Biden segir líklega um að ræða belgi frá einkaaðilum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja. Erlent 17. febrúar 2023 06:56
Engin merki um geimverur að sögn Hvíta hússins Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins tók það skýrt fram á fréttamannafundi í gær að ekkert bendi til þess að hlutirnir þrír sem skotnir voru niður yfir Bandaríkjunum og Kanada á dögunum tengist geimverum. Erlent 14. febrúar 2023 14:48
Talaði um mikilvægi samvinnu þvert á flokka Joe Biden Bandaríkjaforseti flutti árlega stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi í nótt og biðlaði meðal annars til mótherja sinna í Repúblikanaflokknum að þeir hjálpuðu til við að rétta af efnahag Bandaríkjanna. Erlent 8. febrúar 2023 08:28
Alríkislögreglan leitar á heimili Bidens Alríkislögregla Bandaríkjanna leitar nú á heimili Joe Biden Bandaríkjaforseta í Delaware í tengslum við rannsókn embættisins á hvarfi leynilegra skjala. Þetta staðfestir lögmaður Bidens í yfirlýsingu. Erlent 1. febrúar 2023 15:24
Biden fær nýjan starfsmannastjóra Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að Jeff Zients verður nýr starfsmannastjóri Hvíta hússins. Hann mun taka við af Ron Klain, sem hefur lengi starfað með Biden. Starfsmannavelta hefur verið tiltölulega lítil í Hvíta húsinu síðustu tvö ár. Erlent 27. janúar 2023 15:21
Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. Erlent 27. janúar 2023 07:56
Leynileg skjöl fundust á heimili Pence Tólf leynileg skjöl fundust við leit á heimili Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Indiana fylki í Badnaríkjunum. Lögfræðingur Pence fann skjölin og hafa þau nú verið afhent alríkislögreglunni. Erlent 24. janúar 2023 23:14
Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg. Erlent 22. janúar 2023 08:33
Lögmenn finna enn fleiri leyniskjöl hjá Biden Lögmenn hafa fundið fleiri leynileg skjöl heima hjá Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hvíta húsið hafði áður lýst því yfir að aðeins stök blaðsíða hafi fundist. Erlent 14. janúar 2023 19:03
Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða. Erlent 12. janúar 2023 20:20
Fleiri leyniskjöl finnast hjá Biden Enn syrtir í álinn hjá Joe Biden Bandaríkjaforseta eftir að fleiri skjöl finnast í hans persónulegu fórum sem áttu að vera háleynileg og aðeins geymd hjá viðeigandi stofnunum. Erlent 12. janúar 2023 06:57
Leynileg skjöl fundust á einkaskrifstofu Bidens Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna rannsakar nú hvernig skjöl, sem talin eru vera leynileg, enduðu á gamalli skrifstofu Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna. Skjölin fundust þann 2. nóvember, skömmu fyrir þingkosningar, en fundurinn varð ekki opinber fyrr en í gær og þá af fjölmiðlum vestanhafs. Erlent 10. janúar 2023 18:09
Meirihluti Demókrata geirnegldur Demókratar geirnegldu meirihluta sinn í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt þegar í ljós kom að þeir fóru með sigur af hólmi í aukakosningum sem fram fóru í Georgíu. Erlent 7. desember 2022 07:31
Uppljóstrun Musks reyndist rýr í roðinu Elon Musk og blaðamaðurinn Matt Taibbi tístu um helgina um gögn frá Twitter sem fjölluðu um þá ákvörðun þáverandi forsvarsmanna fyrirtækisins um að banna frétt um Hunter Biden, son Joe Biden, núverandi forseta Bandaríkjanna. Erlent 5. desember 2022 12:51
Setja ofan í við Trump sem vill víkja stjórnarskránni til hliðar Hvíta húsið gefur lítið fyrir yfirlýsingar Donalds Trump, fyrrverandi forseta og forsetaframbjóðenda, um að fella ætti stjórnarskrá Bandaríkjanna úr gildi og setja hann sjálfan aftur í embætti. Erlent 4. desember 2022 10:25
Biden segir ólíklegt að flugskeytinu hafi verið skotið frá Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ólíklegt að flugskeyti sem varð tveimur að bana í Póllandi hafi komið frá Rússlandi og vísar til brautar flugskeytisins. Aðspurður vildi hann hins vegar ekkert fullyrða um málið og sagðist vilja bíða og sjá. Erlent 16. nóvember 2022 06:23
Gagnrýndi orðræðu Kínverja í garð Taívans Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í Indónesíu í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir hittast síðan Biden varð forseti. Forsetarnir ræddu meðal annars aukna samkeppni ríkjanna, stríðið í Úkraínu og mótmælti Biden orðræðu kínverskra ráðamanna í garð Taívans. Erlent 14. nóvember 2022 14:36
Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. Erlent 14. nóvember 2022 09:21
Slæmt gengi kemur niður á draumum McCarthy Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, vill verða forseti þingsins. Hann hefur ekki farið leynt með það en slæmt gengi flokksins í þingkosningunum á þriðjudaginn mun líklegast koma niður á vonum hans. Erlent 10. nóvember 2022 15:40
Biden hrósaði varnarsigri Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hrósaði varnarsigri Demókrata, er hann kom fyrst fram opinberlega eftir þingkosningar þar í landi í gær. Hann segir ekkert annað í kortunum en að hann bjóði sig aftur fram í forsetakosningunum 2024. Erlent 9. nóvember 2022 22:44
Biden segir tvö hræðileg ár framundan gangi spár eftir Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki mjög spenntur fyrir næstu tveimur árum gangi spár fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum sem haldnar eru í dag eftir. Erlent 8. nóvember 2022 20:59
Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. Erlent 8. nóvember 2022 11:02
Kosningar hefjast í Bandaríkjunum Milljónir Bandaríkjamanna ganga að kjörborðinu í dag. Kosið er um alla fulltrúadeild þingins, um þriðjung af öldungardeildarsætum og þá eru ríkisstjórakosningar víða, svo nokkuð sé nefnt. Erlent 8. nóvember 2022 06:56
Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. Erlent 7. nóvember 2022 16:24
Biden og Trump keppast við að afla flokkum sínum fylgis Joe Biden núverandi forseti og Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna komu báðir fram á fjöldafundum í gærkvöldi til að reyna að afla flokkum sínum atkvæða fyrir komandi þingkosningar í landinu. Erlent 7. nóvember 2022 08:27
Trump strax farinn að efast um lögmæti þingkosninganna Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti er strax farinn að efast um lögmæti kosninga til Bandaríkjaþings. „Falsaðar kosningar,“ segir Trump um þingkosningarnar sem fara fram á þriðjudaginn. Erlent 6. nóvember 2022 23:30
Þremur forsetum trillað út á lokametrum kosningabaráttunnar Þrír forsetar Bandaríkjanna tóku þátt í framboðsfundum á lokametrum kosningabaráttunar í lykilríkinu Pennsylvaníu í gær. Kosið verður til Bandaríkjaþings og fjölda ríkisembætta á þriðjudag. Erlent 6. nóvember 2022 11:59
Málaði upp dökka mynd af stöðu lýðræðis í Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti Bandaríkjamenn til að nýta kosningarétt sinn í þingkosningunum í næstu viku til að standa upp í hárinu á lygum og ofbeldi öfgamanna í röðum Repúblikana. Forsetinn varaði við því að þeir væru að reyna það sama og þeir reyndu í kosningunum árið 2020 og það væri að grafa undan kosningum og tryggja sér sigur án meirihluta kjósenda. Erlent 3. nóvember 2022 10:33
Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. Erlent 26. október 2022 14:06
Kallaði nýja forsætisráðherrann Rashee Sanook Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, var ekki með nafn Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, á hreinu þegar hann óskaði honum til hamingju með nýja starfið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem seinheppni forsetans þegar kemur að orðavali vekur athygli. Erlent 25. október 2022 18:21