Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Juventus vann granna­slaginn

Juventus lagði Torino 2-0 í Serie A, ítölsku efstu deild karla í knattspyrnu. Um er að ræða nágrannaslag en bæði liðin eru staðsett í borginni sem ber sama nafn og gestalið kvöldsins, Torino.

Fótbolti
Fréttamynd

„Kemur alltaf að því að eitt­hvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“

„Við spiluðum virkilega í fyrri hálfleik, sérstaklega ef við miðum við andstæðinginn og færin sem við sköpuðum okkur. Við gátum hins vegar ekki klárað þau og leikjum ensku úrvalsdeildarinnar er aldrei lokið,“ sagði Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, eftir tap liðsins gegn Brighton & Hove Albion. Um var að ræða fjórða tap liðsins í röð, eitthvað sem Pep hefur aldrei upplifað áður.

Enski boltinn
Fréttamynd

Milan mis­steig eftir sigurinn frækna á Real

AC Milan missteig sig harkalega gegn Cagliari í Serie A, efstu deildar ítalska fótboltans. Eftir að vinna frækinn útisigur á Real Madríd í liðinni viku tókst liðinu aðeins að ná í stig á útivelli í dag, lokatölur 3-3.

Fótbolti
Fréttamynd

Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði

Birkir Bjarnason skoraði í öðrum leiknum í röð og í þriðja sinn í síðustu fimm leikjum þegar Brescia varð að sætta sig við 3-2 tap á heimavelli sínum á móti Cosenza í ítölsku b-deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö

Hin sautján ára gamla Sigdís Eva Bárðardóttir nýtti vel tækifærið í byrjunarliðinu í sænsku kvennadeildinni í dag. Hlín Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í stórsigri Kristianstad þar sem landa hennar Katla Tryggvadóttir gaf tvær stoðsendingar.

Fótbolti
Fréttamynd

Varsjáin tók mark af Jóni Degi

Jón Dagur Þorsteinsson hélt að hann hefði komið Herthu Berlín yfir í þýsku b-deildinni í fótbolta en þá gripu myndbandsdómararnir í taumana.

Fótbolti
Fréttamynd

Sæ­dís í stuði með meisturunum

Íslenska landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir var í stuði með nýkrýndum Noregsmeisturum Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en bakvörðurinn var bæði með mark og stoðsendingu í góðum sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

„Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“

Vinirnir Guðmundur Benediktsson (Gummi Ben) og Sigurvin Ólafsson (Venni) voru lengi vel samherjar en hafa einnig mæst nokkrum sinnum á knattspyrnuvellinum. Nýverið mættust þeir á golfvellinum ásamt Steve dagskrá bræðrum og úr varð kostuleg keppni.

Golf