Svakaleg dramatík þegar ÍBV kastaði frá sér stigum í toppbaráttunni Þrátt fyrir að vera manni fleiri og 2-0 yfir þegar tíu mínútur voru eftir urðu Eyjamenn að sætta sig við að fá aðeins eitt stig gegn ÍR, í hádramatískum leik á Hásteinsvelli í kvöld. Þeir misstu því af dýrmætum stigum í baráttunni um toppsæti deildarinnar. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 20:04
Cloé Eyja yfirgefur Arsenal Cloé Eyja Lacasse, kanadíska landsliðskonan sem er með íslenskan ríkisborgararétt, er farinn frá enska knattspyrnufélaginu Arsenal til Utah Royals í Bandaríkjunum. Fótbolti 14. ágúst 2024 19:32
Dísætur sigur í Íslendingaslag Eina mark leiksins kom seint í uppbótartíma þegar Júlíus Magússon fagnaði dísætum sigri með Fredrikstad gegn Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Fótbolti 14. ágúst 2024 19:04
Samantha Smith í Breiðablik Kvennalið Breiðabliks í fótbolta hefur fengið liðsstyrk fyrir lokasprett tímabilsins því Samantha Smith er gengin í raðir liðsins frá FHL. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 17:16
„Versta ákvörðun sem ég hef séð á þrjátíu ára ferli í fótbolta“ Philippe Clement, knattspyrnustjóri Rangers, var vægast sagt ósáttur við dómara leiksins gegn Dynamo Kiev í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Fótbolti 14. ágúst 2024 16:31
Gervigrasi KR lokað vegna slysahættu Gervigrasi KR í Vesturbæ Reykjavíkur er ónýtt. Því hefur verið lokað vegna slysahættu. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 16:24
Gallagher farinn frá Madríd og aftur til Chelsea Óvíst er hvort Atlético Madrid takist að fjármagna félagaskipti Conors Gallagher frá Chelsea. Samningar voru í höfn en Chelsea hefur kallað leikmanninn aftur til sín. Enski boltinn 14. ágúst 2024 15:46
Óskar Hrafn tekur strax við KR Enn og aftur hafa orðið vendingar á Meistaravöllum því Óskar Hrafn Þorvaldsson er tekinn við þjálfun karlaliðs KR í fótbolta. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 15:10
Hefur misst af 264 leikjum undanfarin tíu ár Luke Shaw, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, hefur verið tíður gestur á meiðslalistanum síðasta áratuginn. Enski boltinn 14. ágúst 2024 15:01
Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá, þar sem krafist var þess að KR yrði dæmdur sigur gegn HK eftir að leik liðanna var frestað á dögunum. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 13:33
De Ligt þrisvar á topplista yfir þá dýrustu Manchester United keypti í gær hollenska miðvörðinn Matthijs de Ligt frá Bayern München og þurfti líka að borga fyrir hann. Enski boltinn 14. ágúst 2024 12:01
Eyðilagði sumarfríið fyrir Ancelotti Carlo Ancelotti þarf auðvitað að velja byrjunarliðið hjá Real Madrid og það er ekki auðvelt verk þegar þú ert með troðfullt lið af hæfileikaríkum leikmönnum. Fótbolti 14. ágúst 2024 11:01
Hybrid-völlurinn í Hafnarfirði: „Grasið hefur staðist allar væntingar og rúmlega það“ Blandað gras hefur verið tekið til notkunar í Hafnarfirði, það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Forystumaður í framkvæmdunum segir mikla ánægju með æfingar sumarsins og æft verði áfram á grasinu langt inn í veturinn. Hann er sannfærður um að innan fárra ára verði það lagt á keppnisvöll félagsins. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 10:00
Helgi Fróði seldur til Helmond Sport Stjarnan hefur selt hinn átján ára Helga Fróða Ingason til hollenska B-deildarliðsins Helmond Sport. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 09:16
VAR-herbergið í enska verður virkt á samfélagsmiðlum í vetur Áhugafólk um ensku úrvalsdeildina í fótbolta ætti að bæta einum X-reikningi í vöktun hjá sér fyrir fyrsta leikinn á nýju tímabili. Myndbandsdómarar ætla nefnilega að útskýra allar ákvarðanir sínar á samfélagsmiðlum á nýju tímabili. Enski boltinn 14. ágúst 2024 09:00
„Nú tók ég skrefið í besta liðið á Íslandi“ Tarik Ibrahimagic er nýjasti leikmaður Íslandsmeistara Víkings. Hann fékk tilboð frá fleiri félögum en segist spenntur að spila fyrir besta lið á Íslandi. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 08:00
Sálfræðingur íslenska Ólympíuliðsins lætur trúðana í Bestu deildinni heyra það Hafrún Kristjánsdóttir, prófessor og deildarforseti við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík ásamt því að vera sálfræðingur íslenska Ólympíuliðsins, hefur fengið nóg af því þegar þjálfarar í Bestu deild karla í knattspyrnu haga sér eins og trúðar á hliðarlínunni. Íslenski boltinn 14. ágúst 2024 07:00
Glugginn lokast: Præst í KR þegar leiktíðinni lýkur og Sowe heldur kyrru fyrir Á miðnætti í kvöld lokast seinni félagaskiptagluggi tímabilsins í efstu deildum karla og kvenna í fótbolta. Vísir fylgdist með því helsta sem gerðist á lokadegi gluggans. Íslenski boltinn 13. ágúst 2024 22:45
Shaw meiddur enn á ný Vinstri bakvörðurinn Luke Shaw mun missa af upphafi ensku úrvalsdeildarinnar þar sem hann er meiddur á kálfa. Hann spilaði aðeins 15 leiki fyrir Manchester United á síðustu leiktíð en tókst samt sem áður að taka þátt á EM í sumar. Enski boltinn 13. ágúst 2024 22:31
Fyrrverandi þjálfari Gróttu eftirsóttur Chris Brazell var á dögunum sagt upp sem þjálfara Gróttu í Lengjudeild karla í fótbolta en félagið er í harði fallbaráttu. Hann staðfesti í stuttu spjalli við Vísi að nokkur lið í Bestu deild karla, sem og eitt í Bestu kvenna, hefði sett sig í samband en hann reiknar þó ekki með að fara neitt í dag, á Gluggadeginum sjálfum. Íslenski boltinn 13. ágúst 2024 22:00
Tíu sem vert er að fylgjast með: Füllkrug, framherjar í Manchester og Ítali í Lundúnum Það styttist í að enska úrvalsdeildin fari af stað og í tilefni þess tók breska ríkisútvarpið, BBC, saman tíu leikmenn sem eru að fara inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild Englands og vert er að fylgjast með. Enski boltinn 13. ágúst 2024 21:31
Arnór lagði upp í stórsigri Þónokkrir Íslendingar komu við sögu í enska deildarbikar karla í fótbolta í kvöld. Arnór Sigurðsson lagði upp eitt af sex mörkum Blackburn Rovers og Alfons Sampsted kom inn af bekknum í sínum fyrsta leik fyrir Birmingham City. Enski boltinn 13. ágúst 2024 21:00
Hákon Arnar og félagar slógu lærisveina Mourinho úr Meistaradeild Evrópu Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille þegar liðið sótti José Mourinho og lærisveina hans í Fenerbahçe út í forkeppni Meistaradeildar karla í knattspyrnu. Þá var Elías Rafn Ólafsson í marki Midtjylland þegar liðið sló Ferencvárosi frá Ungverjalandi úr leik. Fótbolti 13. ágúst 2024 20:12
De Ligt og Mazraoui endanlega staðfestir sem leikmenn Man Utd Matthijs de Ligt er formlega genginn í raðir Manchester United. Félagaskiptin hafa legið lengi í loftinu en enska knattspyrnufélagið staðfesti þau loks nú rétt í þessu. Sömu sögu er að segja af bakverðinum Noussair Mazraoui. Báðir koma þeir frá Bayern München. Enski boltinn 13. ágúst 2024 19:22
Palmer nú samningsbundinn Chelsea næstu níu árin Cole Palmer var ein af stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þegar hann var ljósið í myrkrinu hjá Chelsea. Lundúnafélagið hefur nú verðlaunað Palmer með því að framlengja samning hans til tveggja ára ásamt því að gefa honum veglega launahækkun. Enski boltinn 13. ágúst 2024 18:31
Stjarnan án þriggja lykilmanna gegn KA Þrír lykilleikmenn Stjörnunnar voru í dag úrskurðaðir í eins leiks bann og verða því ekki með gegn KA á sunnudaginn, í Bestu deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 13. ágúst 2024 17:46
Arnar í þriggja leikja bann fyrir bræðikast sitt Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings R., fær ekki að stýra liðinu í næstu þremur deildarleikjum eftir að hann var í dag úrskurðaður í leikbann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Íslenski boltinn 13. ágúst 2024 16:54
Dusan farinn frá FH til Leiknis Hinn 35 ára gamli miðvörður Dusan Brkovic var í dag kynntur sem nýjasti leikmaður Leiknis en hann kemur í Breiðholtið frá FH. Íslenski boltinn 13. ágúst 2024 16:01
Orðrómur um kaup City á Liverpool-stjörnu fær engan stuðning Spænski blaðamaðurinn Marcos Benito olli titringi í félagaskiptafréttum fótboltans í dag með fullyrðingum um að Manchester City hefði gert samkomulag við Luis Díaz, leikmann Liverpool, um fimm ára samning. Enski boltinn 13. ágúst 2024 15:05
KR þrýstir á stjórn KSÍ vegna brotna marksins KR-ingar sendu inn erindi til stjórnar KSÍ sem tekið verður fyrir á stjórnarfundi í dag, vegna leiksins við HK sem ekki fór fram í síðustu viku vegna brotins marks í Kórnum. Mögulegt er að HK verði dæmt 3-0 tap vegna málsins. Íslenski boltinn 13. ágúst 2024 14:06