Brim kaupir tvær útgerðir af bróður Guðmundar á þrjá milljarða Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. október 2019 10:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim. Vísir/vilhelm Brim hf. hefur samið um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum, fiskvinnslunni Kambi hf., sem rekur útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði, og útgerðarfélaginu Grábrók ehf., sem einnig gerir út frá Hafnarfirði. Kaupverðið nemur samtals tæpum 3,1 milljarði króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brimi þar sem Guðmundur Kristjánsson er forstjóri og eigandi stærsta hlutans, 27,50 prósent. Fyrirtæki í eigu Hjálmars Þórs Kristjánssonar, bróður Guðmundar, er stærsti hluthafi í báðum útgerðum. Fyrirtækið á Grábrók að fullu, er eini hluthafi með 100% hlut, en á 39% hlut í Kambi. Kambur gerir út krókabátinn Kristján HF 100. Honum fylgir um 2.000 tonna krókaaflamark, að mestu í þorski. Þá rekur fyrirtækið fiskvinnslu í eigin húsnæði við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Kaupverðið nemur 2,3 milljörðum króna og verður greitt að hluta með hlutabréfum í Brimi. Hlutabréfin eru í eigu félagsins og nema um 1% af heildarhlutafé Brims, að verðmæti um 835 milljónum króna. Grábrók gerir út krókabátinn Steinunni HF 108 sem var smíðaður árið 2007. Honum fylgir um 850 tonna krókaflamark að mestu í þorski. Kaupverðið er 772 milljónir króna. Samkomulagið er háð eðlilegum fyrirvörum, m.a. um fjármögnun, samþykki stjórnar Brims og samþykki Samkeppniseftirlits og eftir atvikum annarra eftirlitsaðila. Gangi kaupin eftir fer Brim yfir lögbundið kvótaþak í krókaaflamarki en hefur lögum samkvæmt sex mánuði til að gera ráðstafanir sem koma félaginu undir það þak. Haft er eftir Guðmundi Kristjánssyni forstjóra Brims í tilkynningu að með kaupunum sé verið að styrkja Brim á alþjóðlegum vettvangi. Þá verði Kambur rekinn áfram í húsnæði félagsins sem sjálfstætt dótturfélag Brims.Fréttin hefur verið uppfærð. Brim Markaðir Sjávarútvegur Tengdar fréttir FISK-Seafood seldi í Brimi með 1,3 milljarða hagnaði FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði. 11. september 2019 08:00 Kaupa fyrir átta milljarða króna í Brimi Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt 196,5 milljóna króna hlut FISK Seafood eignarhaldsfélags í Brimi hf. Um er að ræða um tíu prósent af heildarhlutafé félagsins. 9. september 2019 09:08 Útgerðarfélag Reykjavíkur eignast meirihluta í Brim Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu. 16. október 2019 19:16 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Brim hf. hefur samið um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum, fiskvinnslunni Kambi hf., sem rekur útgerð og fiskvinnslu í Hafnarfirði, og útgerðarfélaginu Grábrók ehf., sem einnig gerir út frá Hafnarfirði. Kaupverðið nemur samtals tæpum 3,1 milljarði króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Brimi þar sem Guðmundur Kristjánsson er forstjóri og eigandi stærsta hlutans, 27,50 prósent. Fyrirtæki í eigu Hjálmars Þórs Kristjánssonar, bróður Guðmundar, er stærsti hluthafi í báðum útgerðum. Fyrirtækið á Grábrók að fullu, er eini hluthafi með 100% hlut, en á 39% hlut í Kambi. Kambur gerir út krókabátinn Kristján HF 100. Honum fylgir um 2.000 tonna krókaaflamark, að mestu í þorski. Þá rekur fyrirtækið fiskvinnslu í eigin húsnæði við Óseyrarbraut í Hafnarfirði. Kaupverðið nemur 2,3 milljörðum króna og verður greitt að hluta með hlutabréfum í Brimi. Hlutabréfin eru í eigu félagsins og nema um 1% af heildarhlutafé Brims, að verðmæti um 835 milljónum króna. Grábrók gerir út krókabátinn Steinunni HF 108 sem var smíðaður árið 2007. Honum fylgir um 850 tonna krókaflamark að mestu í þorski. Kaupverðið er 772 milljónir króna. Samkomulagið er háð eðlilegum fyrirvörum, m.a. um fjármögnun, samþykki stjórnar Brims og samþykki Samkeppniseftirlits og eftir atvikum annarra eftirlitsaðila. Gangi kaupin eftir fer Brim yfir lögbundið kvótaþak í krókaaflamarki en hefur lögum samkvæmt sex mánuði til að gera ráðstafanir sem koma félaginu undir það þak. Haft er eftir Guðmundi Kristjánssyni forstjóra Brims í tilkynningu að með kaupunum sé verið að styrkja Brim á alþjóðlegum vettvangi. Þá verði Kambur rekinn áfram í húsnæði félagsins sem sjálfstætt dótturfélag Brims.Fréttin hefur verið uppfærð.
Brim Markaðir Sjávarútvegur Tengdar fréttir FISK-Seafood seldi í Brimi með 1,3 milljarða hagnaði FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði. 11. september 2019 08:00 Kaupa fyrir átta milljarða króna í Brimi Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt 196,5 milljóna króna hlut FISK Seafood eignarhaldsfélags í Brimi hf. Um er að ræða um tíu prósent af heildarhlutafé félagsins. 9. september 2019 09:08 Útgerðarfélag Reykjavíkur eignast meirihluta í Brim Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu. 16. október 2019 19:16 Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
FISK-Seafood seldi í Brimi með 1,3 milljarða hagnaði FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, seldi síðastliðinn sunnudag nærri 10,2 prósenta hlut sinn í Brimi, sem útgerðarfyrirtækið hafði að stærstum hluta eignast aðeins þremur vikum áður, með rúmlega 1.300 milljóna króna hagnaði. 11. september 2019 08:00
Kaupa fyrir átta milljarða króna í Brimi Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur keypt 196,5 milljóna króna hlut FISK Seafood eignarhaldsfélags í Brimi hf. Um er að ræða um tíu prósent af heildarhlutafé félagsins. 9. september 2019 09:08
Útgerðarfélag Reykjavíkur eignast meirihluta í Brim Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf. sem áður hét HB Grandi hefur aukið við eignarhluta sinn í félaginu. 16. október 2019 19:16