Fram staðfestir komu Einars Einar Jónsson mun taka við liði Fram af Sebastian Alexanderssyni í sumar en þetta staðfesti Safamýrarliðið í kvöld. Handbolti 10. mars 2021 23:10
Fram burstaði Stjörnuna Fram hristi af sér jafnteflið gegn ÍBV í síðustu umferð og burstaði Stjörnuna, 29-19, í Olís deild kvenna í kvöld. Handbolti 10. mars 2021 20:55
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 21-21 | Allt í járnum á Ásvöllum Það má segja að allt hafi verið í járnum þegar Haukar tók á móti ÍBV í 12. umferð Olís-deildar kvenna á Ásvöllum í dag. Lokatölur leiksins 21-21. Handbolti 10. mars 2021 20:27
Gunnar: Ætli þetta hafi ekki bara verið sanngjarnt „Ég var að sjálfsögðu svekktur strax eftir leikinn. Við fáum færi enn og aftur á lokasekúndunni en svona er þetta,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka í handbolta eftir jafntefli gegn ÍBV í 12. umferð Olís-deildar kvenna á Ásvöllum í kvöld. Handbolti 10. mars 2021 19:58
Alfreð vill fækka liðum Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, segir að það bitni til að mynda á þýska landsliðinu hve þétt leikjadagskráin sé í efstu deild Þýskalands í handbolta. Hann er á leið í leiki sem ráða því hvort Þýskaland spilar á Ólympíuleikunum í Tókýó. Handbolti 10. mars 2021 17:00
Stoppuðu í Staðarskála og snéru við Leik HK og KA/Þórs í þriðju síðustu umferð Olís-deildar kvenna hefur verið frestað um sólarhring. Handbolti 10. mars 2021 15:48
Sebastian óvænt skipt út í Safamýri Handknattleiksdeild Fram hefur ákveðið að nýta ákvæði í samningi við Sebastian Alexandersson, þjálfara meistaraflokks karla, til að segja upp samningi við hann. Handbolti 10. mars 2021 13:32
Næsta markið hennar verður númer hundrað í vetur Ragnheiður Júlíusdóttir er langmarkahæsti leikmaður Olís deildar kvenna í handbolta í vetur en hún hefur skorað 24 mörkum meira en sú næsta á lista. Handbolti 10. mars 2021 13:00
Lugi fær „óslípaða demantinn“ Ásdísi Þóru Handboltakonan Ásdís Þóra Ágústsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Lugi. Hún kemur til Lugi frá Val í sumar. Handbolti 10. mars 2021 11:27
Lokaskotið: Hnífjöfn barátta um úrslitakeppni og FH gæti endað án stiga Nú eru aðeins þrjár umferðir eftir af Olís-deild kvenna í handbolta áður en sex liða úrslitakeppni tekur við. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar rýndu í mögulegar útkomur úr lokaumferðunum. Handbolti 9. mars 2021 23:01
Valur keyrði yfir FH í síðari hálfleik Valur og FH mættust í eina leik dagsins í Olís deild kvenna í handbolta. Fór það svo að Valskonur unnu stórsigur, lokatölur 32-14. Handbolti 9. mars 2021 21:30
Alls fimm Íslendingar sem munu taka þátt í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta lauk nýverið og nú er búið að draga í 16-liða úrslit keppninnar. Þar verða þrír íslenskir landsliðsmenn í eldlínunni ásamt tveimur fyrrum landsliðsmönnum sem starfa nú sem þjálfarar. Handbolti 9. mars 2021 20:01
Strangari reglur á íþróttaviðburðum Tilkynnt var í dag um uppfærðar reglur um framkvæmd leikja hjá bæði HSÍ og KKÍ. Aukin smit kórónuveirunnar eru ástæðan fyrir því að reglur hafa verið hertar á íþróttaviðburðum. Sport 9. mars 2021 18:31
Fimm bestu undir tvítugu: „Spilar póker og er í hundaklippiháskóla“ „Það var erfiðara en að fæða barn að setja saman þennan lista,“ sagði Sunneva Einarsdóttir lauflétt í bragði í Seinni bylgjunni. Hún hafði þá lýst því yfir hvaða fimm leikmenn Olís-deildar kvenna handbolta, undir 20 ára aldri, væru bestar. Handbolti 9. mars 2021 17:01
„Dagur langbestur í deildinni í síðustu leikjum“ Sportið í dag bauð upp á sérstaka handboltaútgáfu í nýjast þættinum þar sem tveir sérfræðingar úr Seinni bylgjunni mættu til Henrys Birgis Gunnarssonar. Handbolti 9. mars 2021 15:00
Íslenski Daninn búinn að jafna sig á HM-vonbrigðunum Hinn íslenskættaði Hans Lindberg segist vera búinn að jafna sig á vonbrigðunum að hafa ekki verið í danska landsliðinu sem varð heimsmeistari í handbolta í Egyptalandi í janúar. Handbolti 9. mars 2021 12:01
„Hélt að Arnar Daði væri einhver kjáni“ Olís deild karla í handbolta fékk sviðsljósið í nýjasta þættinum af Sportinu í dag hlaðvarpinu á Vísi. Meðal annars var rætt um nýliða Gróttu og þjálfara þeirra. Handbolti 9. mars 2021 10:30
Strákarnir okkar ekki til Ísraels að sinni Það verður einhver bið á því að íslenska karlalandsliðið í handbolta tryggi sér endanlega farseðilinn á næsta Evrópumót en leik liðsins við Ísrael í undankeppninni hefur verið frestað. Handbolti 8. mars 2021 16:31
Jóhann Gunnar valdi og teiknaði upp bestu sóknir umferðarinnar Það var kynntur nýr liður í Seinni bylgjunni um helgina og þar voru valdar þrjár frábærar sóknir frá síðustu umferð Olís deildarinnar. Handbolti 8. mars 2021 14:01
HK missir þjálfarann til Noregs eftir tímabilið Elías Már Halldórsson, þjálfari karlaliðs HK í handbolta, mun þjálfa liðið út leiktíðina og segja svo starfi sínu lausu. Hann er á leið til Noregs að þjálfa kvennalið Fredrikstad. Handbolti 7. mars 2021 23:00
Aron bikarmeistari með Barcelona fjórða árið í röð Aron Pálmarsson og félagar hans í Barcelona urðu í dag bikarmeistarar eftir nokkuð öruggan átta marka sigur á Abanca Ademar, lokatölur 35-27. Er þetta í fjórða sinn sem Aron verður bikarmeistari með liðinu, á fjórum árum. Handbolti 7. mars 2021 20:10
Íslendingalið Stuttgart og Magdeburg með sigra í dag Tvö af Íslendingaliðum þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta voru í eldlínunni í dag. Stuttgart vann tveggja marka sigur á útivelli gegn Leipzig, 25-23. Þá vann Magdeburg stórsigur á Coburg, 43-22. Handbolti 7. mars 2021 17:25
Seinni bylgjan: Langþráð hvíld rædd í Lokaskotinu Landsleikjahlé er framundan í Olís deildinn og strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu um langþráða hvíld leikmanna og veltu fyrir sér hverjir gætu unnið deildina í liðnum Lokaskotið í Seinni bylgjunni í gær. Handbolti 7. mars 2021 12:46
Seinni bylgjan: Teddi velur þungarokkshljómseit skipaða leikmönnum Olís deildarinnar Það var létt yfir þeim félögum í Seinni bylgjunni í gær, enda seinasti þáttur fyrir landsleikjahlé. Theodór Pálmason var búinn að setja saman þungarokkshljómsveit skipaða leikmönnum Olís deildar karla, og útkoman er vægast sat áhugaverð. Handbolti 7. mars 2021 12:11
Bjarni Ófeigur skoraði eitt í endurkomu sinni Bjarni Ófeigur Valdimarsson sem gekk til liðs við Skövde í sænsku úrvalsdeildinni undir lok seinasta árs snéri aftur á völlinn í gær. Bjarni hafði ekki spilað eða æft í um þrjá mánuði. Handbolti 7. mars 2021 11:01
Göppingen hafði betur þegar þeir heimsóttu Rhein-Neckar Löwen í Íslendingaslag Rhein-Neckar Löwen fékk Göppingen í heimsókn í stórskemmtilegum leik í þýsku deildinni í kvöld. Þrír íslenskir leikmenn leika með þessum tveim liðum. Ýmir Örn Gíslason spilar fyrir Rhein-Neckar Löwen, en í herbúðum Göppingen eru þeir Gunnar Steinn Jónsson og Janus Daði Smárason. Janus Daði er að glíma við meiðsli og kom ekki við sögu í kvöld. Gunnar Steinn og Ýmir Örn skoruðu sitt markið hvor. Handbolti 6. mars 2021 21:35
Arnór setti sjö í sigri Bergischer Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer fengu Hannover-Burgdorf í heimsókn í kvöld og unnu fjögurra marka sigur. Arnór Þór var markahæsti maður vallarins með sjö mörk. Handbolti 6. mars 2021 20:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 23-30 | Langþráður Valssigur Eftir fimm leiki í röð án sigurs vann Valur Stjörnuna, 23-30, í Mýrinni í Olís-deild kvenna í dag. Eftir jafnan fyrri hálfleik voru Valskonur sterkari í þeim seinni. Handbolti 6. mars 2021 18:31
Lovísa: Bara jess, áfram Anna! Hljóðið var gott í Lovísu Thompson eftir sigur Vals á Stjörnunni í dag, 23-30. Lovísa skoraði tíu mörk í leiknum. Handbolti 6. mars 2021 18:28
Umfjöllun: ÍBV - Fram 26-24 | Spenna í Eyjum ÍBV vann tveggja marka sigur, 26-24, er liðin mættust í Vestmannaeyjum í kvöld. Leikurinn var afar kaflaskiptur en heimastúlkur höfðu að endingu betur eftir spennandi endi á leiknum. Handbolti 6. mars 2021 17:47