Fyrirhyggjan í fyrirrúmi Sumir glottu við þegar fréttist af því að danski milljarðamæringurinn og skipakóngurinn Mærsk McKinney-Möller hefði pantað sér skútu í fyrra. Smíðin átti að taka tvö til þrjú ár og þótti einhverjum Mærsk fullbjartsýnn. Hann er jú fæddur árið 1913, fagnar 94 ára afmæli í júlí og yrði ansi nálægt tíræðisaldrinum þegar skútan yrði afhent. Viðskipti innlent 23. maí 2007 06:00
Gagnsæjar nafngiftir Ágætisskemmtan getur verið að lesa Lögbirtingarblaðið, sér í lagi þegar kemur að nafngiftum hlutafélaga. Landinn er enda duglegur við að hrinda viðskiptahugmyndum í framkvæmd og eitthvað þurfa börnin að heita. Einhver kynni þó að ætla að betur hefði verið heima setið en af stað farið þegar í blaðinu voru auglýst skiptalok á fyrirtækinu Óráði ehf. Viðskipti innlent 23. maí 2007 05:00
Allir búnir að kaupa Þá eru öll stóru fjármálafyrirtækin búin að taka upp seðlaveskið á árinu. Það kom mér ekki á óvart að heyra að Straumur-Burðarás væri að fjárfesta í Finnlandi, enda höfðu þeir verið að leita bæði þar og í Svíþjóð. Mér skilst að Kalli Werners hafi hrifsað til sín Invik fyrir framan nefið á Kaupþingi og Straumi. Viðskipti innlent 23. maí 2007 04:00
Dýrt að vera nýrík Viðskipta- og hagfræðingum gengur illa að spara peningana sem þeir þéna, sérstaklega þeim sem yngri eru. Ný könnun Félags viðskipta- og hagfræðinga, sem sagt er frá í Markaðnum í dag, gefur til kynna að stór hluti þessa hóps treysti sér alls ekki til að leggja meira en tíu þúsund krónur fyrir á mánuði. Viðskipti innlent 23. maí 2007 03:00
Peningaskápurinn... Ráðherrar Framsóknar sinna enn störfum sínum samviskusamlega þrátt fyrir að vera sárir út í Sjálfstæðisflokkinn fyrir að stíga í vænginn við Samfylkinguna. Viðskipti innlent 19. maí 2007 00:01
Komumst ekki hjá því að taka upp evru Íslendingar komast ekki hjá því að taka upp evru, segir Þórólfur Matthíasson, prófessor við Viðskipta- og hagfræðideild Íslands, í löngu og ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Samiðnar. Viðskipti innlent 17. maí 2007 06:00
Veislan í Gramercy Sir Philip Green, eigandi Arcadia, blés til mikillar veislu í New York í Bandaríkjunum á þriðjudag í síðustu viku. Tilefnið var upphaf sölu á splunkunýrri fatalínu stjörnufyrirsætunnar Kate Moss, sem hún hannaði fyrir Topshop. Viðskipti innlent 16. maí 2007 00:01
Í góðum félagsskap Og áfram af gleðinni hjá Green því Sunday Times segir viðskiptajöfurinn hafa verið svo ánægðan með dvöl sína í New York að hann geti vel hugsað sér að flytja þangað og fylgjast með uppbyggingu Topshop-búðanna. Viðskipti innlent 16. maí 2007 00:01
Ekkert frí Spennandi þingkosningar eru að baki, en skömmu fyrir kosningar heyrðust þær raddir að einhverjir íslenskir fjárfestar hefðu í hyggju að taka sér frí til fjögurra ára næði vinstristjórn völdum með hugsanlegum skattahækkunum á fyrirtæki, hagnaði af sölu hlutabréfa og ýmsu öðru sem valdið hefði pirringi þeirra. Viðskipti innlent 16. maí 2007 00:01
Spákaupmaðurinn: Krónuprinsinn Björgólfur Thor Jæja, sennilega getur maður farið í sumarfrí rólegur yfir krónunni. Þökk sé Björgólfi Thor. Yfirtaka á Actavis mun halda krónunni uppi fram á haustið, auk þess sem markaðurinn hér heima mun fá stuðning við þetta. Viðskipti innlent 16. maí 2007 00:01
Hvar vinnur Jón Karl? Eins og kemur fram á síðunni hefur Icelandair Group undirritað viljayfirlýsingu um kaup á tékkeska flugfélaginu Travel Servie. Á blaðamannafundi Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa varð Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair, það á í messunni að nefa Icelandic Group þegar hann ætlaði að segja Icelandair Group. Viðskipti innlent 12. maí 2007 05:00
Peningaskápurinn ... Ársskýrsla Bakkavarar Group, sem barst til hluthafa í vikunni, er fróðleg lesning fyrir alla þá sem hafa áhuga á íslenskum fyrirtækjum og ekki síst landvinningum Bakkavarar erlendis. Vöxtur félagsins hefur verið ótrúlegur þótt ekki sé fastar að orði kveðið. Viðskipti innlent 11. maí 2007 00:01
Varhugaverð Búlgaríublöð Þeir eru orðnir fáir hér á landi sem þora að lesa búlgörsku dagblöðin án þess að setja upp fyrirvaralesgleraugun. Ástæðan eru þær misvísandi og oft á tíðum beinlínis röngu fregnir sem blöðin fluttu af sölu Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, á 65 prósenta hlut í búlgarska símafyrirtækinu (BTC), sem gekk í gegn í síðustu viku. Viðskipti innlent 9. maí 2007 03:45
Skrifað um glaumgosann Nýfallinn dómur yfir forsvarsmönnum Baugs hefur vakið heldur minni athygli í erlendum fjölmiðlum en einhver kynni að hafa vænt. Þannig er töluvert meira fjallað um yfirtökutilboð Baugs í hlutabréf Mosaic Fashions og mögulega afskráningu af markaði. Viðskipti innlent 9. maí 2007 03:30
Gúrú að koma Hinn heimskunni fræðimaður Geert Hofstede er væntanlegur til landsins. Áralangar rannsóknir hans sýna að stjórnunarstíll er afar misjafn eftir uppruna stjórnenda. Viðskipta- og hagfræðideild HÍ stendur fyrir ráðstefnu á fimmtudaginn þar sem Hofstede verður heiðursgestur. Viðskipti innlent 9. maí 2007 03:15
Slúður og fréttir Þótt sumarið nálgist óðfluga býst ég ekki við neinni lognmollu á markaðnum á næstunni. Ég ráðlegg reyndar engum að fara út í hanaslag um mitt sumar þegar fjölmiðlar upplifa tóma gúrkutíð. Hver gleymir látunum í Straumi-Burðarási í fyrrasumar og SPRON-málinu fyrir nokkrum árum? Viðskipti innlent 9. maí 2007 00:01
Raunveruleg stórðiðja Fjárfestar tóku afkomutölum frá Landsbankanum fagnandi í gær og hækkuðu bréfin um 1,58 prósent. Hagnaður bankans fyrir skatta var um 15,5 milljarður króna fyrir fyrsta ársfjórðung. Þegar þetta er sett í samhengi við aðrar stærðir má taka eftirfarandi dæmi: Hagnaður á þremur mánuðum var sambærilegur og heildarvelta Norðuráls og Ölgerðar Egils Skallagrímssonar allt árið 2006. Viðskipti innlent 4. maí 2007 05:45
Breskir millar aldrei fleiri Forsætisráðherratíð Tonys Blair í Bretlandi hefur verið sannkölluð blómatíð fyrir moldríka þar í landi. Skoska dagblaðið Scotsman greinir frá könnun sem sýnir að í Bretlandi hafi fjöldi milljarðamæringa (í pundum talið) þrefaldast á síðustu fjórum árum. Viðskipti innlent 2. maí 2007 00:01
Karatekempa í sigurliðið Eins og allir vita eru langhlaup talin til mestu dyggða hjá starfsmönnum Glitnis og bankinn verið meðal styrktaraðila Reykjavíkurmaraþons auk maraþonhlaupa í stórborgunum Osló í Noregi og Lundúnum í Bretlandi. Viðskipti innlent 2. maí 2007 00:01
Spá 4,3% verðbólgu Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í fyrramálið. Greiningardeildir bankanna eru nokkuð samstíga um þróun mála og gera ráð fyrir því að vísitala neysluverðs hækki allt frá 0,5 til 0,6 prósentustig á milli mánaða. Gangi það eftir lækkar tólf mánaða verðbólgan úr 5,3 prósentum nú í 4,3 til 4,4 prósent. Viðskipti innlent 2. maí 2007 00:01
Bjarni til liðs við Kalla? Nú velta menn því fyrir sér hver næsti áningarstaður Bjarna Ármannssonar kunni að vera, enda býst enginn við því að hann setjist í helgan stein, aðeins 39 ára gamall. Viðskipti innlent 2. maí 2007 00:01
Kjaraskertir forstjórar Í nýjasta tölublaði Vísbendingar er góðlátlegt grín gert að flýtisvillu mbl.is fyrir helgi þar sem svissneskir forstjórar voru sagðir hæst launaðir í Evrópu. Það er satt og rétt þótt í fréttinni væri haft eftir ráðgjafarfyrirtæki að þeir væru með rétt rúma milljón á mánuði, samkvæmt sömu frétt voru franskir forstjórar með 325 þúsund kall á mánuði. Viðskipti innlent 27. apríl 2007 08:58
Samkeppni um athygli Aflýst var óvænt í gær töluvert auglýstum fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga undir yfirskriftinni „Samkeppnishæft viðskiptaumhverfi eftir kosningar?“ Stórkanónur stjórnmálanna áttu að sitja fyrir svörum á hádegisverðarfundi undir fundarstjórn Ólafs Ísleifssonar, lektors við viðskiptadeild Háskólans i Reykjavík. Viðskipti innlent 27. apríl 2007 07:45
Lundúnir kalla Starfsmenn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis halda upp á árshátíð fyrirtækisins í Lundúnum um helgina og glæstan árangur á síðasta ári þegar hagnaðurinn nam níu milljörðum króna. Yfir 200 manns vinna hjá SPRON. Viðskipti innlent 27. apríl 2007 00:52
Týndu börnin koma fram Nú bíð ég pollrólegur eftir að uppgjörahrinan í Kauphöllinni hefjist. Bankarnir verða í fluggír eins og greiningardeildirnir spá og sjáum við væntanlega ótrúlegar tölur. Hvaða heilvita manni hefði dottið það í hug að Exista ætti eftir að hagnast um fimmtíu milljarða króna á einum ársfjórðungi? Viðskipti innlent 25. apríl 2007 06:00
Fleiri nafna-breytingar Nafnabreytingar fyrirtækja er íþróttagrein sem hefur verið að færast í vöxt. Íslandsbanki varð að Glitni í fyrra og SPV breyttist yfir í Byr sparisjóð. Á dögunum tók Olíufélagið upp hið frumlega nafn N1 og Kaupþing er aftur orðið Kaupþing. Viðskipti innlent 25. apríl 2007 04:00
Toytoa fer fram úr GM Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur tekið fram úr bandaríska bílaframleiðandanum General Motors og flaggar nú titlinum umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi. Þetta er í samræmi við áætlanir fyrirtækisins um að fara „fram úr“ bandaríska fyrirtækinu á þessu ári. Viðskipti innlent 25. apríl 2007 00:01
Peningaskápurinn ... Viðskiptalífið verður sífellt flóknara eftir því sem það verður stærra og umfangsmeira. Ef mönnum finnst eignarhald á íslenskum félögum vera óskýrt þá batnar ekki ástandið þegar erlendir fjárfestar koma til landsins með sína köngulóarvefi. Viðskipti innlent 21. apríl 2007 00:01
Dúfur úr hrafnseggjum Á fjármálamarkaði hafa einhverjir haft af því áhyggjur að fjármagnsflótti brjótist út ef Vinstri græn komist til valda. Þessi ótti á rætur í fremur glannalegum yfirlýsingum um hverju sé fórnandi til að ná fram meiri jöfnuði í samfélaginu, þar sem flutningi banka úr landi hefur verið til fórnandi. Viðskipti innlent 18. apríl 2007 00:01
Milljarðar fyrir BTC Söluferli á 65 prósenta hlut Novator, félags í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar í búlgarska símafélaginu Bulgarian Telecommunication Company (BTC), lýkur í lok þessa mánaðar. Viðskipti innlent 18. apríl 2007 00:01