Erlent

Flytja banda­ríska erind­reka frá Khartoum í skugga átaka

Kjartan Kjartansson skrifar
Reykur rís yfir Khartoum í Súdan þar sem hörð átök geisa á milli stjórnarhersins sem er hliðhollur yfirmanni hersins og vopnaðrar sveitar sem seilist eftir völdum.
Reykur rís yfir Khartoum í Súdan þar sem hörð átök geisa á milli stjórnarhersins sem er hliðhollur yfirmanni hersins og vopnaðrar sveitar sem seilist eftir völdum. AP/Maheen S

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skipað nokkrum tugum bandarískra erindreka og fjölskyldum þeirra að yfirgefa Khartoum, höfuðborg Súdan, þar sem blóðug átök geisa á milli stríðandi fylkinga. Bandarískir hermenn sóttu fólkið á þremur herþyrlum við sendiráðið snemma í morgun.

Í brýnu sló á milli súdanska stjórnarhersins og vopnaðrar sveitar sem kallar sig RSF. Hunduð hafa fallið og þúsundir særst í stórskotaárásum í höfuðborginni.

Douglas Sims, bandarískur undirhershöfðingi, segir að fleiri en hundrað bandaríski hermenn úr sérsveitum sjó- og flughersins hafi flogið frá Djíbútí til Eþíópíu og þaðan til Khartoum á þremur Chinook-herþyrlum. 

Þar sóttu þeir innan við hundrað erindreka og fjölskyldur þeirra við bandaríska sendiráðið. Hermennirnir hafi verið á staðnum í innan við klukkustund, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Sendiráðinu í Khartoum hefur nú verið lokað.

Biden þakkaði sérstaklega stjórnvöldum í Djíbútí, Eþíópíu og Sádi-Arabíu fyrir aðstoð við aðgerðina auk þess að lofa sendiráðsstarfsfólk Bandaríkjanna og herinn. Fordæmdi hann átökin og hvatti til vopnahlés.

Ítrekað hefur verið ráðist á flugvöllinn í Khartoum með sprengju- og byssukúlum og því hefur reynst ómögulega að flytja fólk burt frá landinu þaðan. Um 150 erlendir ríkisborgarar, erindrekar og alþjóðlegir embættismenn voru því fluttir sjóleiðina til Jeddah í Sádi-Arabíu í gær. Flestir þeirra eru frá Persaflóaríkjum en einnig Egyptalandi, Pakistan og Kanada. Reuters-fréttastofan segir að borgarar nokkurra annarra ríkja hafi verið í hópnum sem Bandaríkjaher sóttu í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×