Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

Spegil­mynd af sam­fé­laginu muni búa á Heklureit

Heklureiturinn svokallaði í Reykjavík er að taka algerum stakkaskiptum. Ný íbúðarhús eru að rísa þar sem áður voru verkstæði. Framkvæmdastjóri Heklureits segir allt að 440 íbúðir munu rísa á reitnum og þær fyrstu verði afhentar haustið 2025. 

Innlent
Fréttamynd

800 nýjar í­búðir byggðar á Ásbrú

Um átta hundruð nýjar íbúðir verða byggðar á Ásbrú í Reykjanesbæ á næstu árum, auk þess sem nokkrir nýir grunn- og leikskólar verða byggðir, ráðstefnuhöll, verslanir, veitingahús og hótel svo eitthvað sé nefnt. Framkvæmdirnar munu kosta um 140 milljarða króna.

Innlent
Fréttamynd

Taka aftur við eignum í Grinda­vík eftir helgi

Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra.

Innlent
Fréttamynd

Kynna upp­fært fast­eigna­mat

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnir uppfært fasteignamat fyrir árið 2025 á opnum fundi klukkan 10 í dag. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Engin hlutdeildarlán fyrr en þingið af­greiðir fjáraukalög

Enn hefur ekki borist meira fjármagn frá stjórnvöldum til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að veita í hlutdeildarlán. Aðeins hefur verið úthlutað þrisvar sinnum á þessu ári en miðað er við að það gerist mánaðarlega. Engar breytingar verða þar á fyrr en frumvarp til fjáraukalaga verður samþykkt á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar undir­búa hóp­­mál­­sókn vegna upp­­­kaupa í Grinda­­vík

Kjartan Sigurðsson athafnamaður frá Grindavík skipuleggur nú, ásamt öðrum, hópmálsókn á hendur íslenska ríkinu vegna þeirra skilyrða sem sett hafa verið við uppkaup fasteigna í Grindavík.  Samkvæmt skilmálum Þórkötlu fasteignafélags er  einstaklingum sem eiga íbúðarhúsnæði gefinn kostur á að selja félaginu fasteign sína.

Innlent
Fréttamynd

Vextir geta og þurfa að lækka

Íslendingum hefur gengið erfiðlega að ná niður þeirri miklu verðbólgu sem gekk yfir hagkerfi heimsins í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka í Úkraínu. Fyrir því eru margar ástæður. Hagvöxtur síðustu ára hefur verið mikill hér á landi og mikil þensla haft áhrif á húsnæðisverð, vinnumarkað og vöruverð í hagkerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

„Ó­dýrt“ að gera samningana tor­tryggi­lega

Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð.

Innlent
Fréttamynd

Heimilis­leysi blasir við ör­yrkjum

Á Íslandi er húsnæðisverð í hæstu hæðum og þeir sem ekki eiga efni á eigin húsnæði sitja fastir í fátæktargildru. Samkvæmt skýrslu ÖBÍ réttindasamtaka um húsnæðismál fatlaðs fólks eru öryrkjar mun líklegri en aðrir samfélagshópar til að festast á leigumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

Vextir verði ekki lækkaðir fyrr en í haust

Stýrivextir verða ekki lækkaðir fyrr en undir lok árs og verðbólga mælist yfir markmiðum seðlabankans næstu tvö árin samkvæmt nýrri Hagspá Landsbankans. Hagfræðingur telur að uppkaup á húsnæði Grindvíkinga hafi talsverð áhrif á verðbólgu næstu mánuða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hver er pælingin?

„Bærinn er skrítinn, hann er fullur af húsum, hús meðfram öllum götum í röðum liggja, aldraðir byggja og ungir menn kaupa lóðir og ætla sér líklega að byggja“ - Svo kvað borgarskáldið Tómas Guðmundsson fyrir löngu. En hvernig býr fólk sér til híbýli?

Skoðun
Fréttamynd

Stofnaði lífi átta manna í hættu „í á­bata­skyni og á ó­fyrir­leitinn hátt“

Jóhann Jónas Ingólfsson var nýverið dæmdur til fjögurra mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að brot gegn lögum um brunavarnir í atvinnuhúsnæði sem hann átti. Þar lét hann útbúa búseturými án tilskilinna leyfa og án þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir um brunavarnir. Með því var hann talinn stofna lífi þeirra sem bjuggu í rýminu í hættu.

Innlent
Fréttamynd

Hús­fé­lagið má ekki klippa á tengil raf­virkja­meistara

Húsfélag fjölbýlishúss nokkurs hefur verið gert afturreka með kröfu sína um að einum íbúa hússins, sem er rafvirkjameistari, yrði bannað að nota einkatengil til hleðslu á bifreið hans í bílakjallara hússins. Húsfélagið krafðist þess einnig að því yrði eftir atvikum heimilt að klippa á tengilinn héldi eigandinn notkun hans áfram.

Innlent
Fréttamynd

Bæjar­stjórn fundaði með Þór­kötlu

Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum.

Innlent
Fréttamynd

Skoðar rót­tækar breytingar á vaxta­bóta­kerfinu

Fjármálaráðherra skoðar nú gera róttækar breytingar á vaxtabótakerfinu. Alþjóðlegar stofnanir á borð við Alþjóðabankann og OECD hafi lengi haft margt við kerfið að athuga á liðnum árum og því sé tilefni til að endurskoða það í heild.

Innlent