Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

„Sig­mundur Davíð er súrreal­isti"

„Það þarf ekki svo mikið til að tvístra fjölskyldu. Ef búið er að spenna upp bogann í nokkur ár er eitt lítið augnaráð eða ein lítil athugasemd nóg,“ segir Jónas Reynir Gunnarsson, rithöfundur. Nýjasta skáldsaga hans, Múffa, er áleitin saga um fjölskyldubönd, vináttu, rými og mörk, frelsi og hyldýpi – og það hvernig fólk kýs að lifa lífi sínu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Tals­verðar líkur á hvítum jólum

Jólasnjór hylur nú götur á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land nú þegar átta dagar eru til jóla. Og þá er ekki úr vegi að spyrja veðurfræðing hvort jólin verði hvít eða rauð í ár, spár liggja fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma

Stjörnur landsins nutu lífsins í vikunni sem er að líða. Jólin nálgast og hitastigið er á leiðinni niður sem ýtti undir hátíðarstemninguna.Það var líka nóg um að vera. Aðventan í algleymingi og einir stærstu tónleikar landsins með strákunum í Iceguys. Þá naut fólk lífsins á ýmsa vegu í faðmi fjölskyldunnar og sumir klæddu sig í rautt.

Lífið
Fréttamynd

Jól, há­tíð kær­leikar og friðar - eða hvað?

Í lífum margra er einn besti tími ársins að renna í garð, jólin, hátíð kærleika og friðar líkt og okkar ástkæri Laddi sagði í sínu geysivinsæla jólalagi, Snjókorn falla. Það væri auðvitað óskandi ef að upplifun okkar allra á jólunum væri með sama hætti og lýst er hér fyrir ofan en því miður er það ekki þannig, síður en svo.

Skoðun
Fréttamynd

Höldum elds­voða­laus jól

Jólin eru handan við hornið og landinn þeysist milli staða í erindagjörðum sem hafa þann tilgang að okkur líði vel yfir hátíðarnar. En við megum ekki gleyma einu í tengslum við hátíð ljóss og friðar – brunavörnum.

Skoðun
Fréttamynd

Er snjallsími jóla­gjöf barnsins í ár?

Jólin nálgast, skórinn er kominn út í glugga og jólagjafalisti barnsins tilbúinn. Eftir svartar vikur og daga er nú kominn tími til að hvílast um jólin með snjöllum lausnum sem höfða bæði til barna og foreldra.

Skoðun
Fréttamynd

Mæðgur með mjög ó­venju­leg kerti á Sel­fossi

Kökukerti, mandarínukerti, ískerti, piparkökukerti, eftiréttakerti, jólatrjáakerti og bjórkerti eru meðal kerta, sem mægður á Selfossi búa til. Kertin sóta ekki og eru umhverfisvæn. Annar kertaframleiðandinn er aðeins sex ára.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að skikka fólk til að vera til­lits­samt

Máni Pétursson eigandi og stofnandi Paxal umboðsskrifstofu vonar að gestir á Iceguys-tónleikunum í dag taki tillit til annarra gesta og fari til hliðar, ætli það að vera með börn sín á háhesti. Í dag fara fram þrennir tónleikar í Laugardalshöll með hljómsveitinni vinsælu, þar af tvennir fjölskyldutónleikar. Paxal sér um skipuleggja tónleikana. 

Lífið
Fréttamynd

Hollari ó­hollusta fyrir jólin að hætti Önnu Ei­ríks

„Það er mikið um kræsingar á þessum árstíma sem ég elska að gæða mér á eins og aðrir en mér finnst frábært að útbúa góðgæti í hollari kantinum á móti öllu hinu og langar mig því að deila með ykkur mínum uppáhalds,“ segir líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríks. 

Jól
Fréttamynd

Heitustu jóla­gjafirnar fyrir hana

Jólin eru handan við hornið og er því ekki seinna vænna en að huga að jólagjöfum. Fallegt skart, smart flíkur, dekur eða gjöf sem tengist áhugamáli, eru gjafir sem flestar konur gleðjast yfir.

Jól
Fréttamynd

Kór­tón­leikar í desem­ber

Það er desember. Úr útvarpinu hljóma jólalög sem létta svo sannarlega lundina í umferðinni á leiðinni heim. Reyndar eru rauðu bremsuljósin alveg svolítið jólaleg ef litið er á þau með Pollíönnuaugunum. Eða eins og Oddur vinur minn orðaði það einhvern tímann: Nú ljóma afturljósin skær.

Skoðun
Fréttamynd

Börn og for­eldrar að bugast vegna jólaviðburða

Þriggja barna móðir segir álagið í desember verða sífellt meira fyrir börn og foreldra. Hún segir streituna óbærilega og hvetur yfirmenn skóla og frístundasviða til að beina tilmælum til skipuleggjenda tómstunda um að dreifa úr viðburðum og færa þá fram í janúar og febrúar og skapa þannig rólegri hefðir í desember.

Lífið
Fréttamynd

Upp­skrift að jóla­matnum - þegar ekkert má klikka

Hamborgarhryggur hefur verið vinsælasti hátíðarmatur Íslendinga í áratugi. Þá hefur Ali Hamborgarhryggurinn verið ómissandi liður í hátíðarhefðum fjölmargra íslenskra fjölskyldna í yfir 80 ár og er einn sá allra vinsælasti. Hryggurinn er léttsaltaður og léttreyktur yfir beykispæni sem gerir hann einstaklega bragðgóðan og auðveldan að elda.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Matar­boðin sem fólk man eftir

Jólin eru tími fjölskyldu og vina og dýrindis matarboða. Nú er því rétti tíminn til að uppfæra borðbúnaðinn með endingargóðum og fallegum vörum frá Expert en glæsilegur borðbúnaður gerir jólamáltíðina ekki bara bragðbetri heldur líka eftirminnilega.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Estelle prinsessa með Lúsíu­kveðju

„Gleðilegan Lúsíumorgun frá Haga,“ segir í kveðju sænsku konungshallarinnar á Instagram í tilefni af messudegi heilagrar Lúsíu sem er haldinn hátíðlegur á Norðurlöndum og sérstaklega í Svíþjóð.

Lífið
Fréttamynd

Skýringar á jólastressinu marg­vís­legar

Þótt aðventan sé svo sannarlega tími til að njóta og jólin tími samveru fjölskyldu og vina fyrst og fremst, felur desember þó meira í sér fyrir marga: Já við erum að tala um jólastressið.

Áskorun
Fréttamynd

Töfrandi og kynngi­magnaður kvenna­heimur opnast

Einn frumlegasti rithöfundur landsins, Kristín Ómarsdóttir, sendi nýlega frá sér sögulega skáldsögu sem ber nafnið Móðurást: Draumþing en hún er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Bókin er sjálfstætt framhald bókarinnar Móðurást: Oddný, sem kom út á síðasta ári en fyrir hana hlaut Kristín Fjöruverðlaunin 2024.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Safna upp­lýsingum um jólahefðir Ís­lendinga

Helga Vollertsen og Sigurlaug Dagsdóttir, þjóðháttasérfræðingar hjá Þjóðminjasafninu, vinna nú að heimildasöfnun hjá Þjóðminjasafni Íslands um jólahefðir Íslendinga. Markmið söfnunarinnar er að varna því að jólasiðir samtímans falli í gleymskunnar dá og að hægt sé að varðveita upplýsingar um þá fyrir komandi kynslóðir. 

Lífið
Fréttamynd

Óvið­jafnan­leg frá­sögn frá ein­stökum höfundi

Ófeigur Sigurðsson snýr aftur með nýja og heillandi skáldsögu sem ber heitið Skrípið. Um er að ræða óviðjafnanlega frásögn sem togar Kóvid-samfélagið og samtímann sundur og saman í vel súru gríni, skarpri gagnrýni og djúphugsaðri rómantískri sýn á mátt listarinnar í kaldranalegum og öfgakenndum heimi sem blygðast sín ekki í þeim hamförum sem hann hefur kallað yfir sig.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Bjargar deginum að komast að­eins úr klefanum

Fangar á Hólmsheiði eru á fullu þessa dagana að framleiða, mála og búa til jólaskraut sem þeir selja. Fangi segir það gríðarlega mikilvægt að fá að gera eitthvað á daginn annað en að hanga inni í klefa.

Lífið