Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Það varð uppákoma í leik Udinese og Lecce í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gærkvöldi. Fótbolti 22.2.2025 11:02
Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Liverpool dróst í gær á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain og sá dráttur hafði áhrif á sigurlíkur enska úrvalsdeildarliðsins í keppninni. Fótbolti 22.2.2025 10:31
Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Kærustuparið Pernille Harder og Magdalena Eriksson mættust í gærkvöldi á fótboltavellinum og báru þær báðar fyrirliðaband þjóða sinna. Harder er fyrirliði danska landsliðsins en Eriksson er fyrirliði þess sænska. Fótbolti 22.2.2025 09:46
Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Elísabet Gunnarsdóttir var örfáum mínútum frá algjörri draumabyrjun sem þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta. Liðið tapaði hins vegar, 3-2, gegn heimsmeisturum Spánar í Valencia í kvöld. Fótbolti 21. febrúar 2025 20:19
„Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ „Mér fannst við spila fínt í fyrri hálfleik og gerðum ágætlega á köflum þar,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Sviss í Þjóðadeildinni í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 21. febrúar 2025 20:15
Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Jón Dagur Þorsteinsson hefur ekkert fengið að spila á þessu ári fyrir Hertha Berlín í Þýskalandi, nú þegar bráðum fer að styttast í næstu landsleiki. Ekkert breyttist í fyrsta leik nýs þjálfara. Fótbolti 21. febrúar 2025 19:35
Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli er liðið heimsótti Sviss í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 21. febrúar 2025 17:17
Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Dagný Brynjarsdóttir er í byrjunarliði Íslands sem mætir Sviss í dag í Þjóðadeildinni en þetta er fyrsti leikurinn í nýjustu útgáfu af keppninni. Þorsteinn Halldórsson hefur gefið út byrjunarliðið sitt fyrir leikinn sem hefst nú klukkan 18.00. Fótbolti 21. febrúar 2025 16:47
Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Sænska fótboltagoðsögnin Zlatan Ibrahimovic, sem starfar sem stjórnandi hjá AC Milan á Ítalíu, veitti hinum gyllta tapír viðtöku í gær. Annað árið í röð. Fótbolti 21. febrúar 2025 14:31
Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Líkt og hjá Meistaradeildinni og Evrópudeildinni þá var einnig dregið í sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í dag. Fótbolti 21. febrúar 2025 13:23
Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri Steinn Óskarsson heldur áfram að nýta fáar mínútur í treyju Real Sociedad á Spáni vel. Orri skoraði síðasta mark liðsins í 5-2 sigri á Midtjylland í Evrópudeildinni í gærkvöld, sjö mínútum eftir að hafa komið af bekknum. Fótbolti 21. febrúar 2025 13:00
Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Dregið var í sextán liða úrslit Evrópudeildar karla í fótbolta rétt í þessu. Real Sociedad, með íslenska landsliðsframherjann Orra Stein Óskarsson í fararbroddi, mun þurfa að leggja Rauðu djöflana í Manchester United af velli til að komast áfram í átta liða úrslitin. Fótbolti 21. febrúar 2025 12:25
Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Sama hvað UEFA og aðrar alþjóðlegar fótboltastofnanir segja keppnir á þeirra vegum vera ópólitískan vettvang er raunin önnur. Það sýndi sig í Evrópuleikjum gærkvöldsins. Fótbolti 21. febrúar 2025 12:02
Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Liverpool, mætir Paris Saint-Germain í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og Madrídarliðin Real og Atlético eigast við. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss í dag. Fótbolti 21. febrúar 2025 11:25
Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson hefur átt flott tímabil með Fortuna Düsseldorf í þýsku b-deildinni þar sem liðið er í mikilli baráttu sæti í þýsku bundesligunni. Sport 21. febrúar 2025 10:31
Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Í dag kemur í ljós hvaða lið mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en dregið verður í höfuðstöðvum UEFA. Fótbolti 21. febrúar 2025 10:01
Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sir Jim Ratcliffe, „Íslandsvinur“ og minnihluta eigandi enska knattspyrnufélagsins Manchester United, heldur áfram að komast í fréttirnar fyrir röngu hlutina. Nú þekkti hann ekki Katie Zelem, fyrirliða kvennaliðs félagsins. Enski boltinn 21. febrúar 2025 07:00
Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Víkingar eru úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 2-0 tap í seinni leiknum á móti gríska liðinu Panathinaikos í Aþenu í gær. Fótbolti 21. febrúar 2025 06:41
Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Lionel Messi fékk óvenjulega beiðni eftir 1-0 sigur Inter Miami á Sporting Kansas City á miðvikudagskvöldið. Fótbolti 21. febrúar 2025 06:22
„Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ „Þetta var gríðarlega svekkjandi tap og okkur líður ekki vel með þetta. Okkur fannst við hafa spilað frábæran leik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen eftir tap í einvígi Víkings gegn Panathinaikos. Hann var gríðarlega stoltur af frammistöðu sinna manna en svekktur með ákvarðanir dómara í einvíginu. Fótbolti 20. febrúar 2025 23:09
Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Real Sociedad er komið í 16-liða úrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir sannfærandi sigur á Danmerkurmeisturum Midtjylland. Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson kom inn af bekknum og rak síðasta naglann í kistu Dananna. Fótbolti 20. febrúar 2025 22:22
Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Víkingur er úr leik í Sambandsdeildinni eftir 2-0 tap í seinni leiknum gegn Panathinaikos. Víkingur var með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn og hélt þeirri stöðu út fyrri hálfleikinn í kvöld, en gríska liðið setti tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði sig áfram í sextán liða úrslit með 3-2 sigri í einvíginu. Tímabili Víkinga er lokið, en nýtt tímabil hefst í næstu viku. Fótbolti 20. febrúar 2025 22:00
Rómverjar og FCK sneru við dæminu Nú er ljóst hvaða lið eru komin í 16-liða úrslit Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Fótbolti 20. febrúar 2025 20:29
Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, treystir sömu ellefu og byrjuðu fyrri leik Víkinga við gríska stórliðið Panathinaikos. Víkingar leiða með einu þegar liðin mætast í Aþenu en sigurvegari einvígisins fer í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti 20. febrúar 2025 19:13