Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Gagn­rýnir stjórn eigin fé­lags

Cristian Romero, varnar­maður enska úr­vals­deildar­félagsins Totten­ham gagn­rýnir stjórn félagsins fyrir að hafa ekki fjár­fest nógu mikið í leik­manna­hópi félagsins fyrir yfir­standandi tíma­bil.

Enski boltinn
Fréttamynd

Pabbi Ödegaards tekinn við Lilleström

Hans Erik Ödegaard, pabbi Arsenal-mannsins Martin Ödegaard, er tekinn við norska knattspyrnuliðinu Lilleström sem þýðir að hann færir sig niður um eina deild og þjálfar í norsku 1. deildinni á næstu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

„Var svo hræddur um hvað yrði um hann“

Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Soucek tileinkaði Michail Antonio markið sem hann skoraði í 2-1 sigri West Ham gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Hann segir myndsímtal við Antonio hafa hjálpað liðinu fyrir leikinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gekk á hnjánum yfir allan völlinn

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Thiago Silva er kominn heim til Brasilíu eftir fimmtán ár í Evrópu og hann hjálpaði liði sinu að halda sæti sínu í brasilísku deildinni um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Bowen fagnaði sigurmarkinu með treyju Michail Antonio

West Ham vann gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en það var orðið sjóðheitt undir spænska knattspyrnustjóranum Julen Lopetegui fyrir leikinn. Úrslitin gætu hins vegar þýtt endalok fyrir knattspyrnustjóra Wolves.

Enski boltinn
Fréttamynd

Á­fram bendir Hareide á Sol­skjær

Norska úrvalsdeildarfélagið í fótbolta, Molde, er í leit að þjálfara eftir að Erling Moe var sagt upp störfum í kjölfar taps gegn Frederikstad í úrslitaleik norska bikarsins. Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands vill að Ole Gunnar Solskjær taki við norska liðinu. 

Fótbolti