Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Best að æfa á morgnanna

"Ég reyni að stunda nokkuð reglulega líkamsrækt yfir veturinn og fer þá yfirleitt í stöðvar eins og World Class eða aðrar sem ég get lyft lóðum í og komist á hlaupabretti," segir Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður. Á sumrin segist hún vera óskipulagðari.

Menning
Fréttamynd

E-vítamín við heyrnarleysi

E-vítamín getur haft áhrif á skyndilegt heyrnarleysi, samkvæmt nýlegri rannsókn sem gerð var í Ísrael. Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar á ráðstefnu háls-, nef- og eyrnalækna í New York í vikunni.

Menning
Fréttamynd

Þriðjungur deyr úr hjartakvillum

Sautján milljónir manna deyja ár hvert úr hjartasjúkdómum eða hjartaáföllum. Það er um þriðjungur þeirra sem deyja á ári í heiminum. Þetta kom fram á fundi Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunarinnar sem haldinn var í tilefni alþjóðlega hjartadagsins sem var í gær.

Menning
Fréttamynd

Hundar finna lykt af krabbameini

Vísindamenn í Englandi hafa komist að því að hundar finna lykt af krabbameini. Hundar hafa allt að hundrað þúsund sinnum betra lyktarskyn en mannfólkið.

Menning
Fréttamynd

Hundar geta greint krabbamein

Komið hefur í ljós að hundar geta greint krabbamein í mannfólki. Svo virðist sem sérstök lykt stafi af krabbameini og hundarnir geta greint þessa lykt þótt krabbameinið sé tiltölulega nýkomið af stað.

Menning
Fréttamynd

Tóbak má ekki sjást

Ástralar ætla að feta í fótspor Íslendinga með löggjöf sem bannar að tóbak sé sjáanlegt á sölustöðum, að því er fram kemur á vef Lýðheilsustöðvar. Lög þessa efnis tóku gildi hér á landi 1. ágúst árið 2001.

Menning
Fréttamynd

Fjórar leiðir til lengra lífs

Hollt matarræði, hófleg áfengisneysla, regluleg hreyfing og engar reykingar auka lífslíkur eldri borgara um 65%. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar, þar sem 1500 eldri borgurum á aldrinum 70-90 ára, frá ellefu Evrópulöndum var fylgt eftir í 10 ár.

Menning
Fréttamynd

Farsímanotkun ekki heilsuspillandi

Yfirvöld geislavarna á Norðurlöndum hafa sammælst um að engar vísindalegar vísbendingar séu um að farsímanotkun geti verið skaðleg heilsu fólks, hvorki geislun frá símtækjunum sjálfum né heldur sendum. Enda noti tækin sendistyrk neðan viðmiðunarmarka og grunngilda sem Alþjóða geislavarnaráðið um ójónandi geislun (ICNIRP) hefur mælt með.

Menning
Fréttamynd

Blómaolíur gegn kvíða

Sjúklingar í Bretlandi, sem bíða eftir niðurstöðum úr krabbameinsrannsóknum, munu í framtíðinni fá blómaolíur til að draga úr kvíðanum sem óhjákvæmilega fylgir rannsóknum af þessu tagi.

Menning
Fréttamynd

Hreyfing er hjartanu holl

Frá 1980 hefur dregið mjög úr kransæðasjúkdómum á Íslandi og á aukin hreyfing fólks utan vinnu sinn þátt í því. Þetta kemur fram í nýjum bæklingi frá Hjartavernd sem nefnist Hreyfðu þig fyrir hjartað.

Menning
Fréttamynd

Hvers virði er heilsan?

Hvaða verðmiða myndir þú setja á heilsu þína? Flestum þykir þessi spurning örugglega svívirðileg. Hvernig er hægt að setja verðmiða á heilsuna? Hvernig er hægt að verðleggja líkamshluta, þrek, þol, úthald, styrk og fleiri líkamlega eiginleika? Ég er sammála.

Menning
Fréttamynd

Árangurinn kemur fljótt í ljós

"Fólk þarf ekkert að vera sjúkt til að koma til okkar þótt við bjóðum upp á sjúkraþjálfun. Stöðin er fyrir fólk sem vill byggja sig upp, hvort sem það er með stoðkerfisvandamál eða ekki," segir Emilía Borgþórsdóttir, sjúkraþjálfari hjá heilsuræktarstöðinni Hreyfigreiningu við Höfðabakka í Reykjavík.

Menning
Fréttamynd

Hjólað án lífshættu

"Ég hjóla mikið og er búinn að gera það í mörg ár, en það er eitthvað sem maður vandist á í Danmörku, og ég hjóla nánast alltaf til og frá vinnu," segir Guðmundur Ólafsson leikari aðspurður hvernig hann haldi sér í formi. "Maður er ótrúlega fljótur að hjóla á milli staða og aðstæður hafa breyst mikið hér þannig að hægt er að hjóla um án þess að vera í mikilli lífshættu," </font />

Menning
Fréttamynd

Kraftlyftingar og sjúkraþjálfun

"Orkuverið er eina stöðin á Íslandi sem getur tekið á móti öllum, frá sjúklingi upp í kraftlyftingamann," segir Georg Ögmundsson, sjúkraþjálfari og framkvæmdastjóri Orkuversins sem er ný líkamsræktarstöð í Egilshöllinni þar sem boðið verður upp sjúkraþjálfun og almenna líkamsrækt.

Menning
Fréttamynd

Segir starfsemina hættulega

Landlæknir hefur nú til umfjöllunar kvartanir sem borist hafa vegna bandarískra hjóna sem segjast lækna sjúkdóma og kenna Íslendingum að koma í veg fyrir orkuleka í sjálfum sér með því að bera á sér steina. Landlæknir segir starfsemina hættulega og varar sterklega við henni.

Menning
Fréttamynd

Ávaxtabíllinn

"Kex eða sælgæti verður oftast fyrir valinu hjá fólki þegar hungurtilfinning vaknar seinni part dags, og þess vegna kviknaði sú hugmynd að koma ávöxtum til fólksins í staðinn. Einnig vildum við gera þetta til styrktar íslensku hugviti, því ef menn eru bensínlausir það sem eftir er dags fá þeir ekki margar hugmyndir," segir Haukur Magnússon, sem rekur Ávaxtabílinn sem selur ávaxtakörfur til fyrirtækja í áskrift

Menning
Fréttamynd

Námskeið í notkun hjólastóla

Hvernig kemst maður upp og niður stiga, yfir kanta og áfram í þrengslum þegar maður er í hjólastól? Og hvað gerir maður ef maður dettur um koll? Þetta og margt annað í sama dúr var kennt á námskeiði á Reykjalundi í lok síðustu viku.

Menning
Fréttamynd

Líkamsrækt að spila á orgel

"Það er nú ákveðin líkamsrækt að spila á orgel, bæði fingraleikfimi og þó einkum fóta því maður reynir að láta rjúka úr pedalanum," segir Steingrímur Þórhallsson, organisti í Neskirkju, hlæjandi þegar hann er inntur eftir því hvernig hann haldi sér í formi dags daglega.

Menning
Fréttamynd

Í nafni jóga

<em>Guðjón Bergmann, jógakennari og rithöfundur, skrifar um ofnotkun á hugtakinu jóga.</em> Eðlilegt er að í jóga sé framþróun og upp komi nýjungar. Hins vegar eru jógafræðin of oft útþynnt í gegnum auglýsingar og aðlögun við önnur líkamsræktarkerfi. Því er ekki allt gull sem glóir eða allt jóga sem kennt er við jóga.</font />

Menning
Fréttamynd

Offitusamtök stofnuð á Íslandi

Um 200 manns eru á biðlista fyrir offituaðgerðir á Íslandi. Samtök hafa verið stofnuð fyrir offitusjúklinga sem farið hafa í slíka aðgerð.

Menning
Fréttamynd

Pilatesæfingakerfið

"Pilates þéttir og lengir vöðva líkamans, en æfingarnar felast í að styrkja og teygja líkamann undir algjörri stjórnun, þannig að hugur fylgi hverri æfingu og fólk hvíli líkamann meðan það æfir," segir Jóhann Björgvinsson, löggiltur pilateskennari. "Ég er að kenna þessa hreinu pilates-tækni, en ég lærði hjá konu í New York sem er eini eftirlifandi kennarinn sem lærði hjá Joseph Hubertus Pilates sjálfum. </font /></font /></b />

Menning
Fréttamynd

Kaðlajóga fyrir alla

Elín Sigurðardóttir, íþróttafræðingur og fyrrverandi sundkona, er í fínu formi enda stundar hún og kennir kaðlajóga eða rope yoga, sem eru æfingar gerðar með böndum á sérstökum bekkjum. "Þetta eru öflugustu kviðæfingar sem ég hef komist í þó ég hafi æft mikið í gegnum árin," segir Elín

Menning
Fréttamynd

Mýkri línur í tísku

Á hverju hausti þegar dagskrá líkamsræktarstöðvanna verður ljós kemur fram hvað það er sem viðskiptavinirnir sækjast helst eftir. Sólrún Birgisdóttir hjá Iceland spa & fitness segir að mýkri línur virðast vera að koma í tímana þar sem æfingarnar séu að mýkjast og má sjá mikla aukningu í jóga og Bodybalance sem samanstendur af jóga, Pilates og Tai chi.

Menning
Fréttamynd

Bodyattack

"Margir af tímunum okkar eru kenndir eftir Les Mills-kerfinu sem er tilbúið æfingakerfi sem hefur verið prófað og þrautreynt erlendis," segir Linda Hilmarsdóttir hjá líkamsræktarstöðinni Hress.

Menning
Fréttamynd

Rope Yoga

"Fyrir þá sem vilja verða orkuríkir og hafa hreinan ásetning þá er þetta tækið," segir Guðni Gunnarsson um Rope yoga tækið sem hann hefur þróað og hannað og úr því hefur sprottið ný tegund af líkamsrækt sem hann segir vera heildræna heilsu- og hugrækt.

Menning
Fréttamynd

Sigrún er húkkuð á skokkinu

Ég hef verið að myndast við þetta í ár en byrjaði fyrst að hlaupa reglulega í sumar. Það er eiginlega ekki fyrr en núna að þetta er orðinn lífsstíll," segir Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Arcadia á Íslandi, sem hleypur að minnsta kosti þrisvar í viku til að halda sér í formi.

Menning
Fréttamynd

Alexandertækni

Harpa Guðmundsdóttir lærði Alexandertækni í London og hefur kennt Íslendingum þessa tækni um nokkurra ára bil.

Menning
Fréttamynd

Dansinn er góð líkamsrækt

Helga Hauksdóttir, sjúkraliði og nuddfræðingur, dansar sér til ánægju og yndisauka og telur hikstalaust að dansinn sé einhver besta líkamsrækt sem hugsast getur. "Að ógleymdri allri kátínunni."

Menning
Fréttamynd

Lífræn ræktun

Framleiðsla á lífrænt ræktuðum landbúnaðarvörum hefur aukist síðustu árin og alltaf eru að bætast við fleiri vörur. Hér á landi hefur framleiðsla á lífrænum landbúnaðarvörum helst verið í grænmeti en einnig er hægt að fá lífrænar mjólkurvörur eins og drykkjarmjólk, AB-mjólk og jógúrt.

Menning
Fréttamynd

Þrír ættliðir saman í karate

Það er ekki algengt að þrír ættliðir stundi sama sportið. Sú er þó raunin hjá Karatefélaginu Þórshamri. Þar æfa Sigrún María Guðmundsdóttir, dætur hennar tvær og tvö barnabörn karate og hafa gert í fjögur ár.

Menning