Baldur opinberar ákvörðun sína í næstu viku Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ætla að gefa upp ákvörðun sína um mögulegt forsetaframboð í næstu viku. Margir hafa hvatt Baldur til framboðs að undanförnu og er Baldur sagður hafa íhugað það alvarlega. Innlent 16. mars 2024 15:59
Halla boðar til blaðamannafundar Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og forstjóri B Team, hefur boðað til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri í hádeginu á morgun. Halla hefur að undanförnu verið orðuð við framboð til embættis forseta Íslands og má leiða líkur að því að hún komi á fundinum til með að tilkynna um framboð. Innlent 16. mars 2024 09:58
Katrín noti mögulega orðróm um forsetaframboð í pólitískri skák Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gæti verið að nota umræðu um mögulegt forsetaframboð sitt til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þessari tilgátu vörpuðu bæði Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, og Stefanía Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar og fyrrverandi forsetaframboðsstýra, í Pallborðinu á Vísi í dag. Innlent 14. mars 2024 15:30
Gefur ekki kost á sér Ólafur Jóhann Ólafsson mun ekki gefa kost á sér í embætti forseta Íslands. Innlent 14. mars 2024 14:40
Vöruð við því strax í upphafi að hún ætti ekki séns Þóra Arnórsdóttir segist aldrei hafa gert ráð fyrir að ná kjöri sem forseti Íslands í kosningunum 2012, þar sem hún bauð sig fram á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, sitjandi forseta. Þóra ræddi hæðir og lægðir forsetaframboðs í Íslandi í dag í fyrradag. Lífið 14. mars 2024 14:23
Semja sérstakan forsetabrag fyrir Katrínu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Einar Aðalsteinsson tónlistarmaður sömdu sérstakt lag um hugsanlegt og/eða væntanlegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í sínum fyrsta hlaðvarpsþætti. Lífið 14. mars 2024 13:51
Hvar er Katrín?: Konunglegt klúður og forsetafabúleringar Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur drifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð. Innlent 14. mars 2024 11:58
Forstjóri Persónuverndar íhugar alvarlega að gefa kost á sér Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og formaður stjórnar Félags forstöðumanna ríkisstofnana, segir meiri líkur en minni á að hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Innlent 13. mars 2024 14:56
Mögulegir frambjóðendur komnir í samband við almannatengla Almannatengill telur alls ekki útilokað að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig fram til embættis forseta í komandi kosningum. Þá hefur hann heyrt af þreifingum víða; mögulegir frambjóðendur séu byrjaðir að setja sig í samband við kollega í almannatengslum. Lífið 13. mars 2024 10:53
Átján boða forsetaframboð Meðal nýrra frambjóðenda er Kristján Jökull Aðalsteinsson einkaþjálfari sem hefur vakið athygli fyrir ógnandi skilaboð til Hildar Lilliendahl. Innlent 11. mars 2024 11:57
Baldur kannaði hug Akurnesinga varðandi forsetann Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði sem íhugar alvarlega framboð til forseta Íslands segist þurfa að taka stóra ákvörðun fljótlega. Hann kannaði hug Akurnesinga til framboðs á Skipaskaga í gærkvöldi. Innlent 11. mars 2024 10:16
Ætluðu að eiga yndislegt kvöld en umræðan eyðilagði það Halla Tómasdóttir, forstjóri BTeam og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, er hugsi yfir umræðunni á Íslandi sem hún varð vitni að í kringum Söngvakeppnina á RÚV fyrir viku. Hún vill forseta sem hjálpar þjóðinni að komast upp úr þessum sporum og íhugar alvarlega framboð. Innlent 9. mars 2024 15:27
Engin samkeppni, aðeins samstaða Það er auðvelt að upplifa og óttast að vera ekki nógu góð. Að efast og finna vanmátt er eðlilegt og manlegt. Við minnkum okkur og felum ljósið sem í okkur býr. Lifum hálfar eða í hnipri. Stífðar. Skoðun 8. mars 2024 09:01
Salvör Nordal íhugar forsetaframboð Salvör Nordal umboðsmaður barna hefur bæst í hóp fólks sem íhugar forsetaframboð. Hún segir embættið mikla skuldbindingu og því ætli hún að hugsa sig mjög vandlega um. Innlent 6. mars 2024 17:58
Kosningamaskína Baldurs ræsir vélarnar Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði virðist hafa undirbúið framboð sitt til forseta Íslands gaumgæfilega án þess þó að hafa tilkynnt um það formlega. Vel mannað kosningateymi gefur vísbendingar og fyrir liggur könnun sem ætti að gefa Baldri byr undir báða vængi. Innlent 5. mars 2024 11:36
Munu leggja enn betur við hlustir „Ég held að þetta verði að leiða til þess að við leggjum enn betur við hlustir.“ Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor eftir fund hóps fólks sem kom saman í gærkvöldi til að hvetja Baldur til að bjóða sig fram til forseta í komandi kosningum. Innlent 5. mars 2024 10:42
Gunni hvetur Baldur og Felix fram Gunnar Helgason skorar á stjórnmálafræðinginn Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-hópi sem ber heitið Baldur og Felix – alla leið. Þegar þessi frétt er skrifuð eru rúmlega sjö hundruð meðlimir í hópnum. Innlent 4. mars 2024 23:28
Hefur ekki raunverulegan áhuga á Bessastöðum þrátt fyrir falleg orð Hallgríms Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur, væri prýðilegur forsetaframbjóðandi að mati Hallgríms Helgasonar rithöfundar. Hann talar fyrir því að Katrín fari fram í færslu á Facebook-síðu sinni. Innlent 4. mars 2024 18:36
Katrín loðin í svörum um forsetaframboð Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú rétt í þessu var Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra spurð um það sérstaklega hvort hún ætlaði að gefa kost á sér í komandi forsetakosningaslag. Innlent 4. mars 2024 15:34
Lýðveldið Ísland Kjarni lýðveldisins Íslands er samfélagið. Samfélög eru ekki kerfi. Kerfi eru þjónandi einingar sem mannfólk býr til og nýtir sér til góðs og giftusemi. Kerfum má stýra, laga, endurbæta og stilla af. Samfélög eru hjörtu, fólk, líf og ljós. Skoðun 3. mars 2024 09:00
Forsetaframbjóðendur skjóta upp kollinum eins og gorkúlur á haug Fjórir nýir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa stofnað rafrænan meðmælalista fyrir framboð sitt. Frambjóðendur eru því orðnir tíu talsins og á þeim vafalaust eftir að fjölga. Innlent 3. mars 2024 00:10
Vegið að heiðri Háskólans á Akureyri Ég hef ávallt borið mikla virðingu fyrir Háskólanum á Akureyri sem framúrskarandi menntastofnun jafnvel á heimsmælikvarða. Það kom mér því verulega á óvart að verða fyrir aðkasti frá tveimur starfsmönnum skólans við heimsókn til Akureyrar s.l. fimmtudag. Skoðun 2. mars 2024 10:30
Nýr forsetaframbjóðandi stígur fram Agnieszka Sokolowska, verkefnastjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og sjálfstætt starfandi túlkur, hefur boðið sig fram til embættis forseta Íslands fyrir forsetakosningarnar 2024. Innlent 1. mars 2024 18:08
Bubbi Morthens skorar á Ólaf Jóhann að fara fram Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er mjög áfram um að Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur og athafnamaður bjóði sig fram til forseta Íslands. Innlent 1. mars 2024 12:18
Ólafur Jóhann farðu fram! Ólafur Jóhann Ólafsson er ekki bara snjall rithöfundur og farsæll sem stjórnandi í heimi skemmtiiðnaðarins í Ameríku heldur hefur hann alla helstu mannkosti sem prýða má forseta Íslands: Hann er hógvær, traustur, kurteis og kemur mjög vel fyrir. Skoðun 1. mars 2024 12:15
Opna fyrir rafræna söfnun meðmæla Búið er að opna fyrir rafræna söfnun meðmæla fyrir forsetaframboð. Skila verður framboðstilkynningum í síðasta lagi þann 26. apríl. Innlent 1. mars 2024 10:39
Bashar Murad vill í forsetaframboð Bashar Murad hyggst gefa kost á sér til embættis forseta Íslands, fái hann til þess stuðning hjá íslensku þjóðinni. Hann hefur þó hvorki aldur til framboðs né er hann íslenskur ríkisborgari. Lífið 1. mars 2024 10:25
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. Innlent 1. mars 2024 09:00
Þegar Ari Trausti rauk úr beinni útsendingu Harðlífi er hlaupið í framboð væntanlegra forsetaframbjóðenda en kosið verður 1. júní 2024. Þegar Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti um að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér þriðja kjörtímabilið kom það mörgum á óvart. Aðdragandi forsetakjörs er ekkert grín eins og dæmin sanna. Innlent 28. febrúar 2024 14:30
Alma Möller leiðir hugann að forsetaframboði Alma Möller landlæknir segist vera að íhuga að íhuga framboð til forseta Íslands. Margir hafi komið að máli við sig og hvatt hana í framboð og því hafi hún leitt hugann að því. Innlent 27. febrúar 2024 18:46
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent