Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Bein út­sending: Að eldast á Ís­landi

„Að eldast á Íslandi“ er yfirskrift fjórða fundarins í fundaröð Heilbrigðisvísindasviðs HÍ, Heilsan okkar. Fundurinn stendur milli klukkan 11:30 og 13 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. 

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hvað skiptir okkur mestu máli?

Þegar við hugsum um það sem mestu máli skiptir í lífinu, hvað kemur fyrst upp í hugann? Hvers óskum við þeim sem okkur þykir vænst um? Viljum við að þau verði rík og fræg eða heilbrigð og hamingjusöm? Flest okkar þekkja svarið.

Skoðun
Fréttamynd

Aldrei verið eins ein­falt að bóka tíma

Á nýju markaðstorgi Sinna er fókusinn heilsa, útlit og vellíðan og á sinna.is er hægt að bóka tíma hjá hárgreiðslustofum, snyrtistofum, heilsulindum, nuddstofum, og í margskonar aðra þjónustu m.a. í þjálfun, förðun, ljósmyndatöku og margt fleira áhugavert. Það hefur aldrei verið jafn einfalt að skoða úrval þjónustuframboðs og bóka tíma.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Er aldur bara tala?

Þegar horft er til aldraðra er oft spurt um aldur, það er oft eitt af því fyrsta sem spurt er um þegar verið er að ræða málefni viðkomandi. Sá sem spyr tengir svarið oftsinnis sjálfkrafa við sínar mótuðu hugmyndir sem tengjast þeim aldri sem um ræðir. Fagfólk fellur í þessa gildru líkt og leikmenn á stundum.

Skoðun
Fréttamynd

Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Ís­landi

Heilbrigðisráðherra segir alveg ljóst að binda þurfi í lög hversu mörg börn sæðisgjafar megi búa til hér á landi. Ekki sé ráðlegt að hver sæðisgjafi megi frjóvga fleiri en tvö egg í svo litlu samfélagi líkt og á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Per­sónu­leg gjafakort sem renna aldrei út

„Við erum spennt að kynna rafrænu gjafakortin okkar, nýja og þægilega leið til að gefa gjöf sem gleður og endist,” segir María Ingunn Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri GG Sport en verslunin hefur sett glæsileg gjafakort sem hægt er að myndskreyta og bæta við persónulegri kveðju, í sölu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“

Það er allt fullt af blóði. Eins og blóðið fossi úr hesti frekar en manneskju. Anna hleypur frá svefnherberginu og inn á klósett. Grátandi af hræðslu og í geðshræringu ; Er dóttirin dáin eða get ég reynt að þrýsta á og framkalla fæðingu strax; Næ ég að bjarga henni? hugsar hún.

Áskorun
Fréttamynd

Rúrik á bata­vegi eftir að­gerð

Rúrik Gíslason, áhrifavaldur og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er nú á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna sýkingar í hálskirtlum, svokallaðrar peritonsillar abscess ígerðar.

Lífið
Fréttamynd

Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu

Heitustu skvísur landsins komu saman í Höfuðstöðinni síðastliðinn þriðjudag til að fagna nýrri jóga-fatalínu frá sænska tískurisanum Gina Tricot. Allar mættu í samstæðum jógafatnaði úr línunni, sem gerði viðburðinn einstaklega myndrænan.

Lífið
Fréttamynd

Með skottið fullt af próteini

Svavar Jóhannsson rekstrarmaður segist hafa þurft að hafa fyrir öllu sem hann hefur unnið sér inn í gegnum tíðina. Svavar, sem er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar, stofnaði verslun með fæðubótarefni fyrir 25 árum. Hann keyrði þrisvar í viku með skottið fullt af próteini til Reykjavíkur frá Akureyri samhliða vinnu og var með lager í bílskúrnum hjá ömmu sinni.

Lífið
Fréttamynd

Vita æ meira um skað­leg á­hrif rafsígarettna

Vísbendingar eru nú um að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Þá reynast þær í meirihluta tilvika ekki gagnlegar til þess að hætta að reykja heldur verða til þess að viðkomandi reykir meira og neytir meira níkótíns.

Innlent