Leikjavísir

Leikjavísir

Leikjavísir skoðar helstu leikina, nýjustu stiklurnar og almennt fjör.

Fréttamynd

Gott leikj­a­haust í vænd­um

Undanfarna mánuði hefur útgáfu fjölmargra tölvuleikja verið frestað. Það hefur leitt til lítillar útgáfu leikja en í haust stefnir í að breyting verði þar á. Fjölmargir leikir munu líta dagsins ljóst á næstu mánuðum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Yfirmaður Blizzard hættir störfum

J. Allen Brack, yfirmaður leikjafyrirtækisins Blizzard Entertainment, hefur hætt störfum hjá fyrirtækinu. Það gerði hann í kjölfar lögsóknar Kaliforníuríkis vegna meintrar eitraðar starfsmenningar í garð kvenna innan veggja Activision Blizzard, sem er móðurfyrirtæki Blizzard. Fyrstu viðbrögð yfirmanna AB vöktu töluverða reiði meðal starfsmanna og annarra í tölvuleikjaheiminum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Tölvuleikjum lýst í Kína sem rafrænum fíkniefnum

Verðmæti hlutabréfa kínverska fyrirtækisins Tencent hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að ríkismiðlar Kína sögðu tölvuleiki vera „andlegt ópíum“ og „rafræn fíkniefni“. Þá hafa yfirvöld í Kína unnið að því að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki landsins á undanförnum mánuðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Mikil ólga eftir ásakanir um „eitraða menningu“ og stanslausa áreitni

Starfsmenn eins stærsta tölvuleikjafyrirtækis heims hafa fordæmt forsvarsmenn þess vegna ásakana um eitraða menningu innan veggja fyrirtækisins. Rúmlega þúsund starfsmenn Activision Blizzard skrifuðu undir yfirlýsingu þar sem viðbrögð forsvarsmanna fyrirtækisins við rannsókn yfirvalda í Kaliforníu á starfsmenningu þar og stöðugrar kynferðislegrar áreitni í garð kvenna sem þar vinna eru harðlega gagnrýnd.

Leikjavísir
Fréttamynd

Netflix sækir á leikjamarkaðinn

Forsvarsmenn Netflix stefna á að bæta tölvuleikjum við streymisveitu sína á næsta ári. Fyrirtækið hefur ráðið fyrrverandi yfirmann hjá EA Games og Facebook til að stýra verkefninu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Klassíkin: Star Wars - Knights of the Old Republic

Þeir eru fáir Star Wars leikirnir, sem hafa notið jafn mikilla vinsælda og Star Wars: Knights of the Old Republic (KotOR) og það er ekki að ástæðulausu. Ég er persónulega ekki frá því að KotOR sé besti Star Wars leikurinn og inniheldur eitt besta tölvuleikjatvist sögunnar.

Leikjavísir
Fréttamynd

Segja langt í útgáfu GTA 6, allt of langt

Útlit er fyrir að næsti leikur í Grand Theft Auto-seríunni vinsælu verði ekki gefinn út fyrr en árið 2025. Það yrði tólf árum eftir að GTA 5 var gefinn út. Þessu var haldið fram í nýlegu myndbandi á Youtube og blaðamaður Bloomberg segist hafa heyrt sambærilega hluti.

Leikjavísir
Fréttamynd

Hlutafjárútboð Solid Clouds hafið

Klukkan tíu hófst hlutafjárútboð í íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds hf. Útboðið hefst örfáum dögum eftir að tilkynnt var um næsta tölvuleik úr smiðju fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sony sýndi langt sýnishorn af ævintýrum Aloy

Framleiðendur tveggja væntanlegra tölvuleikja sýndu í gær ítarleg sýnishorn af leikjum þeirra. Sony og Guerrilla Games sýndu í gær langt myndband af spilun leiksins Horizon Forbidden West og þá sýndi Techland sömuleiðis myndband af leiknum Dying Light 2.

Leikjavísir
Fréttamynd

Yfirtakan: Steinoriz spilar Minecraft

Þorsteinn Jón Thorlacius, eða Steinoriz, mun taka yfir Twitrás GameTíví í kvöld og spila hinn vinsæla leik, Minecraft. Nokkrir aðrir spilarar munu ganga til liðs við hann og stefna þeir á að drepa enderdrekann svokallaða á nokkrum klukustundum.

Leikjavísir