Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fjölgun hjarta­sjúk­dóma og aukið á­lag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?

Einskonar carnivore bylgja hefur verið áberandi að undanförnu og margir stokkið á þann vagn, oft í von um þyngdartap og bætta heilsu. En er þarna loksins kominn hinn eini sanni töfrakúr sem alla vanda leysir? Við getum sagt sem svo að í gegnum tíðina hafa ýmis mataræði/kúrar orðið vinsæl, sum skaðlegri en önnur. Vísindamenn telja þó carnivore mataræðið eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda.

Skoðun
Fréttamynd

Versta kartöfluuppskeran í ára­tugi

Kartöfluuppskera árið 2024 var 5.514 tonn sem er sú minnsta síðan 1993 þegar hún var 3.913 tonn. Heildaruppskera korns, sem bændur þresktu af ökrum sínum árið 2024, var rúm 5.100 tonn en það er minnsta kornuppskera frá árinu 2018.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Best að sleppa á­fenginu al­veg

Landlæknir ráðleggur fólki að nota eins lítið áfengi og hægt er. Best sé að sleppa því alveg. Landsmenn eru hvattir til að borða meiri fisk en áður en minna kjöt. Börn og ungmenni ættu að sneiða hjá orkudrykkjum. Þá ætti að takmarka neyslu á sætindum og unnum matvælum. 

Innlent
Fréttamynd

Matar­æði í stóra sam­hengi lífsins

Í vikunni voru kynntar endurskoðaðar íslenskar ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Þær byggja á norrænu næringarráðleggingunum 2023 sem standa á sterkum vísindalegum grunni. Með því að fylgja ráðleggingunum höfum við jákvæð áhrif bæði á heilsu okkar og umhverfið. Þessar ráðleggingar eru hugsaðar fyrir fólk sem er almennt heilsuhraust, bæði fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Sérstakar útfærslur eiga við á meðgöngu og við brjóstagjöf, fyrir börn undir tveggja ára aldri, einstaklinga með sjúkdóma eða fylgikvilla og einstaklinga undir miklu álagi t.d. vegna mikillar íþróttaiðkunar.

Skoðun
Fréttamynd

Kíkir stundum á mann­skapinn og rífur kjaft

Fiskbúðin Fiskikóngurinn fagnar 35 ára afmæli þessa vikuna en formlegur afmælisdagur er í dag, miðvikudaginn 12. mars. Þessa vikuna er allur fiskur og fiskréttir á 2.600 kr. kílóið auk þess sem boðið er upp á frábær tilboð á hollum og góðum fiski.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokka­keppnina í dag

Jakob Leó Ægisson vann í dag lambakjötskeppni á Matarmarkaði Íslands. Keppnin snerist um að elda kvöldmat á korteri með íslensku lambi. Keppnin er fyrsta kokkakeppnin sem Jakob vinnur en hann er aðeins þrettán ára gamall. Bróðir hans, Markús Júlían, var aðstoðarkokkurinn hans. 

Lífið
Fréttamynd

Ómót­stæði­legir pistasíu­molar undir á­hrifum frá Dúbaí

Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó nýverið holla og dísæta pistasíumola sem eru fullkomnir til að gæða sér á þegar sykurlöngunin kallar. Pistasíur hafa verið afar vinsælar í eftirréttum og sælgæti undanfarið, eftir að hið vinsæla Dúbaí súkkulaði hreif íslenska sælkera.

Lífið
Fréttamynd

Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur

Öskudagur er orðinn einn af stærstu dögum Domino's veitingastaðanna. Ástæðan er sú að undanfarin ár hefur sú hefð skapast hjá grunnskólum landsins að panta pizzur í tonnavís en forsvarsmenn skyndibitakeðjunnar gera ráð fyrir að rúmlega fimmtán þúsund grunnskólanemar hafi gætt sér á Domino's í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Inn­kalla bauna­súpu rétt í tæka tíð

Matvælaframleiðslufyrirtækið Katla hefur ákveðið að innkalla framleiðslulotu af baunasúpugrunni vegna rofs á hitastýringu í dreifikerfi. Ætla má að baunasúpugrunnur hafi verið á leið í potta fjölda landsmanna, enda er sjálfur sprengidagurinn í dag.

Neytendur
Fréttamynd

Hlý­leg stemmning og ein­stök matarupplifun

Í hjarta Reykjavíkur, á horni Skólavörðustígs og Óðinsgötu er að finna veitingastaðinn Sjávargrillið. Staðurinn er þekktur fyrir að bjóða upp á einstaka matarupplifun þar sem ferskasta hráefni er í forgrunni. Sjávargrillið er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Elda­buskan græjar þriðju vaktina

Hvað er í matinn?! Hver kannast ekki við að koma heim eftir langan vinnudag, ísskápurinn hálftómur, börnin svöng og kvöldmatartíminn stefnir í algjört kaos. Þetta þekkir matreiðslumaðurinn Guðmundur Óli Sigurjónsson vel og stofnaði því Eldabuskuna í félagi við Elínu Bjarnadóttur, þjónustu sem sendir tilbúna rétti heim að dyrum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Gerir mánudagsfiskinn skemmti­legri

Heilsukokkurinn Jana fer frumlegar og fjölbreyttar leiðir í eldhúsinu og töfrar fram ýmsa skemmtilega rétti. Mánudagsfiskurinn er eflaust fastur liður á mörgum heimilum og hér má finna skemmtilega útfærslu á honum frá Jönu.

Matur
Fréttamynd

Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On

Alþjóðlega veitingastaðakeðjan Wok to Walk opnaði fyrsta staðinn sinn hér á landi í desember en í dag eru þeir þrír talsins; í Borgartúni í Reykjavík, á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og á Smáratorgi. Staðirnir bjóða upp á ferskan asískan götubita sem er eldaður á wok pönnum yfir opnum eldi fyrir framan gestina.

Lífið samstarf