Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Breiða­blik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins

Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað  fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Morten Beck Guldsmed dæmdur fullnaðarsigur gegn FH

Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í í máli nr. 3/2023 knattspyrnudeild FH gegn Morten Beck Guldsmed. FH er sektað um 150.000 krónur og sæta félagaskiptabanni í eitt tímabil ef ekki verði gengið frá uppgjöri við Morten Beck innan við 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik“

Fanndís Friðriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik, fyrir Val í kvöld, síðan 10. september 2021. Síðan þá hefur hún slitið krossbönd og eignast sitt annað barn. Hún gerði sér lítið fyrir og skoraði mark eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Tindastól í Bestu deild kvenna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Segir FH vilja fram­herja Lyng­by

Greint var frá því í síðasta þætti Þungavigtarinnar að FH vilji fá Petur Knudsen, framherja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, í sínar raðir. FH leitar nú að arftaka Úlfs Ágústs Björnssonar sem heldur í nám vestanhafs á næstunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Á­nægður með sigurinn en mjög flatur leikur

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ánægður með sigurinn á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld en sá þó mikla þreytu í sínum mönnum. Leiknum lauk með 3-1 sigri Víkinga sem höfðu ekki unnið í tveimur leikjum í röð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Eitt lið á vellinum“

Valur sigraði HK 5-0 í Kórnum í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur að leikslokum eftir stórsigur sinna manna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Sel­foss 3-0 | Öruggt hjá heimaliðinu og gestirnir límdir við botninn

Þór/KA gerði sér lítið fyrir og rúllaði Selfoss upp í fyrsta leik 8. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Selfoss situr sem fastast á botninum á meðan Þór/KA lyfti sér upp í 4. sæti. Liðin þurftu bæði á sigri að halda í dag enda hafði hvorugt liðið unnið leik síðan í 4. umferð deildarinnar sem fram fór um miðjan maí.

Íslenski boltinn