Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Staðgreitt himnaskraut

Þið hefðuð átt að sjá svipinn á nágrannanum þegar ég opnaði bílskúrinn á gamlárskvöld. Hann varð grænn af öfund þegar velsmurð bílskúrshurðin opnaðist, þar sem ég hélt á fjarstýringunni og góðum Kúbuvindli. Við blasti skraut á himnafestinguna fyrir vel á aðra milljón.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breyttir tímar

Hlutabréfavelta á síðasta viðskiptadegi ársins 2006 slagaði hátt upp í alla veltu ársins 2001 á innlendum hlutabréfamarkaði. Veltan síðastliðinn föstudag nam tæpum 113 milljörðum króna sem mestmegnis var tilkomin vegna færslu á eignarhlut FL Group í Glitni frá Íslandi til Hollands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Fjármálaeftirlitið birti á vef sínum í gær breytingu á skilgreiningu í leiðbeinandi tilmælum um efni starfsreglna stjórna fjármálafyrirtækja um hverjir teljist venslaðir fjármálafyrirtækjum. Hluti var þar undanskilinn skýrslugjöf um fyrirgreiðslur sem áður þurfti að skila reglulegum skýrslum um.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn

Markaðsvirði FL Group er komið yfir 200 milljarða króna í fyrsta skipti. Félagið hefur hækkað á undanförnum dögum sem rekja má til væntinga um að ráðist verði í stór verkefni. Geta FL til að ráðast í nýjar fjárfestingar nemur um 200 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Uppgangur innan klæða

Danir eru sterk verslunarþjóð og eiga langa sögu sem slík, enda þótt við teljum okkur auðvitað þeim fremri á öllum sviðum nema í fótbolta.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Neðanjarðar-sport

Ein vinsælasta íþróttagreinin sem nýríkir íslenskir athafnamenn stunda af miklum krafti er vínsöfnun og heyrast sögur af því að vel efnaðir einstaklingar leggi mikið upp úr því að útbúa vínkjallara þegar verið er að hreinsa út úr einbýlishúsunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjármagna nágrannana

Ég er búinn að kaupa jólagjafirnar fyrir gróðann af 365 og svo bakaði ég smákökur á sunnudaginn. Hef ekki klikkað á því svo árum skiptir, enda tekur maður því alltaf fremur rólega í desember og lætur aurana vinna fyrir sig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn

Framkvæmdastjóri House of Fraser, John King, fékk í gær afhentar tvær fjörutíu og fjögurra blaðsíðna skýrslur fullar af athugasemdum, aðra fyrir sig sjálfan og hina handa Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandic Group lokar verksmiðju í Bandaríkjunum

Icelandic USA Inc., dótturfélag Icelandic Group hf., ætlar að loka verksmiðju sinni í Cambridge, Maryland fyrir lok næsta árs. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að félagið getur sinnt allri framleiðslu og dreifingu fyrirtækisins í verksmiðju sinni og í nýlegri dreifingarmiðstöð sem í Newport News í Virginíuríki í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glæsilegt afmæli

Bakkabræður stóðu í ströngu um helgina, því þeir buðu til veglegrar veislu. Tilefnið var enda ærið, því fyrirtæki þeirra bræðra, Bakkavör, er tvítugt um þessar mundir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Búið að redda jólunum

Desemberhlaupið er hafið og maður er auðvitað með í því. Það er gaman undir lok ársins að veðja á hvaða hestar hlaupa hraðast á lokaspretti ársins. Ég sagði um daginn að ég byggist ekki við að 365 færi niður fyrir 3,65. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég hef alltaf verið maður til að viðurkenna þegar ég hef rangt fyrir mér. Þess gerist nánast aldrei þörf og þegar það gerist, þá opnast venjulega ný tækifæri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankar og blöð

Risarnir í fjármálalífinu hverfast kringum viðskiptabankanna þrjá. Bakkabræður með KB, Baugur með Glitni og Bjöggarnir með Landsbankann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ef að fjandans ellin köld

Konungur dansks viðskiptalífs er án efa skipakóngurinn Arnold Mærsk Mc-Kinney Møller sem byggði upp stórveldi í Danaveldi. Sá gamli fæddist 1913 og því kominn á tíræðisaldur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningakápurinn… Ólögmætur opnunartími

Verslun er komin á blússandi siglingu fyrir jólin og þyngist með hverjum deginum sem líður. Nú bregður svo við að stóru verslunarmiðstöðvarnar, Kringlan og Smáralind, hafa ákveðið að stytta opnunartímann fyrir jólin með því að hefja kvöldopnun síðar en oftast áður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lykilstarfsmenn kaupa á hálfvirði

Actavis hefur skráð hlutafjáraukningu upp á tæpan milljarð króna að markaðsvirði til að mæta kaupréttarsamningum félagsins við starfsmenn, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Að nafnverði nemur aukningin tæplega 14,8 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fötin í jólaköttinn

Útlit er fyrir slaka jólaverslun í Bretlandi þessi jólin og gæti hún orðið sú versta í aldarfjórðung miðað við sölutölur í nóvember. Einkum hefur sala á fatnaði og skóm brugðist með þeim afleiðingum að kaupmenn grípa í örvæntingu til þess ráðs að selja jólafötin með verulegum afslætti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svartur listi FATF tómur

Til eru samtök sem bera heitið The Financial Action Task Force (eða FATF, sem hljómar eins og heimsyfirráðasamtök úr Bond-mynd) og eru samtök um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og að fjármálakerfið sé misnotað í þeim tilgangi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spákaupmaðurinn: Rífur sig upp úr þunglyndi

Aldrei hefði ég trúað því að maður gæti orðið jafn þungur og forn í skapi í byrjun desember. Hef varla getað drattast úr bælinu á morgnana. Hingað til hef ég getað kastað út hvaða neti sem er í desember og fangað óteljandi golþorska í formi hækkandi hlutabréfa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Exista í Viðskiptablaðið?

Eins og komið hefur fram á bloggsíðum verður Viðskiptablaðið brátt dagblað sem kemur út fjórum til fimm sinnum í viku. Leitað hefur verið til ýmissa fjárfesta, þar á meðal Baugs og Björgólfsfeðga, um að koma að verkefninu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Upp fyrir SPRON

Miklar breytingar voru kynntar hjá Icebank, áður Sparisjóðabankanum, fyrir skömmu þar sem boðaður var mikill vöxtur bæði innan- og utanlands. Jafnframt verður bankinn skráður í Kauphöllina í síðasta lagi árið 2008.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Fjölgun fyrirtækja í Kauphöllinni verður að teljast fagnaðarefni í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur á innlendum hlutabréfamarkaði á liðnum árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Peningaskápurinn ...

Ekki er víst að fullur einhugur sé í ríkisstjórn um fyrirhugaðar tollalækkanir og afnám innflutningshafta í mars næstkomandi ef marka má orð Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra þegar hann kvaddi sér hljóðs á morgunverðarfundi Bændasamtakanna um framtíð íslensks landbúnaðar í gær. „Við skulum halda þessari umræðu áfram.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gaman að teika

Þessi pistill er ekki við hæfi barna og gjalda ber varhug við þeim glæfrum sem í honum er lýst. Ég ætla að gera játningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engan leka takk fyrir

Viðskiptatímaritið Economist er frægt fyrir að leggja mikið upp úr því að hafa skemmtilegar fyrirsagnir á greinum sínum. Blaðinu er dreift um heim allan og hefur því efni á að leyfa sér að halda úti sérstöku teymi fyrirsagnasmiða sem sagan segir að geri lítið annað en að upphugsa eitthvað skemmtilegt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verður allt að vopni

Fjárfestum í Icelandair verður margt að vopni þessa dagana. Frá því að gengið var frá kaupum á félaginu hafa ýmsir liðir þróast í hagstæða átt.

Viðskipti innlent