Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

Nýja há­markið hefur aðal­lega á­hrif á tekju­hærri

Nýtt hámark reglna Seðlabanka Íslands kemur í veg fyrir að fólk geti tekið jafnhá lán og áður. Reglurnar hafa almennt meiri áhrif á tekjuhærri og gera það að verkum að greiðslubyrði fasteignalána skuli almennt ekki fara yfir 35 prósent af ráðstöfunartekjum, en 40 prósent hjá fyrstu kaupendum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki færri íbúðir í byggingu síðan 2017

Áframhaldandi samdráttur er í byggingu nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI). Ekki hafa verið færri íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu síðan í mars 2017.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Öruggt þak yfir höfuðið

Við Vinstri-græn vitum að húsnæðismál eru eitt stærsta kjaramálið. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á umbætur í húsnæðismálum í náinni samvinnu við verkalýðshreyfinguna á kjörtímabilinu.

Skoðun
Fréttamynd

Húsnæðisskorturinn og lausnir Miðflokksins

Ein af grunnþörfum fólks er að hafa þak yfir höfuðið, skjól. Kostnaður við að eiga eða leigja húsnæði er stærsti hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er því ljóst að með því að ná húsnæðiskostnaði niður fæst ein mesta kjarabót sem hægt er að hugsa sér.

Skoðun
Fréttamynd

Lærdómurinn af Fossvogsskólamálinu

Á fundi borgarráðs í mars var samþykkt tillagameirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um að ráðast í vinnu við nýjan verkferil til framtíðar um viðbrögð og verklag og hvernig beri að bregðast við þegar koma upp raka- og myglumál í húsnæði borgarinnar. Sá verkferill er tilbúinn og mjög umfangsmikill og mun skipta verulegu máli. Hann var samþykktur í borgarráði í síðustu viku.

Skoðun
Fréttamynd

Inga keypti íbúðina af leigufélagi öryrkja

Hússjóður Öryrkjabandalagsins seldi Ingu Sæland, formanni og þingmanni Flokks fólksins, íbúð sem hún hefur leigt undanfarin ár í febrúar. Á þriðja hundrað manns bíða enn eftir að leigja íbúð af sjóðnum en ekki hefur verið tekið við nýjum umsóknum í um þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Fullt nám, hálft lán

Þrátt fyrir að 30 ár séu á milli þess að við tvö tókum námslán þá hefur lítið breyst. Það er enn ætlast til þess að stúdentar lepji dauðann úr skel og búi frítt í foreldrahúsum.

Skoðun
Fréttamynd

Hlut­fall í­búða sem seljast á yfir­verði lækkar í fyrsta sinn síðan í janúar

Nokkuð hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði á undanförnum mánuðum, en á höfuðborgarsvæðinu dróst fjöldi kaupsamninga saman um 20 prósent á milli mánaðanna júní og júlí og um 25 prósent miðað við júlí í fyrra. Verð á sérbýli hækkar áfram meira en verð íbúða í fjölbýli og þá lækkar hlutfall íbúða sem seljast á yfirverði í fyrsta sinn síðan í janúar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er bygginga­reglu­gerð bara upp á punt?

Á undanförnum árum hefur það nokkuð oft gerst, að fólk fái afhentar nýjar íbúðir sem eru ill- eða ónothæfar af ýmsum ástæðum. Lekavandamál hafa fengið mesta athygli í fjölmiðlum, eins og nýlegur Kveiks þáttur er gott dæmi um.

Skoðun
Fréttamynd

Á heimavist alla ævi?

Mikill fjöldi fatlaðs fólks á Íslandi býr á herbergja sambýlum, nærri 300 manns. Þetta er fatlað fólk sem býr í herbergjum minni en 28 fermetrum og deilir annarri aðstöðu með öðru fólki. Stundum gengur sú sambúð vel en stundum er það fólk sem það þekkir lítið, á ekki í góðum samskiptum við eða fílar bara hreinlega ekki. Myndir þú sætta þig við slíkt?

Skoðun
Fréttamynd

Öruggt hús­næði fyrir alla

Öruggt húsnæði er hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu enda er það mannréttindamál að eiga þak yfir höfuðið. Við Vinstri græn leggjum mikla áherslu á að á landinu öllu sé gott framboð af húsnæði bæði til leigu og til eignar á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk og tekjulægri.

Skoðun
Fréttamynd

Þak yfir höfuðið

Öryrkjabandalag Íslands stendur nú fyrir herferðinni 24 góðar leiðir að betra samfélagi. Eitt af þessum 24 atriðum er að krefjast þess að fjölbreyttari húsnæðisúrræði séu í boði fyrir alla.

Skoðun
Fréttamynd

Heil­brigði og hús­næði um allt land

Á síðustu vikum hef ég, ásamt fleirum í forystu ASÍ, haldið ótal fundi með stjórnum aðildarfélaga ASÍ um allt land. Atvinnumál á hverjum stað og lífsgæði fólks almennt hafa verið stóru málin og mjög víða ríkir bjartsýni og uppgangur. Þó er áberandi hversu misjafnlega niðursveiflan kom niður á svæðum og enn eru sum svæði sem glíma við alvarlegar afleiðingar.

Skoðun
Fréttamynd

Kaupsamningum fækkar um tólf prósent milli mánaða

Þjóðskrá hefur tekið saman upplýsingar um veltu á fasteignamarkaði eftir landshlutum í júlí 2021 samkvæmt þinglýstum gögnum. Þegar júlí 2021 er borinn saman við júní 2021 fækkar kaupsamningum um 12,2 prósent og velta lækkar um 9,2 prósent. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði samningum um 16 prósent á milli mánaða og velta lækkaði um 11,8 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rán í Reykjanesbæ

Árið 2014 var leigufyrirtækið Heimavellir stofnað með samruna þriggja leigufyrirtækja á húsnæðismarkaðinum. Markmiðið var að vera með fyrirtæki sem gæti keypt gífurlegan fjölda af íbúðum sem komist höfðu í eign ríkisins í kjölfar hrunsins og með því að ríkið fékk íbúðir sem herinn á Keflavíkurflugvelli hafði notað áður en hann hunskaðist á brott.

Skoðun
Fréttamynd

Átta hundruð nýjar íbúðir byggðar í Vogunum

Mikil uppbygging á sér nú stað í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjunum því þar eru að hefjast framkvæmdir við byggingu á átta hundruð nýjum íbúðum. Íbúar sveitarfélagsins í dag eru um þrettán hundruð.

Innlent
Fréttamynd

Allir félagslegir leigusalar geti fengið sömu fjármögnun og Bjarg

Aðstoðarframkvæmdastjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að allir félagslegir leigusalar geti fengið sömu fjármögnun og Bjarg leigufélag, sem í gær ákvað að lækka leigu hjá öllum leigutökum sínum. Eina skilyrði fjármögnunar er að leigutakar njóti góðra kjara.

Innlent
Fréttamynd

Ástandsskoðun fasteigna ekki síður hagsmunir seljenda en kaupenda

Formaður Matsmannafélags Íslands segir félagið hafa barist fyrir að ástandsskýrslur gerðar af fagfólki fylgi söluyfirlitum allra íbúðarfasteigna. Slíkt sé til hagsbóta fyrir alla. Þingsályktunartillaga þess efnis var lögð í fimmta sinn fyrir Alþingi í vor og ráðherra falið að undirbúa lagagfrumvarp.

Innlent
Fréttamynd

Gallamálum snarfjölgar: Glænýtt hús með ónýtt þak og skólplagnir

Ráðast þarf í tugmilljóna króna viðgerðir á nýju fjölbýlishúsi vegna galla í hönnun og byggingu. Mannvirkjahönnuður segir slík mál of algeng. Gallamálum hafi fjölgað gríðarlega undanfarið því fólk setji ekki fyrirvara um ástandsskoðun fasteignar fyrir kaup. Þá taki seljendur síður slíkum tilboðum.

Innlent
Fréttamynd

Að segja mikið, en svara engu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð að því í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi 6. júlí s.l., hvernig stæði á því að enn hefði ekki verið breytt í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis, um ólöglegar búsetuskerðingar.

Skoðun