Sonur Max Mosley forseta alþjóða bílasambandsins fannst látinn á heimili sínu í London í gær. Alexander Mosley var 39 ára efnahagsfræðingur og frannst á heimili sínu í Notting Hill í gær. Formúla 1 6. maí 2009 13:29
Kristján Einar lánsamur að geta keppt Kristján Einar Kristjánsson lauk keppni um helgina í sinni fyrstu Formúlu 3 keppni á þessu ári, en hann keppir í opnu evrópsku Formúlu 3 mótaröðinni sem er skipulögð af Spánverjum og fer fram víða í Evrópu, m.a. á þekktum Formúlu 1 brautum. Formúla 1 6. maí 2009 09:57
Renault menn svekktir með stöðuna Renault hefur ekki byrjað keppnistímabilið eins vel og væntingar liðsmanna gáfu tilefni til. Spánverjinn Fernando Alonso verður á heimavellli á Barcelona brautinni um næstu helgi. Formúla 1 5. maí 2009 10:47
Ecclestone til varnar Ferrari gegn FIA Bernie Ecclestone hefur komið til varnar Ferrari eftir dæmalausa yfirlýsingu Max Mosley hjá FIA í síðustu viku. Þar gaf forseti FIA það í skyn að Formúla 1 gæti léttilega séð á eftir Ferrari, ef liðið vildi hætta í Formúlu 1. Formúla 1 4. maí 2009 12:15
Kristján Einar keppir í Valencia Kristján Einar Kristjánsson hefur náð samkomulagi við kostendur og Formúlu 3 liðið West Tec um að keppa í opnu Formúlu 3 mótaröðinni sem er ný mótaröð sem fer að stórum hluta fram á Spáni. Kristján keppir á sunnudag í fyrsta mótinu á braut í Valencia. Formúla 1 2. maí 2009 21:27
Fimmtán ár frá dauða Senna Í dag eru 15 ár frá því að Brasilíumaðurinn Ayrton Senna lést í formúlu eitt kappakstrinum á Imola brautinni á Ítalíu. Formúla 1 1. maí 2009 14:30
Max Mosley: Dómur yfir McLaren réttlátur Forseti FIA, Max Mosley segir að dómur FIA í gær vegna lygamálsins í fyrsta Formúlu 1 móti ársins hafi verið réttlátur og ekki of vægur. Formúla 1 30. apríl 2009 09:31
McLaren fékk skilorðsbundið bann McLaren var í dag dæmt í þriggja móta skilorðsbundið bann af FIA, vegna lygamálsins sem kom upp í fyrsta móti ársins. Þá sögðu tveir meðlimir liðsins dómurum mótsins í Ástralíu ósatt. Formúla 1 29. apríl 2009 13:42
Ross Brawn: Button mjög hæfileikaríkur Bretinn Ross Brawn gerði Michael Schumacher að sjöföldum meistara með Benetton og Ferrari. Hann hefur trú á að Jenson Button geti orðið meistari í ár. Hann er með 12 stiga forskot í stigakeppni ökumanna. Formúla 1 29. apríl 2009 10:11
Röng ákvörðun klúðraði Toyota sigri John Howett forseti Formúlu 1 liðs Toyota segir að röng ákvörðun varðandi keppnisáæltun hafi klúðrað fyrsta sigri Toyota um síðustu helgi. Jarno Trulli og Timo Glock voru fremstir á ráslínu í mótinu í Bahrein, en Trulli endaði í þriðja sæti og Glock í því sjötta. Formúla 1 28. apríl 2009 07:34
Sjö áhorfendur slösuðust á kappakstri Það fór betur en áhorfðist á Nascar kappakstri í Talladega í Bandaríkjunum í gær. Keppnisbíll kastaðist á varnargirðingu fyrir framan áhorfendur, en sjö þeirra slösuðust þegar brot úr bílnum þeyttust í hóp áhorfenda. Formúla 1 27. apríl 2009 10:12
Engin uppgjöf í herbúðum Ferrari Þrátt fyrir að hámarka ekki árangur sinn í Bahrein í gær, þá er Ferrari ekki búið að gefast upp á titilslagnum. Kimi Raikkönen varð sjötti, en Felipe Massa fékk engin stig í mótinu eftir brösótt gengi. Formúla 1 27. apríl 2009 07:14
Button: Sætasti sigurinn á árinu Jenson Button var að vonum ánægður með þriðja sigurinn í fjórum mótum í Formúlu 1 í dag. Hann kom fyrstur í mark á brautinni í Bahrain. Formúla 1 26. apríl 2009 15:21
Button vann í Bahrain Brawn-liðið heldur áfram að gera það gott í Formúlunni en ökumenn liðsins náðu fyrsta og fimmta sætinu í Bahrain í dag. Formúla 1 26. apríl 2009 13:47
Hamilton íhugaði að hætta Ökuþórinn Lewis Hamilton hefur viðurkennt að hafa íhugað það alvarlega að hætta í Formúlu 1 eftir hneykslismálið á dögunum þegar hann var staðinn að því að ljúga. Formúla 1 26. apríl 2009 13:15
Fyrsta skrefið í átt að sigri John Howett forseti keppnisliðs Toyota í Formúlu 1 segir að árangurinn í tímatökunni í Bahrein í gær sé aðeins fyrsta skrefið í átt að sigri. Liðið hefur verið í Formúlu 1 í sjó ár, án þess að hafa náð að landa sigri. Toyota náði fyrsta og örðu sæti í tímatökunni. Formúla 1 26. apríl 2009 09:55
Trulli tileinkaði fórnarlömbum jarðskjálta árangurinn Formúlu 1 ökumaðurinn Jarno Trulli frá Ítalíu tileinkaði árangurinn í tímatökum í Bahrain í dag fórnarlömbum jarðaskjálftahrinu í héraðinu Ambruzzo á Ítalíu fyrir nokkrum vikum. Hann býr sjálfur í Pescara á Ítalíu sem er í sama héraði. Formúla 1 25. apríl 2009 18:09
Toyota í toppsætunum í tímatökunni Toyota liðið náði fyrsta og öðru sæti á ráslínu í tímatökum í Bahrain í dag. Jarno Trulli varð manna fremstur og á eftir honum Timo Glock. Sigurvegari síðasta móts, Sebastian Vettel varð þriðji á Red Bull. Formúla 1 25. apríl 2009 12:21