Biden segir líklega um að ræða belgi frá einkaaðilum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. febrúar 2023 06:56 Biden hefur sætt gagnrýni fyrir að tjá sig ekki fyrr. AP/Susan Walsh Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja. Niðurstaðan þykir líkleg til að kynda undir gagnrýni á forsetann um að hafa verið heldur fljótur að taka í gikkinn eftir að loftförin sáust á radar en hann sætti miklum þrýstingi um að sitja ekki aðgerðalaus hjá eftir að hafa leyft njósnabelg frá Kína að fljóta yfir Bandaríkin í nokkurn tíma. Repúblikanar og Demókratar sameinuðust um það eftir helgi að gagnrýna þögn Biden um aðgerðir flughersins og sögðu hana aðeins til þess að ýta undir samsæriskenningar. Embættismenn sögðu hins vegar óráðlegt fyrir forsetann að tjá sig áður en meira væri vitað um loftförin. Joe Biden: Downed objects likely not linked to China s spy balloon program video https://t.co/yimXDnR8vN— The Guardian (@guardian) February 17, 2023 Biden sagði í gær að enn væri ekki vitað um hvað væri að ræða en ekkert benti til þess að loftförin væru þáttur í njósnaáætlun Kína né njósnabúnaður annars ríkis. Það væri mat öryggisstofnana að um væri að ræða belgi frá einkaaðilum, notaða til rannsókna eða í afþreytingarskyni. Forsetinn ítrekaði einnig að engar skýrar ábendingar væru uppi um að fleiri loftför færu nú yfir Bandaríkin en áður, heldur væru yfirvöld að verða vör við fleiri eftir að ratsjár voru endurstilltar til að nema betur það sem væri í háloftunum. Biden hefur skipað teymi sem er ætlað að móta stefnu um það hvernig ber að greina á milli saklausra loftfara og mögulegra ógna og hvernig brugðist verður við. Sagðist hann hins vegar ekki munu hika við að grípa til aðgerða ef ábendingar væru uppi um ógn við öryggi bandarísku þjóðarinnar. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Niðurstaðan þykir líkleg til að kynda undir gagnrýni á forsetann um að hafa verið heldur fljótur að taka í gikkinn eftir að loftförin sáust á radar en hann sætti miklum þrýstingi um að sitja ekki aðgerðalaus hjá eftir að hafa leyft njósnabelg frá Kína að fljóta yfir Bandaríkin í nokkurn tíma. Repúblikanar og Demókratar sameinuðust um það eftir helgi að gagnrýna þögn Biden um aðgerðir flughersins og sögðu hana aðeins til þess að ýta undir samsæriskenningar. Embættismenn sögðu hins vegar óráðlegt fyrir forsetann að tjá sig áður en meira væri vitað um loftförin. Joe Biden: Downed objects likely not linked to China s spy balloon program video https://t.co/yimXDnR8vN— The Guardian (@guardian) February 17, 2023 Biden sagði í gær að enn væri ekki vitað um hvað væri að ræða en ekkert benti til þess að loftförin væru þáttur í njósnaáætlun Kína né njósnabúnaður annars ríkis. Það væri mat öryggisstofnana að um væri að ræða belgi frá einkaaðilum, notaða til rannsókna eða í afþreytingarskyni. Forsetinn ítrekaði einnig að engar skýrar ábendingar væru uppi um að fleiri loftför færu nú yfir Bandaríkin en áður, heldur væru yfirvöld að verða vör við fleiri eftir að ratsjár voru endurstilltar til að nema betur það sem væri í háloftunum. Biden hefur skipað teymi sem er ætlað að móta stefnu um það hvernig ber að greina á milli saklausra loftfara og mögulegra ógna og hvernig brugðist verður við. Sagðist hann hins vegar ekki munu hika við að grípa til aðgerða ef ábendingar væru uppi um ógn við öryggi bandarísku þjóðarinnar.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira