Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2025 19:18 Inga Sæland er húsnæðismálaráðherra. Vísir/Anton Brink Húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á greiðslumati til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Þá stefnir hún á að einfalda regluverk í kringum íbúðauppbyggingu og skorar á verktaka að lækka verð á óseldum íbúðum. Samtök iðnaðarins hafa varað við íbúðaskorti á næstunni þar sem verktakar segja of dýrt að byggja og fyrstu kaupendur kvarta yfir því að það húsnæði sem er til sölu sé of dýrt. Erfitt sé að standast greiðslumat og fjölmargir festast á leigumarkaði vegna þessa. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra segist meðvituð um stöðuna. „Við sjáum það er heilmikið framboð. Einhver hundruð glæsiíbúða, nýbygginga, sem eru á markaðnum núna. Þannig framboðið er til staðar hvað lítur að ákveðnum hópum í samfélaginu,“ segir Inga sem vill meira af félagslegu húsnæði. Ýmsar breytingar væntanlegar Verið sé að skoða að breyta reglum um greiðslumat svo fólk eigi auðveldara með að komast í gegnum það. „Það er hálfeinkennilegt að inni í greiðslumatinu sé almennt ekki gert ráð fyrir því að þegar þú losnar við leiguna þína, hversu há sem hún er, þá um leið hefur þú borð fyrir báru til að borga þá fjárhæð inn á íbúðalán. Ég segi við elsku verktakana okkar sem eiga þessar þrjú hundruð íbúðir óseldar, eða hversu margar sem þær eru. Það mætti líka lækka pínulítið verðið og reyna að minnka hagnaðinn sem er eyrnamerktur á hverja einustu eign,“ segir Inga. Lækka verð um fimm milljónir Verktakar hafa einnig kvartað undan strembnu regluverki og Inga stefnir á að létta undir þar. „Það hefur verið ákveðið þvælustig og óþarfa reglugerðabákn. Við erum að einfalda þetta. En ég skora aftur á þá að selja eignirnar sínar og minnka aðeins hagnaðinn. Lækka verðið um svona fimm milljónir á íbúð. Það væri kannski strax að minnsta kosti tilhneiging í þá átt að sýna: „Hey. Við viljum bara selja þessar fallegu eignir sem við eru búin að byggja,“ og gefa fleirum kost á að eignast fallegt heimili,“ segir Inga. Húsnæðismál Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Samtök iðnaðarins hafa varað við íbúðaskorti á næstunni þar sem verktakar segja of dýrt að byggja og fyrstu kaupendur kvarta yfir því að það húsnæði sem er til sölu sé of dýrt. Erfitt sé að standast greiðslumat og fjölmargir festast á leigumarkaði vegna þessa. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra segist meðvituð um stöðuna. „Við sjáum það er heilmikið framboð. Einhver hundruð glæsiíbúða, nýbygginga, sem eru á markaðnum núna. Þannig framboðið er til staðar hvað lítur að ákveðnum hópum í samfélaginu,“ segir Inga sem vill meira af félagslegu húsnæði. Ýmsar breytingar væntanlegar Verið sé að skoða að breyta reglum um greiðslumat svo fólk eigi auðveldara með að komast í gegnum það. „Það er hálfeinkennilegt að inni í greiðslumatinu sé almennt ekki gert ráð fyrir því að þegar þú losnar við leiguna þína, hversu há sem hún er, þá um leið hefur þú borð fyrir báru til að borga þá fjárhæð inn á íbúðalán. Ég segi við elsku verktakana okkar sem eiga þessar þrjú hundruð íbúðir óseldar, eða hversu margar sem þær eru. Það mætti líka lækka pínulítið verðið og reyna að minnka hagnaðinn sem er eyrnamerktur á hverja einustu eign,“ segir Inga. Lækka verð um fimm milljónir Verktakar hafa einnig kvartað undan strembnu regluverki og Inga stefnir á að létta undir þar. „Það hefur verið ákveðið þvælustig og óþarfa reglugerðabákn. Við erum að einfalda þetta. En ég skora aftur á þá að selja eignirnar sínar og minnka aðeins hagnaðinn. Lækka verðið um svona fimm milljónir á íbúð. Það væri kannski strax að minnsta kosti tilhneiging í þá átt að sýna: „Hey. Við viljum bara selja þessar fallegu eignir sem við eru búin að byggja,“ og gefa fleirum kost á að eignast fallegt heimili,“ segir Inga.
Húsnæðismál Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira