Frakkar herða sóttvarnareglur Frakkar hafa ákveðið að herða sóttvarnareglur í landinu til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu ómíkronafbrigðis kórónuveirunnar. Erlent 28. desember 2021 06:47
Hópsmit hafi verið tímaspursmál Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur áhyggjur af stöðu mála á spítalanum í ljósi fjölda þeirra sem nú greinast smitaðir af kórónuveirunni. Í dag greindust sjö inniliggjandi sjúklingar á hjartadeild smitaðir, Tómas segir það hafa verið tímaspursmál hvenær veiran kæmist inn á spítalann. Innlent 28. desember 2021 00:06
Takmarkanir ekki hertar: Englendingar fá að djamma um áramót Boris Johnson, forsætisráðherra Englands hefur tilkynnt að sóttvarnatakmarkanir verði ekki hertar fyrir áramót. Fjöldasamkomur verða leyfðar og skemmtanaþyrstir munu geta dansað fram á rauða nýársnótt. Erlent 27. desember 2021 22:29
Bjarni Benediktsson með Covid-19 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindist með Covid-19 í dag. Hann hvetur alla til að sýna varkárni vegna útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Innlent 27. desember 2021 21:32
Smitrakningarteymið breytir um taktík Smitrakningarteymið sér fram á að geta ekki lengur hringt í alla sem greinast með veiruna, eins og hingað til hefur alltaf verið gert. Rúmur fjórðungur þeirra sem fóru í sýnatöku við Covid-19 í gær greindust með veiruna, samtals 664. Hlutfallið hefur aldrei verið eins hátt. Innlent 27. desember 2021 20:16
Sjö sjúklingar á hjartadeild greindust smitaðir Sjúklingur á hjartadeild Landspítala greindist smitaður af kórónuveirunni í gær. Í kjölfar skimunar allra inniliggjandi sjúklinga hafa sex greinst til viðbótar. Innlent 27. desember 2021 19:56
Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. Innlent 27. desember 2021 19:48
Opið bréf til Ríkisstjórnar Íslands frá Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar Dagana sjötta og sjöunda apríl árið 2020 var COVID-19 farsóttin okkur í alla staði ógnvekjandi ráðgáta. Á stundum leit hún að vísu út eins og vopn sem guðirnir væru að nota til þess að refsa dýrategund okkar fyrir sóðaskap hennar. Skoðun 27. desember 2021 19:31
Telur Kári Stefánsson ráðherra undirskriftarhandbendi embættismanna? Það, sem frá Kára Stefánssyni kemur inn í umræðu deigluna, er margt nokkuð gott; sæmilega eða vel skynsamlegt, enda maðurinn auðvitað óvitlaus. Skoðun 27. desember 2021 19:00
Halda áfram með Allir vinna þrátt fyrir aðvaranir Fjármálaráðuneytið telur að úrræðið Allir vinna geri ríkinu erfiðara fyrir að rétta við hallarekstur sinn og veiki skattkerfið í heild sinni. Þrátt fyrir þetta verður úrræðið framlengt út næsta ár. Innlent 27. desember 2021 19:00
Ísraelar láta reyna á fjórða skammt bóluefnis Hópur heilbrigðisstarfsmanna í Ísrael fékk í dag fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19 en um er að ræða tilraunaverkefni sem er ætlað að skera úr um hversu mikla vernd seinni örvunarskammtur veitir gegn ómíkron afbrigðinu. Erlent 27. desember 2021 18:10
Tæplega hundrað manns hafa tekið eigið líf á Covid-tímum Á sama tíma og faraldurinn hefur dregið samtals 37 manns til dauða hafa tæplega hundrað manns tekið eigið líf og fleiri hundruð látist vegna fjölþættra afleiðinga fíknar. Innlent 27. desember 2021 16:05
Framtíð geðheilbrigðismála Á hverjum degi síðastliðna 22 mánuði hafa íslensk stjórnvöld birt tölulegar upplýsingar um Covid-faraldurinn. Hversu margir greinast, eru í sóttkví, eru inniliggjandi, eru á gjörgæslu, eru á öndunarvél og hafa látist. Skoðun 27. desember 2021 15:54
„Óskandi að 2022 verði árið sem við lærum að lifa endanlega með veirunni“ Á árinu sem er að renna sitt skeið á enda hefur Eik fasteignafélag hækkað afkomuspá sína í tvígang og nýtt lágvaxtaumhverfið til að endurfjármagna stóran hluta af skuldum félagsins. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, segir óskandi að árið 2022 verið árið sem samfélagið læri að lifa endanlega með veirunni. Innherji 27. desember 2021 14:31
Að minnsta kosti tveir inniliggjandi sjúklingar með ómíkron Tveir sjúklingar af þeim fjórtán sem eru nú inniliggjandi á Landspítala eru með ómíkron afbrigði veirunnar en ekki er útilokað að þeir séu fleiri. Mikið álag er nú á göngudeildinni og smitrakningarteymi almannavarna. Innlent 27. desember 2021 13:51
Nýta reynsluna eftir hópsmitið á Sólvöllum Hópsmit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðir í Vestmannaeyjum yfir hátíðirnar en átta starfsmenn og fjórir íbúar hafa nú greinst. Svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum segir viðbúið að fleiri muni greinast á næstu dögum en verið er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Innlent 27. desember 2021 13:15
Enn ófremdarástand í danska handboltanum vegna veirunnar Kórónuveiran heldur áfram að hafa áhrif á leiki íslensku landsliðsmannanna í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Aðeins einn af sjö leikjum dagsins er enn á dagskrá. Handbolti 27. desember 2021 12:30
Ómíkron kalli á breytingar á einangrun Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi. Innlent 27. desember 2021 12:08
Að hætta með sóttkví og einangrun hefði alvarlegar afleiðingar Sóttvarnalæknir segir ótímabært að hrósa happi yfir því að omíkron-afbrigðið hafi enn ekki skilað sér í auknum innlögnum á Landspítala. Næstu dagar skipta sköpum. 664 greindust með veiruna innanlands í gær. Innlent 27. desember 2021 12:05
Fjölgaði á spítala og gjörgæslu yfir jólin Nú liggja fjórtán sjúklingar inni á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru fimm á gjörgæslu og þrír þeirra í öndunarvél. Helmingur einstaklinganna er óbólusettur, þar af fjórir þeirra sem eru á gjörgæslu. Innlent 27. desember 2021 11:16
Á ekki von á eins langri röð í sýnatöku í dag Um þrjú þúsund einstaklingar voru skráðir í PCR-sýnatöku á Suðurlandsbraut í morgun og um þúsund í hraðpróf. Langar raðir mynduðust í sýnatöku yfir hátíðisdagana en Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á ekki von á eins mikilli bið í dag. Innlent 27. desember 2021 11:05
Ísraelar kanna virkni fjórða skammts bóluefnisins Hópur fólks fékk í morgun fjórða skammt bóluefnisins gegn kórónuveirunni á ísralesku sjúkrahúsi í morgun. Yfirvöld íhuga nú að heimila fjórðu sprautuna fyrir fólk í áhættuhópum til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Erlent 27. desember 2021 11:00
Stefna á afléttingar þrátt fyrir fyrsta dauðsfallið vegna ómíkron Áströlsk stjórnvöld stefna á afléttingar sóttvarnaaðgerða þrátt fyrir að fyrsta dauðsfallið af völdum nýs ómíkron-afbrigðis hafi verið staðfest. Fleiri hafa þá aldrei greinst smitaðir af veirunni á einum degi í landinu en fáir eru þó inniliggjandi á spítala vegna veirunnar. Erlent 27. desember 2021 10:32
Einkennalausir hvorki sendir í sóttkví né PCR-próf Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, þurfa hvorki að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Þetta var tilkynnt á föstudag og þróun veirunnar sögð leiða til þess að þessar aðgerðir séu ónauðsynlegar. Erlent 27. desember 2021 10:06
Lyf Pfizer gegn Covid-19 fær neyðarleyfi í Suður-Kóreu Suður-Kóreu hefur gefið veirusýkingarlyfi Pfizer við Covid-19 neyðarleyfi en það er fyrsta lyfið af þessari tegund sem notað verður í Kóreu. Erlent 27. desember 2021 09:28
„Mér sýnist að jafnvel fleiri hafi greinst í gær“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir enn hafi greinst fjöldi fólks með kórónuveiruna innanlands í gær, á öðrum degi jóla. Síðustu daga hafi tæplega fimm hunduð manns greinst með veiruna á dag. „Mér sýnist að jafnvel fleiri hafi greinst í gær, svona fljótt á litið,“ segir Þórólfur. Innlent 27. desember 2021 08:18
Kórónuveiran setur strik í reikning ferðalanga Samgöngur um allan heim hafa gengið erfiðlega nú um hátíðarnar þar sem kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn. Fjöldi er á faraldsfæti til að heimsækja vini og ættingja en af þeim hafa margir þurft að eyða jólahelginn á flugvöllum víðsvegar um heim. Erlent 27. desember 2021 06:51
Leik Arsenal og Wolves frestað Enn er verið að fresta leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er ljóst að Skytturnar mæta ekki Úlfunum þann 28. desember vegan kórónuveirunnar og gríðarlega meiðsla í herbúðum Úlfanna. Enski boltinn 26. desember 2021 23:00
Hópsmit á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum Átta starfsmenn og tveir heimilismenn hjúkrunarheimilisins Hsu Hraunbúða greindust smitaðir af kórónuveirunni í dag. Innlent 26. desember 2021 21:59
Líklega þriðji hver smitaður í sögulegri röð Of snemmt er að draga ályktanir um að omíkron-afbrigðið muni ekki valda sjúkrahúskerfinu þungum búsifjum að sögn yfirlögregluþjóns. Veikt fólk beið úti tímum saman eftir sýnatöku á Suðurlandsbraut í dag. Innlent 26. desember 2021 19:04